Vísir - 15.05.1962, Page 15

Vísir - 15.05.1962, Page 15
Þriðjudagurinn 15. maí 1962. VISIR 15 CECIL SAINT-LAURENT £ * KAROLINA (CAROLINE CHÉRIE) 34 — Þú sérð nú hvernig er kom- ið fyrir honum. Um þetta hugs- ar hann sýknt og heilagt. Og í fyrrinótt fékk hann slæmt kast. Karolína hlustaði á hann al- varleg á svip. — Nú sefur hann, sagði Kar- lotta að lokum, — mamma vakir yfir honum. Það var Karolínu mikið hryggðarefni að heyra þetta, á þeirri stund sem henni var að byrja að líða betur, vegna þeirr- ar rósemi- og öryggiskenndar sem hún hafði ávallt notið í þessu húsi. Og nú var hún þá undir sama þaki og geðbilaður maður. Henni fannst það óbæri- leg tilhugsun, að vita af geð- biluðum manni nálægt sér. Hún fyrirleit geðveikt fólk í eigin- girni sinni og sjálfselsku. Og nú fannst henni næstum eins og Karlotta hefði móðgað sig — eins og hún bæri nokkra á- byrgð á andlegu ástandi föður síns. — Karolína — veiztu, ég held, að þú sért enn fegurri en fyrr?, sagði Karolína en henni þótti nú hyggilegast að skipta um um- ræðuefni. Ég hef aldrei betur vaxna konu séð. Karolína varð undir eins him- inlifandi yfir gullhömrunum, og meðan Karlotta var að hagræða kjólnum, sem hún hafði farið i, ^ leit hún enn í spegilinn, og var nákvæmlega sömu skoðunar og | Karlotta, eftir að hafa veirt ! spegilmynd sína fyrir sig. i — Ég heyri að mamma er að ■ koma, hvislaði Karlotta. Spyrji ' hún þig um Georges máttu til að reyna að róa hana. Það var barið að dyrum. — Má ég koma inn? — Komdu inn, mamma, svar- | aði Karlotta, þegar hún hafði jhorft spurnaraugum á Karolínu, sem hafði kinkað kolli. Frú Berthier var orðin elli- leg. Hún brosti, en greinilegt, að hún var mjög sorgbitin. Karo lína heilsaði henni með kossi. 1 — Hvað það er indælt, að þú 1 skulir vera komin hingað, vina mín, sagði gamla konan. Hér geturðu vonandi verið örugg. Maðurinn minn nýtur svo mik- illa vinsælda hér í hverfinu, að vondum mönnum verður ekki hleypt inn hér. — Hvernig líður pabba?, spurði Karlotta. — Betur. Hann er vakandi, en miklu rólegri. Hann hugsar nú einungis um Georges. — Heldurðu, Karolína, að maður- inn þinn sé í eins mikilli hættu og við erum smeyk um, vegna | þeirrar hættu, sem hann leggur ! sig í? Ertu ekki á því, að við gerum of mikið úr hættunni? — Jú, ég gæti trúað því, ég er — næstum — viss um það, svaraði Karolína hikandi. — Hann er svo heiðarlegur og réttsýnn, sagði Berthier, sem fannst svar Karolínu uppörv- andi, þrátt fyrir hik það, sem i var á henni er hún svaraði. Hví skyldu nokkur maður vera hon- um andstæður. Það er ekki hægt að ásaka hann um neitt. Hann er áreiðanlega eins góður lýð- veldissinni og hinir. Svo fór hún til þess að njóta dálítillar hvíldar, en Karlotta tók við af henni að sitja hjá veikum föður sínum, en Karo- lína fór niður til þess að athuga hvað Soffía hefði komið með. — Þetta hlýtur að vera nóg, sagði Soffía. Við verðum hér aðeins nokkra daga. Karolína fór út í garðinn. Söngur fuglanna hafði róandi áhrif á hana. Hún hugsaði sem svo, að þeir væru að syngja um ást, til þess að laða til sín fé- laga. Hví gátu mennirnir ekki lært af þeim. Hví ríkti allt af þessi ófriður með aftökum og bardögum. Ef menn að eins gætu lært að vera vinsamlegir hverjir við aðra gæti jörðin verið para- dís. Og hún hvíslaði: — Gaston, ástin mín, hve nær ber fundum okkar saman af nýju? Það var ekki eins dapurlegt við miðdegisverðarborðið, eins og Karolína hafði búist við. Berthier gamli virtist rólegur og var tillitssamur við Karolínu. í fyrstu var hann þó dálítið órór yfir, að engar fréttir höfðu bor- ist af Georges, en sagði svo: — Engar fréttir eru á við góð- ar fréttir. Eftir miðdegisverðinn fór Karolína með Karlottu upp í herbergi hennar. Þær vöktu fram eftir nóttu í von um, að Georges kæmi. Um klukkan tvö fóru þær að hátta. En Karolína var ekki fyrr búin að halla sér út af er hún heyrði fótatak manns síns í stiganum. Án þess að berja að dyrum kom hann inn í herbergið hennar og setti sig á rúmstokkinn hjá henni. — Hvað hefur gerzt?, spurði Karolína. Georges var mikið niðri fyrir og þurfti að kasta mæðinni. — Ekkert, svaraði hann loks. Fundurinn dróst á langinn. Úti á l landinu njótum við yfirleitt fylg is. í Caen eru sjálfboðaliðar ' reiðubúnir til þess að koma okk ur til hjálpar, ef skríllinn skyldi rísa upp gegn okkur. — Jæja, þú ert þá vonandi vonbetri. Georges svaraði engu, en spurði svo: — Hittirðu Salanches á hverj- um degi? — Ætlarðu nú að byrja á sama söngnum? Áttu ekki við nóg vandamál að stríða fyrir? — Þú svaraðir ekki spurningu minni. — Mér dettur heldur ekki í I ■ ■ ■ R P T A R Z A Eftir að klefahlurðin hafði verið opnuð, stöðvaði Tarzan hina spenntu félaga sína. „Bíðið eftir Barnasagan mér hérna“, hvíslaði hann. „Hvað með demantana mina“ sagði Tom Platt. „Seinna", sagði apa maðurinn. Fljótlega kom Tarzan aftur með vatnsföt. Flýtið ykkur“ hrópaði hann. „Við getum forðað okkur meðan óvinirnir sofa‘. i a m s ■ u i KALLl ðg hafsÍGEi — €» — Stuttu seinna stýrði Sifter haf- síunni inn í nokkurs konar völund- arhús. Framljós hafsíunnar lýstu inn í djúp göng. Alls kyns fiskar, stórir og smáir syntu fram og aft- ur og horfðu fjandsamlegu augna- .áði inn í kúpulinn til Kalla og Sbebba. Hafsían fór fram og aftur, upp og niður og 1 hringi. Sifter varð stö'ugt taugaóstyrkari, vegna þess að hann gat ekki stýrt þeim út úr völundarhúsinu. Kalli stjórn- aði eins og ósvikinn stríðsþjálfari: „Hægri .vinstri, niður o.s.frv. — „Þetta fengi biskup til að bölva", sagði Kalli við Stebba Þessi band vitlausi vísindamaður sendir okk- ur enn Iengra inn í völundarhús ið.“, en stýrimaðurinn sat bara með lokuð augu. Kalli þreif í skeggið á honum, en kippti að sér höndinni, og æpti .upp yfir sig. „Tíuþúsundhákarlar", hann er full ur af rafstraumi. Þessvegna sefur hann. Hver þremillinn. Nú hef ég einnig fengið hann. Augun 1 mér..“ Svo lokuðust augu hans einnig. Rétt áður en hann sofnaði, tók hann eftir því að nafsían rakst á eitthvað hart. j hug, að svara henni. Ég er úr- vinda af þreytu. Lofaðu mér að vera í friði. Mig langar til að fara að sofa. Hann þagði. Karolína lagði aftur augun. Hún var í þann veg inn að festa svefninn, er hún heyrði rödd manns síns eins og í fjarska: — Hann er elskhugi þinn, er ekki svo? Hann spurði rólega, næstum í auðmýkt, og furðaði Karolína sig meira á því en sjálfri spurn- ingunni, og hún hugsaði með sjálfri sér: Hve lengi skyldi hann kvelja mig með þessum eilífu spurningum? — Karolína, svaraðu mér nú. Er hann elskhugi þinn? Það var engu líkara en að hann óskaði þess, að hún svar- aði honum játandi: — Karolína, heyrðu mig nú, hálfstamaði hann. Hann dró andann þungt, greip í handlegg hennar. Neglur hans læstu sig í hörund hennar. — Ég verð að fá að vita vissu mína. Játaðu það bara, ég verð ekkert reiður. Ég skal fyrir gefa þér, en þú verður að segja mér það, — heyrirðu .... Hann hélt áfram, eins og í draumi: — Ég hef kært hann. Hann er á svarta listanum. Karolína reis upp og þreif í hann. — Hvað segirðu? Kært hann? Gaston? þú . . . þú, ragmenni, vesalmenni. Hún réðst á hann og kom honum það svo óvænt að hún hafði hann undir þegar og greip fyrir kverkar honum. — Nei, nei, ég fullvissa þig um . . . það var ekki ég . . . En frávita af harmi og heift lét hún hnefana dynja á honum og hrópaði í sífellu: — Varmenni, varmenni. Dyrnar milli herbergis henn- ar og Karlottu opnaðist og hún stóð þar með logandi kerti í höndunum, dauðskelkuð. — Hvað gengur á? Georges! Hvað er að? Karolína, þú ert að gráta. —Nei, ég græt ekki, svaraði Karolína án þess að vita hvað hún sagði, ég er ekki rög eins og hann. Mig langar til þess að ganga af honum dauðum. Georges rykkti sér allt í einu X -D

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.