Vísir - 18.05.1962, Qupperneq 1
VISIR
Unglingar studdir vií
störf sín og leiki
■ 3
Hin stórhuga áætlun
Sjálfstæðismanna um
gatnagerð í Reykjavík á
næstu 10 árum var ein-
róma samþykkt í borgar-
stjórn á fundi hennar í
gær. Samkvæmt áætlun-
inni verða á þessu tímabili
fullgerðar götur, sem sam-
tals verða að lengd 94 km.
en þar af eru ýmsar breið-
ar umferðaræðar.
Gatnagerðaráætlunin var til síð-
ari umræðu í gær, en áður höfðu
orðið um hana allmiklar umræð-
ur á borgarstjórnarfundi. í upp-
hafi fundar gerði borgarstjóri
grein fyrir nokkrum aðalatriðum
áætlunarinnar, einkum þeim fjár-
öflunarleiðum, sem fyrirhugaðar
eru. Sýndi hann fram á að tillög-
ur kommúnista um margföld fast-
eignagjöld myndu ekki sízt bitna
á almennum fbúðaeigendum í borg
inni, og kæmi í mörgum tilfellum
illa niður, t. d. á þeim, sem ný-
búnir væru að koma sér upp hús-
næði. Sjálfstæðismenn teldu rétt-
ara að sú fjárhæð, sem á vantar,
yrði fengin með aukinni hlutdeild
borgarinnar f benzínskatti og enn'
fremur að húseigendur tækju þátt
í gangstéttagerð með greiðslu
gatnagerðargjalds.
j Fulltrúar kommúnista og Fram-
i sóknar héldu uppi málþófi og vildu
m. a. fresta málinu fram yfir kosn-
ingar og fluttu um það tillögu. Að
öðru leyti höfðu þeir ekkert nýtt
fram að færa, ef undan eru skildir
hinir furðulegu útreikningar Þórð-
ar Björnssonar, sem getið er ann-
ars staðar í blaðinu. Sem fyrr seg-
ir var gatnagerðin að loknum um-
ræðum samþykkt samhljóða eftir
að tillögum kommúnista hafði ver-
ið vísað til borgarráðs.
Framh. á bls. 5
^ Auk þessa afhenti borgarstjórnin reykvískri æsku Tjamarbíó
í apríl síðastliðnum. Þar fær Æskulýðsráð rúmgóð húsakynni
undir starfsemi sína.
Þá mun borgin afhenda Æskulýðsráði húsið Höfða nú síðar
í sumar og verður þar margs konar tómstundaiðja.
Hér hefir aðeins verið drepið á , VINNUSKÓLINN.
tómstundastarfið sem borgin styrk ' Þá starfrækir Reykjavíkurborg
ir. En fleira er markvert á þess- einnig vinnuskóla fyrir unglinga á
um vettvangi. Skólagarðarnir eru aldrinum 13—15 ára. Síðastliðið
þegar orðnir mjög vinsælir og þar ár störfuðu í skólanum 497 ungl-
Þessi mynd er tekin í einu af hinum mörgu æskulýðsheimilum, sem risið hafa upp í Reykjavík,
og starfrækt eru af Æskulýðsráði. Hér er fundur í nýjasta æskulýðsheimilinu, sem er við
Bræðraborgarstíg. — Lljósm. Vísis I. M.
fá börn á aldrinum 10—14 ára
tækifæri til þess að starfa að sinni
eigin jarðrækt.
ingar í 20 flokkum. Aðalverkefnin
að undanförnu hafa verið gróður-
setning á Heiðmörk og Öskjuhlíð
og ýmis störf við íþróttavellina í
borginni. Á Úlfljótsvatni fer fram
starfsemi á vegum vinnuskólans á
sumrum.
MARGT FRAMUNDAN.
En þótt borgin hafi mikið gert
til þess að léttá undir með imgling-
um við nám og störf þá má þó
ekki láta hér staðar numið. Byggja
þarf uppeldisheimili fyrir yngri
börn og vistheimili. Einnig þarf að
halda áfram byggingu dagheimila
og leikskóla I íbúðarhverfum borg-
arinnar. Þá þarf og að halda á-
52. árg. — Föstudagur 18. maí 1962. — 111. tbl.
IHikil æskulýðsstarfsemi borgarinnar
Fjölmargir tómstundaklúbbar starfa á vegum Æskulýðsráðs.
Má þar nefna kvikmyndaklúbba, skemmti- og fræðsluklúbba
og vélhjólaklúbbinn. Þessa starfsemi alla hefir borgin mjög
auðveldað með stuðningi sínum.
Á síðasta kjörtímabili hefir borgarstjómin lagt á
það mikla áherzlu að veita æskufólki borgarinnar auk-
in og bætt skilyrði til tómstundastarfs. Starfsemin á
þessu sviði hefir stöðugt farið vaxandi og gekkst
Æskulýðsráð Reykjavíkur fyrir félags- og tómstunda-
störfum á 12 stöðum í borginni síðasta vetur. Til þess-
arar starfsemi leggur borgin ríflegan fjárstyrk.
Borgarstjóri Geir Hallgrímsson og forseti borgarstjórnar Auður
Auðuns á borgarstjómarfundinum í gær. — (Ljósm. Vísis I.M.)
Myndin er tekin af bo.garfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta borgarstjómarfundinum, sem var í gær. Þeir em, talið frá vinstri: Einar Thoroddsen,
Kristján Gunnarsson, Úlfar Þórðarson, Guðmundur H. Guðmundsson, Magnús Jóhannesson, Björgvin Fredriksen, Gísli Halldórsson og frú Gróa Pétursd.