Vísir - 18.05.1962, Síða 8
8
r
Crtgefandi Blaðaútgátan VISIR
Ritstjórar: Hersteinr, Pálsson Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axe) Thorsteinsson.
Fréttastjóri Þorsteinn Ú Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. - Sími 1166C (5 línur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
^----------------------- ----------------------------->
Farsæl horgarstjórn
Það er einkennandi fyrir þá kosningarbaráttu,
sem nú stendur yfir að andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins hafi ekki getað bent á einn einasta veikan
blett né misfellur í stjórn borgarinnar síðasta kjör-
tímabil. Að rikinu undanskildu er þó hér um að ræða
stærsta „fyrirtæki“ landsins. Sú staðreynd ein sýnir
að af farsæld og umhyggju fyrir hag hins aimenna
borgara hefir verið stjórnað.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur bjartsýnn til þess-
ara kosninga. Hann hefur ekki ástæðu til annars.
Undir stjórn hans hefir ríkt fjörmikið framfaratíma-
bil í sögu borgarinnar. Hvarvetna rísa mannvirki af
grunni, sem veita borgurunum margvíslega þjónustu
og gleði í hinu daglega starfi og lífi. Margir skólar
hafa verið byggðir, sundlaugar, leikvellir og íþrótta-
svæði, er skapa æskunni síbætt skilyrði til menntun-
ar og útilífs.
Fyrir hina efnaminnstu hefir borgin reist á þriðja
hundrað nýtízku íbúðir síðustu fjögur árin. Félags-
málaþjónusta bæjarins hefir verið stóraukin og innan
skamms verður stærsta sjúkrahús landsins tekið í
notkun. Heitt vatn rennur innan skamms um alla borg-
ina og á næstu 10 árunum mun verða lokið við fulln-
aðargerð allra gatna bæjarins. Sífellt er unnið að því
að prýða borgina með fögrum almenningsgörðum.
Borgarhverfi er skipulögð af færustu sérfræðingum og
framtíðaráætlanir gerðar fyrir nýja höfn og athafna-
svæði.
Það ríkir vorþeyr í borgarmálum Reykjavíkur.
Undir einhuga og samhentri stjórn er framfarastefnan
mörkuð. Miklu varðar að sú framfarasókn verði ekki
stöðvuð heldur efld að mun. Það er hagur allra sem
í borginni búa.
A hnotskóg eftir afrekum
Kosningabarátta Framsóknar hér í Reykjavík er
öll hin spaugilegasta. í gær eyddi framsóknarblaðið
allri forsíðunni í að hæla sér af því að vinstri stjórnin
hefði útvegað fé til síðustu virkjunar Sogsins, Stein-
grímsstöðvar. Það hefir hingað til ekki þótt sérlega í
frásögur færandi þótt ríkisstjórn legði liðsinni fjár-
öflun til stórframkvæmda, sem þegar voru ákveðnar
og undirbúnar þegar hún tók við völdum.
Hitt er í hæsta máta kátbroslegt að Framsókn
skuli hæla sér af þessari sérstöku lánsútvegun. Ríkis-
stjórn Ólafs Thors hafði fengið loforð um lánsfé til
Efra-Sogs þegar hún fór frá völdum sumarið 1956. Því
loforði gjörspillti vinstri stjórnin þegar hún tók við
og það var ekki fyrr en síðar að henni tókst með
erfiðismunum að útvega lánið. Þannig er sú frægðar-
saga.
Andstaða Framsóknar gegn höfuðborginni er al-
kunn. Árum saman hafa framsóknarmenn barizt gegn
hagsmunum höfuðborgarinnar og jafnrétti hennar. Því
brosa Reykvíkingar þegar þeir heyra slík blíðmæli og
sjálfhrós sem Framsókn viðhefur þessa daga.
V'ÍSIR
Föstudagur 18. maí 1962.
Auður
vor
allra
EFTIR PRÓFESSOR ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON
J>að er alkunna, að Reykja-
víkurborg stendur undir
fjölþættri starfsemi á sviði
skólamála og uppeldismála.
Rúmar þrjátíu millj. króna
eru ætlaðar skólastarfsemi á
fjárhagsáætlun borgarinnar,
og haldið hefir verið áfram
markvissu félagsstarfi fyrir
unglinga, sem fyrrverandi
borgarstjóri kom á fót. En
hver nútíð leiðir í ,ljós ný
vandamál, sem leysa þarf á
nýstárlegan hátt hverju sinni.
Margt er því óleyst, er snú-
ast þarf við af hugkvæmni
og hagsýni. Fáir málaflokkar
skera jáfn gagngert úr um
framtíðina og uppeldismálin
og skólamálin, því að auður
þessa bæjarfélags eru unga
fólkið og bömin.
Hæfir menn vinna að fjöl-
þættri uppbyggingu á þess-
um sviðum, og þeim er kunn
ugt um, að verkefni bíða. Ég
átti þess kost að kynna mér
þessi mál nokkuð, er ég var
staddur í Kaupmannahöfn nú
eftir páskana í sérstökum
erindum. Það vakti athygli
mína, að í hinni stóru borg,
þar sem af gnægtum er tekið
bæði fjár og þjálfaðra starfs-
manna, eru vandamál,,skÓlTr
ans og félagslífsins meðal
unglinganna í raun ákaflega
svipuð og hér gerist.
jyjargir reykvískir foreldrar
eru uggandi vegna þess
leiða og þeirrar þreytu, sem
gerir vart við sig hjá börnum
þeirra. Og það er nokkur
spurning, hvort áherzlan sé
ekki ofrík á minnisatriðun-
um í kennslu margra skóla.
I Bretlandi og Bandaríkjun-
um ríkja frjálsari kennslu-
hættir, þar er síður sóað
tíma í hreinar yfirheyrslur,
en leitazt við að efla skilning
nemandans á efninu og
kenna honum að leggja per-
sónulegt mat á hlutina, — á
fegurð, gildi og orsakatengsl.
Með frjálsum kennsluháttum
fáum vér alið upp frjálsa
menn og konur, er læra það
frá upphafi að taka afstöðu
til hluta og málefna sjálf-
stætt, með því móti er einnig
lagður traustur grundvöllur
undir starfshæfni unglings-
ins og getu hans að mæta
þeim kröfum er þjóðfélagið
gerir til hans á hverju skeiði.
Ég hygg, að kennarar
tækju undir þessi orð mín
og sömuleiðis það, að þessu
verði ekki til vegar komið
nema með bættri kennara-
menntun og bættum launa-
kjörum barna- og unglinga
kennara, er gerði þeim kleift
að gefa sig óskipta að verk-
efnum sínum. Þessum málum
hefir þegar verið hreyft á
þjóðmálasviðinu, og þar eiga
þau heima. En vinna þarf að
uppbyggingu á þessu sviði i
samvinnu við ríkisvaldið.
Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Hann skipar 9. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins.
■porráðamönnum skólamála
er fullljós þörfin, að tek-
ið sé til rækilegra endurskoð
unar markmið skólans, — í
hverju skólastarfið og skóla-
menntunin eigi að vera fólg-
in. En það er engin von þess,
að fjárfestingin í skólabygg-
ingum borgarinnar skili til-
ætluðum arði í auknum
þroska og starfsgetu hinnar
uppvaxandi kynslóðar, nema
til komi samstillt átak ríkis
og bæjarfélags um að leita
inn á nýjar brautir í þessum
efnum.
iysteinn og gufuborinn
Eins og margir vita var á
sínum tíma myndað sameignar-
félag ríkisins og Reykjavíkur-
borgar um kaupin og rekstur-
inn á gufubornum. Þá var Ey-
steinn Jónsson fjármálaráð-
herra. Var bess óskað að ríkið
gæfi eftir liluta Reykjavikur af
tollum og aðflutningsgjöldum
af bomum. Þetta var að dómi
flestra mjög sanngjöm og eðli-
leg ósk, sem sjálfsagt hefði ver-
ið að taka til greina.
En fjármálaráðherra Fram-
sóknar var á annarri skoðun.
Hann fékk þarna tækifæri ti. \ð,
sýna iu sinn og flokks síns til i
Reykiavíkur. Hann harðneitaði
að fella gjöidin niður, og með
því móti greiddi Reykjavík raun
verulega ein allan borinu.
Þetta er eitt dæmið um af-'
stöðu Framsóknar til Reykja-
víkur, og gott að rifja það upp
núna, þegar framsóknarmenn
em að bjóða borgarbúum upp á
tvo fulltrúa I borgarstjóm.
Krusév boöar
sprengingar
Krúsév tilkynnti í fyrrad. í ræðu í
Búlgariu, að hafinn væri undirbún-
ingur að nýjum kjarnorkuspreng-
ingum Rússa.
Hann bar því við, að þetta væri
afleiðing kjarnorkusprenginganna
á Kyrrahafi.
— Krúsév er í viku heimsókn í
Búlgaríu, — sem mun m.a. hafa
verið ákveðin vegna þess, að þar
kve óvænlega horfa um efnahag
Iandsins.