Vísir - 18.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. maí 1962. VISIR /~iLAV KIELLAND stjórnaði sinfóníuhljómsveitinni í gær kvöldi, á 15. tónleikum sveitar- innar, þennan veturinn. Efnis- skráin var samsett af verkum frá Skandinavíu eingöngu, og hafði ekkert þeirra heyrzt hér áður opinberlega. Veigamesta og að mörgu leyti bezta verkið, var sinfónía eftir stjórnandann sjálfan, en önnur voru Pastoral svíta eftir Svíann Lars Erik Larson, og Bergljót f. framsögn og hljómsveit eftir Grieg. Öll- um þessum verkum gerði hljóm sveitin furðu góð skil, oft með raunverulegum glæsibrag, sem ekki hefur farið mikið fyrir á þeim tónleikum sem undirritað- ur hefur heyrt áður. Var greini- legt að hér var kominn stjórn- andi sem hafði full tök á við- fangsefnunum, og heppnaðist eftir leiðum sem fáir rata, að koma á sambandi milli tón- skálda og flytjenda, svo ekki varð um villzt að hér var al- vara á ferðum. Satt að segja verður maður sem þrumu lost- inn, við að heyra þessa ungu og fáliðuðu hljómsveit, leika ný og erfið verk eins og slíkt og þvílíkt væri hennar daglega brauð, því það gerði hún f gær- kvöldi, en ný viðfangsefni eru annars svo sannarlega ekki í vana hennar, né annara flytj- enda á íslandi. Sinfónía Kiel- lands er rómantískt verk í þjóðlegum anda norskum. En að ýmsu heyrðu, myndi ég jafna henni við sinfóníur Rússans Sjostakóvíts, sem telja mætti skammir, allt að því sví- virðingar, ef ekki kæmi upp úr kafinu að Kielland tekst að forðast þær gildrur sem Sjo- stakovíts fellur einatt í, nefni- lega að teygja lopg lítils efnis svo rétt hangir á bláþræði saman. Sinfóníur af þessari gerð eru vissulega gærdagsins, og eru of margir til að þrátta um tilverurétt slíkra, að ég nenni að bera þar f bakkafull- an lækinn. Og í þessari komu fram svo margar bráðsnjallar ef ekki fallegar hugmyndir um hljóðfæraskipan að þær einar gætu borið uppi verk sem að öðru leyti væri gallað. Að nota litaandstæður hljóðfæraflokka, eins og hér var gert á köflum, er ekki á færi venjulegra hand- verksmanna, slíkt gerir enginn nema Tónskáld með stórum staf. Ég á ekki aðeins við nýstár-1 lega beitingu flaututóna í. strengjum í hæga ostinato- ; kaflanum (sem er raunar ekki1 svo nýstárleg þegar betur er | gáð) eða bráðfalleg ferðalög | höfuðlína milli hinna ýmsu hljóðfæraflokka, eins og á ein-' um stað þegar strengir þenja I upp geysispennu sem endar á i hnút og út úr kemur fagott á . háa lýriska 'sviðinu, heldur að allt verkið í gegn er hvert | hljóðfæri á réttum stað. Manni | dettur aldrei í hug að þennan . og þennan kaflann, mætti að' skaðlausu skrifa um fyrir allt I önnur hljóðfæri, og ef ein-1 hver heldur að þetta séu venju-, legir kostir, ætti hann að fletta upp í nokkrum hljómsveitar-1 verkum frá hvaða tíma sem er, | og sjá hvað hann rekst á. TTitt veit ég ekki, af hverju fúgatokaflinn £ fyrrihluta þriðja þáttar hljómaði ankanna lega í mínum eyrum. Ætli hon- um hafi verið komið þarna fyr- ir út úr einhverskonar vand- ræðum? Allavega var hann ekki í fullkomnu samræmi við það sem á undan og eftir fór. Tón- leikar þessir voru mikil eldraun fyrir sinfónuhljómsveitina, eldraun sem hún stóðst með mestu prýði. Hún sannaði að til hennar má, já bókstaflega verður að gera miklar kröfur. Svíta Lars Erik Larson, sem er fallega unnið verk í nýklass- Iskum stíl, var til dæmis leik- in af slíkri fágun, að ég efast um að oft hafi betur tekizt á íslenzkum hljómleikapalli. Strengirnir, sérstaklega fiðl- urnar, komu á óvart með full- um og tiltölulega hreinum tóni, sem er undravert hjá jafn ó- samstæðri •’veit. í Bergljót, eftir Grieg, fór Guðbjörg Þor- bjarnardóttir prýðilega með hlutverk lesara, sem var kvæði Björnsons í þýðingu Matthías- ar, ekki neinn afburða skáld- skapur að mínu viti. Qg verkið í heild fannst mér ekki aðeins einn þynnsti tilbúningur sem ég man eftir frá hendi Griegs í svipinn, heldur einnig það lak- asta á efnisskránni, og það svo um munaði. En ekkert gat skyggt á gleðina yfir frammi- stöðu hljómsveitar og stjórn- anda, og væri óskandi að svona yrði haldið áfram. Leifur Þórarinsson. imm tilboð í nýjan tave:tuáianaa Fyrir nokkru var boðinn út nýr áfangi hitaveitunn- ar, að því sinni fyrir aust- an Dalbraut í Laugarási. Frestur til að skila tilboðum var útrunninn fyrir nokkru og bárust fimm. Hafa þau nú verið opnuð og var hið lægsta frá tveim verktökum, sem ætla að starfa sameiginlega að verkinu, ef tilboði þeirra verður tekið. Er þetta Verk h.f. og Verklegar framkvæmdir h.f. Nam það kr. 3.835.975, en hið næsta var frá Gunnari B. Guðmundssyni og Stefáni Ólafssyni og nam það 4.24C.450 kr. Þá kom tilboð frá Almenna byggingarfélaginu, er nam kr. 4.436.100 og þá frá Sandver kr. 4.653,040, en það hæsta var frá Véltækni og nam það kr. 4.977.529 Dómur i manndráasmáli Fyrir nokkru var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli, þar sem maður hafði dáið af völdum höfuðhöggs, er hann hlaut. Atvik þetta skeið hér í Reykja- vík fyrir um það bil ári síðan, eða rúmlega það. Fjórir menn sátu á heimili eins þeirra um nótt við drykkju og fjárhættuspil. Þó mun einn þeirra fjórmenninganna ekki hafa tekið þátt í drykkjunni og mönnunum bar saman um það að enginn hinna þriggja hafi verið á- berandi drukkinn. Er líða tók á morguninn og eftir að hafa setið við spilamennskuna alla nóttina hófust orðadeilur með ákærða og húsráðanda, þar sem þá greindi á um fjárskipti vegna spila- mennskunnar. Ekki töldu spilafé- lagar þeirra erjurnar alvarlegs eðl- is, og engar hótanir eða heitingar hafðar í frammi síðast er þeir vissu. Annar þeirra varð þó var við að til átaka var komið og kvaðst hann hafa séð ákærða slá til húsráðanda en vissi ekkert frekar um það. Fór hann inn í nær- liggjandi herbergi og heyrði þaðan hávaða, líkt og átök ættu sér stað. Hann skipti sér þó ekkert af þv£ fyrr en dóttir húsráðanda kom inn til hans og bað hann um hjálp. Þá lá húsráðandi fram við dyr i herberginu, þar sem átökin höfðu farið fram og blæddi úr hægra eyra hans. Innar £ herberginu var stór blóðpollur á gólfinu. Tvær ungar dætur húsráðanda — 10 og 14 ára — höfðu vaknað 1 við hávaðann og fóru á vettvang. Reyndi hin eldri að ganga á milli og stilla til friðar, en faðir hennar bandaði henni frá. Slæmdi hann sfðan hendi til ákærðs, en hann j svaraði með þvi að slá húsráð- anda tvö högg £ andlitið krepptum hnefa. Við síðara höggið, sem var þungt, féll húsráðandi aftur fyrir sig og reis ekki upp aftur. Hann var siðan fluttur £ sjúkrabifreið á slysavarðstofuna og þaðan í sjúkrahús. Þar lá hann rænulítill um hálfsmánaðarskeið og lézt að morgni 6. maf 1961. í krufningsskýrslu læknis segir að brot hafi fundizt á höfuðkúpu og út frá þvi mikil blæðing milli heilabrots og beins ofan og aftan- vert við hægra eyra Auk þess fannst mar á stóru svæði neðan- vert á framheilanum, mar og all- stór blæðing aftast í afturheila og loks blæðingar i heilastofni. Þess- ir áverkar segir i krufningsskýrsl- unum hafi orðið manninum að bana. Við réttarhöld í málinu kom það fram að góður kunhingsskap- ur hafði verið milli ákærðs og hús- ráðanda um 20 ára skeið eða leng- ur og kvaðst ákærður síður en svo hafa borið óvildarhug til hins látna. Með eigin játningu ákærða, sem er f samræmi við önnur gögn máls- ins, er sannað, að ákærður hafi vísvitandi slegið húsráðanda og með því valdið þeim ákomum, er leiddi hann til bana, en afleiðingar árásarinnar t elur dómarinn beri að virða ákærðum sem gáleysi. Ármann Kristinsson sakadómari kvað upp dóminn og telur þar, að með tilliti til þess að ákærður hafi ekki fyrr gerzt sekur um hegning- arlagabrot, játningar hans, að- draganda brotsins, sem og fram- komu ákærða, sé refsing hans eftir atvikum hæfilega ákveðin 12 mán- aða fangelsi. En af sömu sökum þykir mega fresta fullnustu refs- ingarinnar og falli hún niður að liðnum 5 árum frá dómsupp- kvaðningu, ef skilorð 57. greinar hegningarlaganna verði haldið. Þá var ákærða og gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verj- anda kr. 3.500 til hvors. Dagsbrún tapaði Unglingar — Framh. af 1. síðu. fram byggingu leikvalla, en nú eru um 50 leiksvæði í borginni. Þá þyrfti borgin að greiða fyrir sum- ardvöl mæðra og barna í sveit. Styrkja verður áfram starfsemi Æskulýðsráðs og efla félagslífið í sambandi við skólana. Til alls þessa þurfa íbúar Reykja víkur að veita Sjálfstæðisflokkn- um áframhaldandi umboð næstu fjögur árin. 'ibróttir - Framb. af 2. síðu. Hörður B. Finnsson ÍR 35.1 sek. Guðm. Guðnason KR 37.9 sek. Guðberg Kristinsson Æ 38.4 sek. 50 m skriðsund karla: Guðm. Gíslason ÍR 26.8 sek. Hörður B. Finnsson ÍR 28.7 sek. Guðm. Þ. Harðarson Æ 28.8 sek. Erlingur Þ. Jóhannss. KR 31.0 s. Benedikt Jóhannsson KR 31.0 sek. Árni Þ. Kristjánsson SH 31.6 sek. 204 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 3:17,3 mín. Kolbrún Guðmundsd. ÍR 3:25:4 m. Sigrún Sigvaldad. KR 3:36.6 mín. 50 m flugsund karla: Guðm. Gíslason ÍR 31.6 sek. Hörður B. Finnsson ÍR 32.2 sek. Árni Þ. Kristjánsson SH 34.2 sek. Erlingur Þ. Jóhannsson KR 36.1 s. 4x50 m. skriðsund karla: A-sveit KR 2:10.5 mín. B sveit KR 2:23.0 mín. Drengjasveit KR lauk ekki keppni. Framh. af bls. 16. á þeim forsendum, að hér gæti ekki verið um að ræða brot gegn refsilögunum, heldur ætti félags- dómur að fjalla um þetta. Ef dóm- stólarnir hefðu fallizt á þau rök, myndi lögbannið hafa fallið úr gildi. En þetta fór á aðra leið. Emil Ágústsson, borgardómari, hratt frá vísunarkröfunni. Lögmaður Dags- brúnar kærði frávísunarúrskurðinn til Hæstaréttar. Röksemdir af hálfu lögmanns Kassagerðarinnar fyrir því, að frávísunarkröfunni yrði hrundið voru £ stuttu máli á þessa leið: Jafnvel þó að Kassagerð Reykja víkur h.f. hefði verið í Vinnuveit- endasambandi íslands, ætti hluta- félagið fullan rétt til þess að óska lögbanns við hverskonar tilraun- um manna, sem ekki séu starfs- menn £ lögreglu og einkennis- klæddir sem slíkir, til þess að hindra starfsemi fyrirtækisins á vinnustað eða á flutningsleiðum. ★ Ekki hægt að lesa fyrirsögn. Hvergi f heimi, og sizt af öllu á íslandi, séu „verkfallsaðgerðir" af þessu tagi lögverndaðar. Deila um lögmæti eða ólögmæti verkfallsyf- irlýsingar gæti verið vinnudóm- stólamál. En deila um réttmæti ofbeldisaðgerða eða hótana um valdbeitingu, jafnvel þó að þeir, sem aðgerðum stjórni, segi til nafns sins og þykist fremja ve'rkn- aðinn i góðum tilgangi frá sfnu sjónarmiði, og til ábata fyrir ann- anhvorn deiluaðila i vinnudeilu, hljóti að Iúta meðferð almennra dómstóla, enda hafi Félagsdómur hiklaust vfsað slíkum málum frá sér. Eina leiðin fyrir Kassagerðina til þess að stöðva aðgerðir stjórn- ar Dagsbrúnar án tafar, með Iög- regluaðstoð, hafi verið að krefjast lögbanns við aðgerunum. Lögbann ið hefði verið lagt á, og lögreglan rutt hinum nafnlausa skara óstýri- látra manna frá. Þetta hefði bjarg- að verksmiðjunni frá 9 sólahringa j stöðvun, sem annars hefði orðið, á framleislu umbúða um aðal út- flutningsframleiðslu Iandsmanna. Án lögbannsins hefði tjónið orðið enn gffurlegra en raun varð á, fyr ir notendur umbúðanna, og fyrir þjóðarbúið í heild. Eina Ieiðin til þess að fá skorið úr réttmæti lögbannsins, að fá það staðfest, svo sem lög bjóða, hefði verið að fara £ staðfestingarmál, með þvl að gefa út stefnu innan viku til héraðsdóms á réttu varn- arþingi, sbr. 1. nr. 18/1949, 27, sbr. 20. gr. og þvi krafðist lög- maður Kassagerðarinnar þess, að frávisunardómur héraðsdóms yrði staðfestur. ★ Tap Dagsbrúnar. Nú er dómur Hæstaréttar kom- inn, og er á þá lund, að Dagsbrún tapaði málinu. Þetta var mikið „princip“ mál hjá kommúnista- stjórninni £ félaginu, þvi ef hún hefði unnið það, var engin leið að nota lögbannsaðferðina gegn of- beldisaðgerum kommúnista £ verk- föllum. En nú er það sýnilegt, eft- ir að Hæstiréttur hratt frávisunar- kröfunni, að það er unnt að beita lögbanni undir slíkum kringum- stæðum. Munu fslenzkir kommún- istar varla hafa orðið fyrir verra áfalli en þessu. Málið gengur nú til efnisdóms £ borgarþingi Reykjavikur, og má segja, að ekki sé annað eftir en formleg staðfesting lögbannsins þvi að nú þegar er búið að dæma um það atriði, sem vörn Dagsbrún ar byggðist á. Dómsorð Hæstaréttar hljóða þannig: „Sóknaraðili, Verkamannafélag- ið Dagsbrún, greiði vamaraðila, Kassagerð Reykjavikur h.f., kæru málskostnað, kr. 3.000,— að við- lagðri aðför að lögum.“ Síldarmjöl — Framh. af bls. 16. próteineiningu. Prótein magnið sem lagt er til grundvallar, við sölu, er 72 prósent. Miðað við það er verð á svokölluðu „ong ton“, sem er 1016 kíló, um 7100 krónur. Þetta er mun betra verð en i fyrra, en þá var verðið á prótein- einingu frá 13 til 16 shillingar og var mestur hlutinn seldur á um 15 shillinga próteineiningin. Mest af mjölinu er selt fyrirfram. Eins og fyrr segir er verð á lýsi mjög lágt og auk þess talsverðir erfiðleikar að selja það. Seinasta verð er 40 pund og 10 shillingar á 1016 kíló.’ Miðast það við cif verð, eða verð á lýsinu komið i erlenda höfn. Það fyrsta sem selt var af lýs- inu f fyrra, seldist á um 60 pund á 1016 kílóin, en fór lækkandi eft- ir það og var seinast komið niður í 45 pund. Meginhlutinn af þessum vörum er seldur til Englands, Noregs, Þýzkalands, Hollands Og Svlþjóð- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.