Vísir - 18.05.1962, Blaðsíða 4
4
VISIR
Föstudagur 18. maí l-9[62.
Rabbað við Guðjón S. Sig■
urBsson, formann Iðju
Einn af yngri og
þekktusíu verklýðsleið-
togum Reykjavíkur,
Guðjón Sverrir Sigurðs-
son, form. Iðju, sklpar
sjötta sætið á framboðs
lista Sjálfstæðlsmanna
við borgarstjórnarkosn-
ingarnar. Guðjón hefur
verið varaborgarfulltrúi
s. 1. kjörtímabil og starf-
að í ýmsum nefndum
borgarstjórnar en tekur
nú sæti sem aðalfulltrúi.
Guðjón er þrjátíu og sex
ára að aldri og eru foreldr-
ar hans Birna Hafliðadóttir
og Sigurður Pétursson, sjó-
maður. Hann lauk stúdents-
prófi 1946 og stundaði nám
í eðlis- og efnafræði í Dublin
frá 1947—1951. Hjá At-
vinnudeild Háskólans starf-
aði hann frá 1952—1955, en
hefur síðan unnið í Málninga
verksmiðjunni Hörpu.
Eftir að Guðjón hóf störf
í verksmiðjuiðnaðinum hefur
hann unnið mikið að mál-
efnum iðnverkafóiks og und-
ir forystu hans unnu lýðræð
issinnar Iðju úr höndum
kommúnista árið 1957. Ár-
lega síðan hefur hann verið
kjörinn formaður félagsins
við vaxandi fylgi.
Auk þess að vera formað-
ur Iðju, er Guðjón einnig
formaður Byggingarsam-
vinnufélags iðnverkafólks og
varaformaður Fulltrúaráðs
verkaiýðsféiaganna í Reykja
vík.
Vísir hitti Guðjón að máli
í fyrradag og fékk hann til
að spjalla nokkur áhugamál
sín.
T EIÐIN liggur í Málningaverk-
smiðjuna Hörpu við Skúla-
götu. Til þess að hitta Guðjón
að máli þarf að fara gegnum
stóran verksmiðjusal, þar sem
framleiðslan er í fullum gangi
og konur og karlar og að þvl er
virðist mikið af ungum og falleg
um stúlkum vinna að því í óða
önn að framleiða Hörpumáln-
ingu í öllum regnbogans litum.
í enda salarins I sérstöku her
bergi hefur Guðjón bækistöð
sína, en okkur skildist fljótt,
að þar héldi hann sjaldan kyrru
fyrir til lengdar. Við höfðum
heitið því að tefja hann sem
minnst við vinnuna og urðum
því að taka því með jafnaðar-
geði að þurfa að byrja samtalið
einum þrisvar sinnum, því allt-
af varð Guðjón að bregða við
og sinna störfum Sínum.
Fyrst kom stúlkuandlit í gætt
ina og spurði: „Viltu koma og
líta á vélina hjá okkur, það er
eitthvað að henni“. Næst var
Guðjón sóttur í skyndi og kom
hann strax aftur með ungan
mann, sem hafði brennzt á hönd
' um og hálsi, en sem betur fer
ekki alvarlega. Guðjón skrúfaði
frá kalda krananum og maður-
inn setti hendurnar undir bun-
una og hálsinn var kældur með
blautum klútum. Eftir nokkra
stund voru brunasmyrsl borin á
sárin og síðan þótti vissara að
maðurinn færi upp á slysavarð-
stofu. Þá kom maður einn og
vildi fá Guðjón til að athuga
þykktina á málningu, en að því
loknu gafst loksins nokkurt hlé
til að spjalla saman.
— Og þá er það fyrsta starfið
hér?
— Það er fyrst og fremst fólg
ið í því að fylgjast með fram-
leiðslunni, athuga að staðaldri
gæði vörunnar og verður þetta
að sjálfsögðu að vinna í nánu
samstarfi við það fólk, sem sér
um framleiðsluna á hverju stigi.
Verkefnin í þessu sambandi eru
mörg, en auk þess kalla að
margs konar önnur störf og
snúningar eins og þú hefur
kannske orðið var við.
— Og þú hefur unnið hér
lengi?
— Ég byrjaði £ Hörpu árið
1955 og hef verið hér síðan og
býst við að áframhald verði á
því.
CVO við snúum okkur að öðr-
^ um efnum. Þú hefur ekki
alltaf verið í verksmiðjuiðnað-
inum hér í Reykjavík?
— Nei, eftir stúdentspróf
stundaði ég um nokkurt skeið
efnafræðinám í írlandi, en eftir
að ég kom heim vann ég hjá
Atvinnudeild Háskólans í nokk-
ur ár eða þangað til ég fór að
vinna hér hjá Hörpu.
— Hvernig var það, stund-
aðirðu ekki guðfræðinám um
tíma?
— Jú, reyndar gerði ég það.
Þegar ég vann hjá Atvinnudeild
inni innritaði ég mig í guðfræði
og hóf nám í henni. Tók ég þar
flest undirbúningspróf — jú,
grlskan var eitt af þeim — og
var því allvel á veg kominn með
Guðjón Sigurðsson við starf sitt í Hörpu.
vantaði þá á kjörskrá. Það er
svo ekki að orðlengja það, að
I febrúar árið eftir unnum við
Iðju úr höndum kommúnista
með 25 atkvæða mun og hef ég
gengt formennsku I félaginu frá
þeim tíma. Kom það fljótt af
sjálfu sér, að starfið I verka-
lýðshreyfingunni ásamt vinn-
unni hér gaf ekki rúm fyrir
frekari námshugleiðingar. Ég
vil þó taka skýrt fram, að ekki
hef ég séð eftir þvl að hafa
gefið mig að þessum málum og
að ánægjulegt hefur verið að
vinna fyrir iðnverkafólk hér I
Reykjavlk.
TjÚ ert fjölskyldumaður, Guð-
^ jón?
— Já, ég er kvæntur Valdlsi
Danielsdóttur og eigum við þrjú
börn, einn strák 15 ára og tvær
stelpur 7 og 8 ára.
— Nokkur sérstök áhugamál,
önnur en félagsmálin.
— Jú heilrpörg blessaður
vertu, en ég hef bara engan
tíma haft til að sinna þeim. Á
námsárunum í írlandi tefldi ég
nokkuð og lenti þar m.a. I skák-
keppni milli írskra háskóla og
Oxford. Hét keppinautur minn
dr. Schenk og hafði eitt sinn
verið skákmeistari Tékkóslóva-
l^/WVWWWVWWWS/WVWVWWWN
námið, þegar á mig hlóðust önn
ur verkefni, sem mig hafði ekki
órað fyrir.
— Já, það sem skeði var það,
að ég var farinn að vinna I
Hörpu og byrjaður að kynnast
málefnum iðnverkafólks. Sum-
arið 1956 kynntist ég fáeinum
áhugamönnum, sem blöskraði
yfirgangur kommúnista I Iðju
og vildu gjarnan gera eitthvað
til að ráða bót á því, þótt ekki
væri verkefnið árennilegt, þar
sem um eitt sterkasta kommún-
istahreiður á öllu landinu var
að ræða.
Það varð úr, að við fórum
fram með lista á móti kommun-
um I Alþýcusambandskosning-
unum um haustið algjörlega
með tvær hend :r tómar. Niður-
staðan varð sú, að við fengum
202 atkvæði og kommarnir 385
og þótti okkur það ágætt, þar
sem mikill fjölda iðnverkafólks
kíu — og ég tapaði auðyitað.
Síðan hef ég eiginlega ekkert
getað teflt og aðeins einu sinni
eða tvisvar tekið þátt I mótum
hér og komst þá I fyrsta flokk
hjá Skákfélagi Reykjavfkur.
Annars hef ég grúskað við ýmsa
hluti eins og útskurð og fleira,
sem ekki tekur að nefna.
' ★
— Svo við snúum okkur að
lokum að borgarmálum. Hvað
vildir þú helzt segja okkur um
þáttöku þína I þeim?
— Síðastliðið kjörtímabil hef
ég verið varaborgarfulltrúi og
því fylgzt að staðaldri með störf
um borgarstjórnarinnar. Einnig
hef ég starfað nokkuð £ nefnd-
um, m.a. verið I' stjórn Náms-
flokkanna og varamaður 1
fræðsluráði og stjórn Innkaupa-
stofnunarinnar. Þau mál, sem
vinna þarf að I næstu borgar-
stjórn eru ýtarlega rakin I
stefnuskrá Sjálfstæðismanna og
mun ég að sjálfsögðu Ieggja
þeim lið eftir getu. Persónulega
hef ég mikinn áhuga á þv£ ný-
mæli, ef hægt væri að gera ráð-
stafanir til að auðvelda iðn-
verkakonum I verksmiðjum og
fiskiðjuverum að vinna úti með
því að stofna <til dagheimilis,
sem sérstaklega væri ætlað
börnum þeirra. Teldi ég ekki ó-
eðlilegt, að vinnuveitendur
væru aðili að máli þessu, því
konur eru þeim £ mörgum grein-
um mjög dýrmætur vinnukraft-
ur. —
Þá er ég fylgjandi því að eftir
lit með hollustu og heilbrigðis-
háttum á vinnustöðum verði
aukið og er það eðlileg þróun
I samræmi við stækkun borgar-
innar. Frá þv£ að 'ég'vann hjá
Atvinnudeildinni hef ég haft
mikinn áhuga á rannsókna- og
tilraunastarfsemi £ sarhbandivið
götur og gatnagerð. Er það
ánægjuefni, að þegar skuli
liggja fyrir ákvarðanir um nýtt
átak I þessu efni. í skólamálum
hefur þróunin verið mjög ör
og nýjar leiðir hafa verið farn-
ar. Eitt af þv£, sem mér finnst
að ætti að reyna, er að stofna
til sérstakrar kennslu fyrir af-
burðanemendur £ barna- og
gagnfræðaskólum á svipaðan
hátt og gert hefur verið með
stofnun sérdeildar fyrir treg-
gáfaða unglinga.
IFjESSU spjalli hefði verið fróð-
^ legt að halda lengur áfram,
þvl Guðjón virtist eiga margt
fleira I pokahorninu. En yfir-
verkstjórinn er kominn og á
þessum stað hlýtur hann að eiga
forgangsrétt á því að tala við
starfsmennina.
Kjörin stjérn Hins íslenxkn
bókmenntnfélngs
Kosningu I stjórn og fulltrúaráð
Hins íslenzka bókmenntafélags er
nýlega lokið. Kjörseðlar voru send-
ir félagsmönnum I janúar I vetur,
og var frestur til þess að skila
þeim útrunninn að kvöldi 30. apríl.
Kjörfundur hefir verið haldinn og
atkvæði talin. Úrslit kosninganna
urðu þessi:
Forseti var kjörinn próíessor
Einar Ól. Sveinsson og varaforseti
pi-ófessor Steingrlmur J. Þorsteins
son, báðir til tveggja ára. I full-
trúaráð voru kjörnir til sex ára:
dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur og Steingrímur J. Þorsteinsson,
til fjögurra ára: Halldór Halldórs-
son prófessor og til tveggja ára:
dr. Broddi Jóhannesson. Fyrir voru
í fulltrúaráði dr. Alexander Jó-
hannesson og Einar Bjarnason rík-
isendurskoðandi, gjaldkeri félags-
ins.
Eftir kjörfundinn var haldinn
stjórnarfundur, og var Halldór Hall
dórsson þar kosinn skrifari félags-
ins, enda hafði Alexander Jóhannes
son beiðzt undan endurkosningu.
Sóðhesfnsýning og
nnglnboðhinup
' "in árlega firmakeppni Hesta-
mannafélagsins Fáks fer fram á
skeiðvelli félagsins við Elliðaár
sunnudagir.n 20. maí kl. 15. Verða
um 200 hestar £ keppninni, og er
það stærsta góðhestasýning, sem
hér hefir verið haldin.
Sú nýbreytni verður tekin upp
I sambandi við dóma hestanna, að
áhorfendur dæma sjálfir ásamt
dómnefnc.
Að keppninni lokinni verður háð
svokallað nagla-boðhlaup, sem
þrjár sveitir úr félaginu taka þátt I
og mun áreiðanlega þetta skemmti
atricl eiga eftir að kæta margan
áhorfandann. Margs konar veiting-
ar verða á boðstólum, og aðgang-
ur er ókeypis. Happdrættismiðar
félagsins verða þar og til sölu, en
dregið verður I happdrættinu á 2.
hvítasunnudag, þegar kappreiðarn-
ar verða háðar.