Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Þriðjudagurinn 15. maí 1962. Botnsúlur, málverk eftir Jón Jónsson. „Pabbi var barinn...“ Framh. aí 4. síðu. fólk á úti í eyju eða yfir á Gufu- nes. Við tókum boðinu, og nokk uð unnum við inn með því að fara með farþega á bátnum. Mað ur gleymdi ekki þeim, sem borg uðu meira en upp var sett. T.d. komu einu sinni hjón, og maður- inn borgaði þrefalt gjald. Það var Helgi Magnússon kaupmað- ur. Hann var þá að skreppa með konuna sína upp í Gufunes, hún var þaðan. Svo komu einn góð- an veðurdag tveir höfðingjar í heimsókn og báðu um að fá keypt kaffi. Þetta voru þá bygg- ingameistarar, þeir Rögnvaldur Ölafsson og Guðmundur Jakobs- son, þvl að nú átti að fara að byrja á að byggja Kleppsspítal- ann. Litlu seinna kom flokkur manna inn eftir og okkur pabba var boðin vinna, pabbi átti að fá 30 aura á tímann og ég 20. Guðmundur Jakobsson var yfir- smiður, og mikil inátta tókst með honum og pabba og síðar sonum Guðmundar, Eggerti Gilf- er, Þórami fiðluleikara og mér. Þetta var allt mikið ágætisfólk. Við unnum saman við margar húsbyggingar. Framan af var ég meira við múrverk og þóttist orðinn talsvert menntaður í því, þegar við vorum búnir að byggja Kvennaskólann. Ég man, hvað mér þótti nokkur húsin í mið- bænum þá falleg, t. d. Safna- húsið við Hverfisgötu, og svo bankahúsin Landsbankinn og íslandsbankinn áður en búið var að eyðileggja útlit þeirra. — Fórstu ungur að sækja tón- leika? — Ég hef alltaf haft gaman af músík. Oft fór ég með vini mínum Sumarliða Sveinssyni inn á Hótel ísland, þar var alla tíð góð músík. Sumarliði fluttist til Xalifornfu og bjó á Langa- sandi, lézt þar fyrir rúmu ári. Hann var mjög skemmtilegur fé- lagi. Svo fór ég auðvitað að hlusta á bræðurna Eggert og Þór arin, þegar þeir fóru að halda tónleika. Líka hej-rði ég þá oft spila í KFUM, Emil Thj~oddsen og Loft Guðmundsson ljósmynd- ara, sem báðir kompóneruðu líka. Emil var framúskarandi fjölhæfur, t. d. var hann snjall málari, hann skrifaði í blöðin um listir og gaf mér góðan vitn- isburð, þegar ég fór fyrst að sýna myndir á samsýningum eft- ir Ha'nardvölina. í Höfn var auð vitað miklu meira um tónleika, og ég notaði mér það óspart. I svipinn man ég einkum eftir ein- um, hjá píanóleikaranum Edwin Fischer, sem frægur var fyrir túlkun sína á Bach, Beethoven og Brahms, og þarna heyrði ég hann leika krómatíska fantasíu eftir Bach. Það var nú aldeilis vel gert hjá karli.-Rétt áður en hann byrjaði að leika, gekk Har- aldur Sigurðsson í salinn. Það v- nú heldur ekki amalegt að hlusta á hann við píanóið. Ætli hann hafi ekki verið einn okkar bezti, og í miklum metum var hann í Höfn, konan hans ágæt söngkona og Elísabet dóttir þeirra seinna bæði píanó- og klarinettleikari. Það hefir ekki verið leiðinlegt á þvf heimili. — Hvernig atvikaðist, að þú fórst að mála? — Ég hefði víst aldrei snúið mér að því, ef Ásgrímur bróðir hefði ekki hvatt mig. Alltaf stappaði hann í mig stálinu. Ég byrjaði að læra hjá honum, það var vfst um 1911 og fékk hjá honum tilsögn nokkra vetur. Svo hélt ég til' Kaupmannahafn- ar 1919 og var þar við nám til 1922, fyrst hjá Viggo Brandt list málara, sfðan hjá Einari Nielsen prófessor í Iistaháskólanum. Tók svo nokkrum sinnum þátt í sam sýningum hjá Félagi íslenzkra myndlistamanna eftir heimkom- una, hef annars ekki sýnt í mörg ár og aldrei haldið sérsýningu fyrr en nú — Hvers minnist þú helzt frá Hafnarárunum? — Við urðum samferða út á Gullfossi gamla Sigurður Guð- mundsson arkitekt og ég. Á hafnarbakkanum í Höfn tók á móti okkur Ásgeir Bjarnþórs- son, sem þá var við nám i Höfn. Mér fannst borgin eink- ar hlýleg og falleg með sina mörgu turna. Ég gekk með Ás- geiri upp 'frá höfninni og inn á knæpu. Þar þótti mér dimmt og heldur undirheimalegt, en mest var ég hissa á, hvað mannskapurinn, sem þar sat, var Ijótur og ótútlegur. Ekki vildi ég vera þar stundinni lengur, og þegar við Ásgeir höfðu drukkið tvo bjóra, geng- um við út og fórum að skoða staðinn. Þó átti maður nú eft- ir að koma oftar inn á knæpu í Höfn. — Þú hefur samt ekki gerzt setuliðsmaður þar til lengdar? — Nei. Það háði mér aldrei við teikninámið. Og líka varð ég að vinna fyrir mér við húsa málningar. Danirnir mega eiga það, að þeir mátu vel verk mitt og vildu hafa mig á- fram. En ég kærði mig ekkert um að flendast þar. — Af hvaða málurum hreifstu mest á þessum árum? — Það var lifandi ósköp, sem hægt var að skoða af myndum í Höfn. Mjög oft þeg- ar við vorum búnir í skólanum á daginn og höfðum borðað SAGA STOKKSEYRAR Guðni Jónsson prófessor: STOKKSEYRAR SAGA - síð- ara bindi. Stokkseyringafélag- ið í Reykjavík 1961. — Prent- smiðjan Hólar h.f. Með þessari bók er lokið hinu mikla verki dr. Guðna Jónssonar um sögu Stokkseyrar, en það hófst með doktorsritgerð hans, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, sem kom út 1952. í þessu bindi er lýst verzlunar-, iðnaðar-, heilbrigð- is-, kirkju- og skólasögu hreppsins, auk þess er sagt frá Ieiklist, bók- menntum og hinum ýmsu félags- samtökum, sem starfað hafa i hreppnum. Að Iokum er lýst sögu Stokkseyringafélagsins í Reykja- vík. Öllum þessum málum eru gerð góð skil og saga öll rakin af kunn- áttu og raunsæi. Fyrsti kaflinn fjallar um verzl- unarmál. Er þar lýst þróun verzl- unarinnar frá fyrstu tíð og allt til líðandi stundar. Verzlunarsaga Stokkseyrar er mjög tengd sögu sveitanna í Árness- og Rangárvalla- sýslum. Langur aðdragandi er að því, að festa komst á verzlun á Stokkseyri. Eftir að verzlunarfrelsi var aukið 1787, fór þegar að bera á áhuga Sunnlendinga til þess að koma á fót verzlun utan Eyrar- bakka. Við Bakka i Austur-Land- eyjum varð vísir að verzlun, fljót- bitann okkar, fórum við að skoða málverkin, sem héngu í það og það sinnið uppi í Stat- ens Museum. Sérstaklega man ég eftir einni farandsýningu á verkum gamalla meistara, eink um myndunum eftir Rem- brandt, Tintoretto og Con- stable. Ég komst ekki suður í lönd, ekki einu sinni til Þýzka- lands. En á heimleið kom ég við í Edinborg og sá hið ágæta safn þar, þar voru einhverjar dásamlegustu myndir, sem ég hef séð, eftir Millet og Rem- brandt. Samskipa mér voru Einar Jónsson myndhöggvari og kona hans, og hann fór með mér á markverðustu staðina í borginni það var ekki ónýtt að njóta leiðsagnar hans ui.i safn- ið og kastalann. Einar var vitur og góður maður, og þau bæði hjón öndvegismanneskjur. — En þú hefur nú líklega siglt og sótt önnur lönd heim sfðan þú dvaldist í Höfn forð- um daga? — Nei. Aldrei síðan. í fyrsta lagi tók þá við vinnan fyrir daglegu brauði, svo að ég hef varla mátt vera að því að mála myndir að ráði fyrr en ég var kominn á sextugsaldurinn. En mér hefir ekkert þótt fyrir því. Erfiðisvinna hefir styrkt mig og alls ekki háð mér gagnvart málverkunum, nema tíminn var oft of naumur. Á hinn bóginn finnst mér ég ekkert hafa þurft að vera að þeytast til annarra landa. Það er nóg að gera hér við heila mannsæfi að finna ó- teljandi fegurðarbletti hér um allt land og mála — og ég held, að hvergi í heiminum sé til betra fólk en á íslandi. lega eftir að tilskipuninvarútgefin. En í siglingateppu Napóleonsstyrj- aldanna, lagðist sú verzlun niður. En verzlun þessi hafði varanleg á- hrif á hugsunarhátt sunnlenzkra bænda f verzlunarmálum, og til hennar er að nokkru hægt að rekja þá þróun, sem varð í þessum efnum á Suðurlandi næstu öldina. Um 1820 hófu rangæskir bændur sam- tök, til þess að ná hagkvæmari við skiptum við kaupmenn. Þessi sam- tök eru með elztu samtökum í verzlunarmálum hér á landi, og vafasamt hvort önnur samsök séu eldri, nema ef vera kynni samtök bænda við austanverðan Eyjafjörð. Samtök þessi voru aldrei formleg- ur félagsskapur en gerðu afar mik- ið gagn, og urðu þess valdandi, að verzlunarmál Sunnlendinga runnu í annan farveg og tóku aðra stefnu en varð víðast hvar í landinu. Þessi samtök urðu líka að nokkru leyti undirstaðan að verzlunarfé- lögunum, sem Rangæingar stofn- uðu um síðustu aldamót á Stokks- eyri. Eftir að akvegur var lagður milli Reykjavíkur og Iágsveitanna, sóttu sunnlenzkir bændur í auknum mæli verzlun til Reykjavfk, Oft á tíðum fengu bændur hagkvæmari viðskipti í Reykjavík, heldur en fyrir austan fjall. En því ber held- ur ekki að gleyma, að verzlunin í héraðinu sjálfu, varð einnig til mikils gagns. Á stundum ríkti mikill stórhugur og bjartsýni í þessum efnum hjá ráðamönnum, eins og greinilega má sjá af sögu- rakningu dr. Guðna 1 þessu riti. Einn af merkustu þáttum sunn- lenzkrar menningarsögu, er saga barnaskólans á Eyrarbakka, sem jafnframt var barnaskóli Stokks- eyringa, þar til hreppnum var skipt. Barnaskólinn á Eyrarbakka er elzti starfandi barnaskóli landsins. Hann á sér mikla sögu sem segir mikil sannindi um upphaf þessara mála. Af þeirri sögu er margt að læra. Saga fræðslumála hreppsins er hér rakin á greinargóðan hátt, pllt frá upphafi til líðandi stundar. 1 kaflanum heilbrigðismál er rak- in saga lækna og Iæknaskipunar, alþýðulækna ljósmæðra og af- skipta hreppsins af heilbrigðismál- um yfirleitt. í frásögnum af alþýðu læknum er getið um marga ólærða lækna, sem stunduðu lækningar til mikils gagns. En eins og kunnugt er, var áður fyrr mjög erfitt að ná til læknis og varð því fólk að leita til hómópatanna, eins og þeir voru kallaðir. Margir þessara manna voru ágætir læknar og unnu mikið starf. Saga þeirra er því merk og vert að halda henni á lofti. I kaflanum um bókmenntir er rakinn þáttur Stokkseyringa í bókmenntaiðju þjóðarinnar. Dr. Guðni segir í upphafi kaflans, að þar sé ekki um auðugan garð að gresja. Þaðan sé engin forn skinn- bók komin, svo að menn viti, engin saga rituð, nema ef vera kynni Flóamanna saga sé rituð á Stokks- eyri, þó að ekkert sé hægt að á- lykta um það með vissu. En hins vegar hefði mátt geta þess, að ein- hver bezt menntaði kunnáttu- maður í íslenzkum fræðum í lok 17. aldar átti heima á Stokkseyri. Það var Einar Eyjólfsson sýslumað- ur í Traðarholti, er vann að útgáfu Noregskonungasagna £ Skálholti fyrir Þórð biskup Þorláksson. Einnig var hann manna bezt að sér í fornum lögum, og er mælt, að Páll Vídalín lögmaður hafi sótt til hans mikinn fróðleik í bók sína Fornyrði lögbókar. En að öðru ley.ti tel ég þennan kafla vera hinn fyllsta. Einn af merkustu þáttum í menn- ingarlífi íslenzkra sveitafélaga síð- ustu áratugina, er félagslífið. Fé- lagslff stóð oft með miklum blóma á Stokkseyri og er í mörgu til fyrirmyndar. Saga þessi er sögð vel í Stokkseyringa sögu, og tel eg, að þar hafi dr. Guðni safnað saman öllu sem máli skiptir. Stokkseyringafélagið í Reykja- vík er búið að vinna mikið og merkilegt verk, þar sem það er bú- ið að skrá sðgu heimabyggðarinnar, eins vel og gert er í ritum ær. Guðna. Ekkert hérað í landinu á eins fullkomna ritaða sögu og Stokkseyrarhreppur. Ég er viss um, að þegar aldir renna, munu komandi kynslóðir meta þetta verk mikils og sækja til þess fróðleik og kjark, til ao halda á Ioft hinum mikla menningararfi, sem forfeð- urnir lögðu til af þrautseigju og þrotlausu starfi. Jón Gíslason. Tilkynning frá Sogsvirkjuninni Útboð á smíði og uppsetningu inntaksloku v/aukn- ingar írafossstöðvar í Sogi auglýsist hér með. Útboðslýsing ásamt teikningum verður afhent á skrifstofu Sogsvirkjunarinnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð (vesturálma, inngangur frá Tryggvagötu). Tilboðsfrestur til 1. júlí 1962. Reykjavík, 14. 5. 1962. SOGSVIRKJUNIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.