Vísir


Vísir - 17.05.1962, Qupperneq 15

Vísir - 17.05.1962, Qupperneq 15
Fimmtudagur 17. maí 1962. ViSlR CECIL SAINT-LAURENT KARÓL (CAROLINE CHÉRIE) ekki niður varnarlausar konur. Hún hafði ris'ð á fætur hjálpar- lausf. — Hlustaðu nú á mig, kven- borgari, sagði sá sem með kynd- ilinn, við viljum ykkur ekkert illt. Við viljum að eins leita hér í húsinu. Við leitum að Berthier borgara, sem við viljum fara með á fund lýðveldisnefndar- innar hér í hverfinu, og fyrir henni verður hann að gera grein fyrir framkomu sinni. — Berthier borgari er ekki hér, sagði Karlotta rólega. Hann mun verja framkomu sina á fundi í þjóðþinginu. — Sé hann ekki hér getið þér ekki haft neitt á móti því, að við leitum að ykkur viðstöddum. Að leit lokinni skulum við fara. Karlotta hikaði en sagði svo: — Gott og vel, ég fellst á, að þrír komi, en þið verðið að hafa hraðan á. Karolínu, sem skildist, að Kar lotta lét undan Georges vegna, ef hann skyldi koma aftur, því að þá gengi hann beint undir ljónshramma, hrópaði til þeirra: — Komið þá, borgarar,en flýt ið ykkur, okkur er kalt. Maðurinn, sem bar kyndilinn, kempan rauðhærða og konan hásróma stigu hikandi fram og bjuggust til að hefja leitina, en þá opnuðust allt í einu dyr og sló bjarma á stigann. Allir litu upp. Á stigapallinum stóð mað- ur, sem hafði vafið um s g rauð- um innislopp og nú kom hann niður stigann eins og svefn- göngumaður. Við hlið hans gekk gamall þjónn og hélt á kerta- stjaka. Hann tautaði eitthvað, sem Berthier annaðhvort heyrði ekki eða lét sem vind um eyrun þjóta. Berthier er nam staðar í stiganum og skók hnefann fram an í komumenn, sem stóðu sem steini losnir af undrun. i — Þér, aumastir alira manna, ! kallaði hann, — sem hafið hend- ur blóði flekkaðar. þér eruð hing að komnir til þess að leita verndar vegna reiði guðs og eyði leggingarinnar af syndaflóðinu, sem koma mun. Flýið — flýið út út í yztu myrkur, þar sem er- grátur og gnístran tanna. Minn , guðdómlegi faðir hefur dæmt yður. Hann vill ekki, að þér ó- I verðugir, dveljið^ lengur hér á i jörðinni. Hann fyrirlítur yður fyrir mannvonsku yðar, fyrirlít- ur sár yðar, böðlana, pestirnar —í og hann fyrirlítur yður af því þér eruð svo herfilega ljótir. Ekki kom orð yfir neins manns varir í hópnum og hrisst- ist gamli maðurinn af hlátri. — Það er yfir máta hlægilegt! Þið, þessir vesalingar — hélduð, að þetta syndaflóð yrði eins og hið fyrsta, og allt mundi verða eins og þá, og þið mynduð geta fundið ykkar Nóa-örk. Þið héld- uð að ég mundi verða eins vit- laus og hann Nói gamli, en það sorglega er, herrar mínir, að nú er hann Drottinn vor þreyttur. Ég ve't það. En hann vill skapa eitthvað nýtt, spánýtt, skiljið þið? Komumenn voru svo undrandi yfir ruglingslegu rausi gamla mannsins og formælingum, að enginn sagði orð til andmæla, en fóru að pískra saman: — Það er hann Berthier gamli — læknirinn frá Hotel-Dteu sjúkrahúsinu. Karlotta, sem gerði sér grein fyrir, að faðir hennar hafði á- vallt notið mikils álits fyrir góð- vild og hjálpsemi, kom fólki þessu nú þannig fyrir sjónir, að erfitt mundi fyrir það að átta sig á framkomu hans. Rétti hún fram hendur sínar í áttina til þess og mælti? — Borgarar, þið hljótið að sjá hvernig komið er fyrir honurn. Síðan er ha'nn fékk vitneskju um, að sonur hans er í hættu, er hann ekki með sjálfum sér. Þið vitið um góðverk hans og fórnfýsi við alþýðu manna. Sýn- ið þakklæti ykkar meðan enn er tími til. Hik var á mönnum, en rauð- hærða kempan var fyrst til þess að átta sig. — Við virðum þig, læknir og j borgari, sagði hann, lýðveldið virðir vísindin. Dragðu þið í hlé, farðu til herbergis þíns, við vilj- um þér ekkert iilt. Við leitum j að syni þínum. — Við þig eigum I við ekkert erindi. Gamli maðurinn strauk um andlit sitt. Hugaræsing hans virtist hafa hjaðnað. Hann' virti fyrir sér fólkið, sem stöð þarna og ræddi um hann, á hans eigin heimili. — Að hverjum leitið^ þér?, spurði hann loks. — Að Georges Berthier borg- ara, þing’manni á þjóðþinginu. Gamli maðurlnn gekk niður seinustu þrepin — og gekk svo hægt í áttina til þeirra: — Það er ég. Takið mig með ykkur, ef þið viljið. — Vertu nú ekki að þessum barnaskap, pabbi Berthier, sagði kempan. Við þekkjum þig, og eigum ekki í neinum útistöðum við þig. í sömu svifum heyrðust óp mikil úti á götunni: — Hjálp, hjálp, þeir eru að reyna að drepa Berthier borg- ara. Komið og hjálpið honum og föður hans og öðrum, sem eru í hættu þarna inni. Nú birtist frú Berthier allt í einu. Henni tókst að komast inn í miðjan hópinn og er þangað var komið æpti hún af lífs og sálar kröftum: — Hjálp, morð, morð! Garðhliðið var opnað og inn j kom Firmin, gamli þjónninn, og rneð'honum ýmsir' íbúar úr hverf inu, sem hann hafði beðið hjálp- ar, og höfðu þeir klæðst í snatri til þess að fara með honum. Firmin hafði laumast út um glugga til þess að sækja hjálp. Hann benti á innrásarmenn: T A R Z A N Varðmaðurinn rak upp gól til i ruku þegar til og réðust á hina , ringulreiðinni var svikarinn, sem i líka tekinn fastur. að aðvara félaga sína — Þeir I ógæfusömu flóttamenn. — Og 11 ctitlaði að stela gimsteinunum, i u a m « o * Barnasagan ~ © — KALLI hofsían o rsS^ni ^ Þeir lyftu túrbínunni, með Kalla og Stebba innanborðs, upp á dekk ið, þar sem auðve!dara var að meðhöndla fórnardýrin tvö. Prófes sorinn hafði sagt #Tomma og Manga að fara í gúmmíhanzka, til þess að verja sig gegn rafstraumi, er þeir snertu Kalla eða Stebba. „Leggið þá báða á borðið,“ skip- aði vísindamaðurinn, þegar Tommi og Mangi höfðu borið þá inn í til- raunastofuna. Á meðan var prfes- sorinn önnu mkafinn við kopar- leiðslur og einangruriarbönd, sem hann festi á höfuð og stóru tæm- ar á Kalla og Stebba. Sjómennim- ir tveir líktust nú einna helzt Mars búum. „Varið ykkur nú“, sagði Sifter, og átti erfitt með að leyna "to!íi sínu, og nú greip hann raf- magnsperu, sem hann lét við leiðsl urnar á höfði Kalla. Á sama augna bliki fyllti skært ljós herbergið. „En en getur þetta nú verið hollt?" spurði Mangi. „Hoiit og hollt ekki“ svaraði Sifter, „Séð frá vísinda- Iegu sjónarmiði, er það ekki svo mikilvægt. Þeir hafa hlaðizt orku hafsíunnar. En hvernig? Það er spurningin." —Þessir borgarar hafa komið hingað í heimildarleysi — það er á móti lögunum. Framkvæmdastjóri lýðveldis- nefndarinnar í hverfinu, sem Firmin hafði leitað til af klókind um sínum, horfði hvasslega á þá: — Er það rétt, að þið hafið ruðst hingað inn án fyrirmæla? Er enginn svaraði sagði hann ákveðið: — Fyrst svo er, borgarar, verð ég að biðja ykkur að fara héðan án þess að aðhafast frekar. Og það gerið þið sem sannir lýðveld issinnar. Það var konan hásróma, sem gaf merki til undanhalds, en hún steytti hnefann framan í framkvæmdastjórann: — En við komum aftur — við komum aftur á morgun — og með alla hugsanlega pappíra. Við skulum hreinsa ærlega til í þessu aristokrata-hreiðri. Meðan fólkið var að tínast út heyrðist dynkur. Það var gamli læknirinn sem hafði fengið nýtt kast og hnigið niður. Karolína, Karlotta og þjónustufólkið bar hann upp á herbergi hans. Þegar Karlotta hafði falið hann í umsjá móður sinnar batt hún um sárið á enni Karolínu, en enn blæddi úr því. Það var ekki nema skeina, en Karolínu hafði orðið talsvert um það. — Ég kem til að líta þokka- lega út, sagði hún. Ætli ég verði ekki gul og blá og marin á enn- inu minnst í viku. Karlotta stjanaði við hana, en sagði í nokkrum ásökunartón, að það væri gildar ástæður til þess að ala áhyggjur um annað en útlit sitt, eins og komið var. — Ég verð að fá vitneskju um það, ef Georges kemur, sagði Karlotta nú — hvort hann hefur náð til herra de Salanches í tæka tíð. Æ, hvað skyldi gerast á morgun? IX. Fangelsið. Karolína sofnaði að kalla þegar. Þegar hún vaknaði lagði sólar- birtuna inn á milli rimlanna í gluggahleranum, og varð henni ljóst af því, að nokkuð mundi liðið á dag. Reis hún því á fætur þegar og fór inn til Karlottu, sem sagði henni, að Georges1 hefði ekki komið heim fyrr en snemma morguns. Honum hafði tekist að aðvara Gaston, sem var flúinn, en hann hafði ekki viljað vekja i>ana. Hann hafði hvílt sig utn stund en farið svo j á þingfund, en veriu mjög kvíö- inn, Faðir Karlottu Iá rúmfastur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.