Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagurinn 15. maí 1962. VISIR Hvalveiðar Hvalveiðarnar byrja að venju 20. maí. Stunda 4 skip veiðarnar, en hið fimmta verður til vara. Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að undirbúa hvalveiði- bátana undir veiðarnar og mun því verki nú vera hartnær lokið og byrjað að sigla bátunum úr höfn til að rétta kompása. Giillið... Forsíða nýja tímaritsins, „Leikritsins“: Mynd af atriði júr Draum- leik eftir Strindberg, sýningu í Dramaten I Stokkhólmi, Tora Teje sem dóttirin og Ivar Káge sem skáldið. Nýtt tímarit: Leikritið Heilff leikrit í Biverju hefti Nýtt tímarit um Ieikhúsmál hóf göngu sína í gær og nefnist „Leik- ritið“, áformað ársfjórðungsrit og hverju hefti ætlað að flytja heilt leikrit. í fyrsta heftinu birtist leik- ritið Draumleikur eftir August Strindberg, en í gær var 50. ártíð hans. Útgefandi „Leikritsins" er Banda lag íslenzkra leikfélaga, en ritstjóri er Sveinbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, er á sínum tíma lagði stund á leiklistar- sögu í Svlþjóð og á írlandi. í for- málsorðum hins nýja tímarits segir hann m.a.: „Á síðustu árum hefur orðið ör þróun í leiklistarmálum lands- manna enda áhugi á leiklist og leik bókmenntum mjög almennur. Skil- yrði til að fylgjast með leikbók- menntum hafa ekki verið eins góð og æskilegt getur talizt, og því er til þessa tímarits stofnað. Ætlun Árekstur í Kópavogi Mjög harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kópavogi í fyrrinótt, má annar bíllinn sem var nýr Skoda-bíll, heita gerónýtur, og hinn skemmdist einnig talsvert. Slys urðu ekki á mönnum. Þetta gerðist hálfri stundu eftir miðnætti. Komu tveir bílar, Y-929 og R-9028, annar norðan.og hinn sunnan Hafnarfjarðarveg. Þegar annar var að beygja inn á Fífu- hvammsveg, rákust bílarnir saman með áðurgreindum afleiðingum. — Hringt var á lögreglu og sjúkra- bíl, en þótt ótrúlegt væri, reyndist enginn svo slasaður, að þyrfti að flytja hann í sjúkrabílnum. er að birta heilt leikrit í hverju hefti ásamt myndum, sem skýri efnið. Einnig á ritið að flytja frum- samdar og þýddar greinar um Ieik- bókmenntir, leiklist og Ieikhús- tækni auk Ieikhúsfrétta og mynda eftir því, sem rúm leyfir hverju sinni“. Efni fyrsta heftisins er sem hér segir: Draumleikur, leikrit eftir August Strindberg, í íslenzkri þýðingu eftir Sigurð Grímsson. Fylgja leikritinu margar myndir, af höfundi og af atriðum úr sýningum leiksins í ýms um löndum. Mynd framan á kápu er úr sýningu hjá Dramaten I Stokk hólmi 1935 og sýnir dótturina (Tora Teje) og skáldið (Ivar Káge). Næst á eftir leikritinu kemur grein um leikskáldið Max Frisch, og síð- an tilkynnt, að I næsta hefti birtist nýjasta leikrit hans, Andorra, í þýð ingu Þorvarðar Helgasonar. Þá koma nokkrar myndasíður, myndir frá leiksýningum félaga úti um land á leikárinu, sem er að líða. Loks er greinin Förðun leikara eftir M. H. Benoliel. Heftið er 40 síður í crown-broti. Leikritið er til sölu í öllum bókabúðum og blaðasölu- stöðum. iola nr. 12 775 m. djúp Hola nr. 12, sem nú er verið að grafa norðan Laugarvegar, innar- lega (gegnt Orku) er nú orðin 775 metra djúp, og hefur enn ekki ver ið kornið niður á heita æð. Byrjað var að grafa um miðjan apríl og borunin gengið eðlilega, en hægara en við fyrri boranir, vegna þess, að boruð er víðari hola, og nærri helmingi meira efni, sem losa þarf. Dýpst hefur verið borað hér i bænum 2200 metra. Framh. af 1. síðu. að mestu eftir fyrirsögn Gunnars Böðvarssonar verkfræðings_ Var Örn sjálfur með í leiðangrinum í vor m. a. til að prófa og stilla tækið, en það varð að gerast aust- ur þar að nýju vegna breyttra staðhátta og jarðvegs. Þegar búið var að stilla tækið 'var hafin leit með því og á á- kveðnum stað, um það bil 300 metra frá sjó gaf það málm í jörðu til kynna. Samkvæmt lýsingu úr gömlum annálum getur sá staður verið hinn sami og þar sem Austur-Indíafarið strandaði forð- um, þótt erfitt sé um það að segja. Það skal tekið fram að þetta er allt annar staður heldur en sá sem litla tækið fann í fyrra, og virðist því vera um málm á báðum stöð- unum að ræða. Er þetta líka mjög sennilegt, því fjöldi skipa hefur fyrr og síðar strandað við Skeið- arársand, þannig að þar er sann- kallaður skipagrafreitur. í mörg- um tilfellum hafa engar sagnir borizt af sjóslysum og ströndum sem þar hafa orðið, og það er því ekkert líklegra en að einhvers- konar málmur úr eða í skipum geti verið grafinn þar á ýmsum stöðum. Bergur Lárusson tjáði Vísi I morgun að ekki hafi erið nein tök á að kanna nánar eða grafa á þeim stað þar sem málmleitartæk- ið gaf málminn til kynna, þvl áð- ur en , framkvæmdir gætu • hafizt kom óhemju vatnsveður og varð Ieiðangurinn að yfirgefa sandinn hið skjótasta sökum flóða og vatnavaxta. Nú er I ráði, sagði Bergur, að fara aftur austur um mánaðamót- in júnl — júlí og grafa á þeim tveim stöðum sem mælarnir mældu málm. Er ekki hægt að fara fyrr austur vegna tilmæla og óska Ör- æfabænda sem stunda selveiði á söndunum frá 20. apríl til júní- loka or hvert. Telja þeir að Ieið- angur gullleitarmanna muni fæla burt selinn og hafa þess vegna óskað eftir því að þar yrði ekkert aðhafzt fyrr en veiðitíminn væri úti. Bergur sagði að sjálfsagt væri að verða við þessum tilmælum, en strax að veiðitímanum loknum yrði hafizt handa. Kommúnistar 7ramh af 1 síöu. stað og ef önnur verklýðsfélög fylgja á eftir hlýtur afleiðingin að verða upplausn f þjóðfélag- inu á nýjan Ieik. Því er fyllilega tímabært að rikisstjómin taki til athugunar hvort ekki beri að koma í veg fyrir þá upp- lausn með bráðabirgðalögum en veiti jafnframt þeim sem lægst em launaðir nokkra ^ Iaunahækkun i viðbót við 4% hækkunina sem kemur til framkvæmda * júní. ien-Lui Framh. af 1. síðu. verið á nákvæmlega sama stað að veiðum i förinni þar á und- an, hefði Öðinn látið hann af- skiptalausan. Málsvari útgerðarfélagsins, sem á Ben Lui, en togarinn er bezta skip þess og langstærsta, segir, að félagið hafi tapað um 10.000 pundum á þessari veiði- í för eða meira en milljón króna. 5 Hið rétta hugarfar npómas Guðmundsson mun eitt sinn hafa komizt að orði á þá leið, að í þvargi stjórnmálanna yrðu menn að hafa það hugfast, að andstæð- ingarnir hefðu oftast eitthvað til síns máls — nema Fram- sóknarmenn. Reykvískur borgari, sem kynni að lesa Tímann vandlega um þessar mundir ætti bágt með að verjast þeirri hugsun, að þarna hefði skáldið sem oft ar hitt naglann á böfuðið. Hvar bsem borið er niður I skrif blaðsins um málefni Reykja- víkur ber allt að sama brunni. Hvergi örlar á þekkingu eða viti og er það helzt að undr- ast, hve heilsteypt vitleysan er. leita ætti skýringa á því, ^ hvemig á þessum ósköp- um stendur, mætti sjálfsagt margt til tína, en hér verður aðeins minnzt á eitt. Á annan áratug hefur einn og sami maður setið f borgar- stjórn fyrir Framsóknarflokk- Á þessu tímabili hefur borgin tekið sh'kt framfarastökk, að ævintýri er líkast. Hvert sem litið er blasa við stórfram- og sérstaklega er áberandi, hve mikið hefur verið gert til að fegra og bæta útlit borgar- innar. Borgarfulltrúi Framsóknar | hefur verið viðstaddur, þegar . ákvarðanir um þessar fram- kvæmdir hafa verið teknar. Hann hefur meira að segja | stutt sumar þeirra. Hann hefur mætt, þegar ný mannvirki voru tekin í notkun og varla hefur I fegrun borgarinnar farið fram- hjá þeim manni, sem á vinnu- , stað í Hallargarðinum og býr við suður-tjörnina. Qjvo Iíkur síðasta kjörtfmabili . framsóknarfulltrúans og hann mætir á fundi flokks-1 bræðra sinna, svo að þeir megi af honum fræðast um þau mál, sem þeir hafa sérstaklega falið honum s.l. 12 ár. Þá horfir I þessi fióðasti Framsóknarmað-1 ur um málefni Reykjavíkur yf- ir höfuðborgina í vorbirtunni ' árið 1962 og mælir á þessa I leið: REYKJAVÍK STENDUR í | SÖMU SPORUM OG ÞÆR BORGIR, SEM VERST URÐU 1 UTI í SÍÐUSTÚ HEIMSSTYRJ I ÖLD! Það er einmitt svona hugar- , far og sannleiksást, sem menn verða að hafa, ef þeir ætla að ná þeim árangri að vera þekkt- ir að þvf að hafa aldrei ncitt til síns máls. — Ó. Salan fyrrv. hershöfðingi verður, leiddur fyrir rétt f dag í París. - j Hann var fluttur með leynd til Par- ísar í morgun. Hann l.efir krafist þess, að Ieidd verði 133 vitni, þ. á m. De GauIIe. Greiddi drottningunum — Vísir hefir verið beðinn að geta þess, að Edda Hinriksdótt- ir, sem starfar í hárgreiðslustof- unni Minnu, Grettisgötu 6, sá um hárgreiðslu fegurðardrottn- inganna, bæði Guðrúnar Bjarna- dóttur, sem varð fegurðardrottn ing íslands, og Önnu Geirsdótt- ur, sem varð fegurðardrottning Reykjavíkur. Bandarísk landganga Yfir 1000 landgönguliðar úr 7. Bandaríkjaflotanum, sem er úti fyrir ströndum Thailands, gengu á land í dag á stað, sem ekki var nafngreindur. Frétt um þetta barst frá Bangkok klukkan um 11 og upplýsingar um landgönguna sagðar vera frá landvarnaráðu- neyti Thailands. PERKINS-DIESEL 'l WILLYS HIN HRAÐGENGA 4.107 dieselvél fyrir 4000 sn/mín. er lausnin til lágs rekstrarkostnaðar jeppanna. Afl: 45 hö „Torque“ 77 lbs. fet VerS: með kúpl- ingshúsi og sveifluhjóli, sem hæfir beint á Willis-gírkassann: 'im kr. 49.000.00. Nánari upplýsingar veittar á vélasýningu vorri í Kirkjustræti 10, kl. 17—22 í kvöld og á morgun. Dráttarvélar h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.