Vísir - 18.05.1962, Side 9
Fostudagur 18. maí 1962.
VISIR
Vopnahlé
aldrei virt
Tj'NN einu sinni beinist athygli
^ manna að Indó-Kína, þessu
torfæra, fjöllótta og frumskóga-
klædda landi sem er byggt mörg
um frumstæðum þjóðum, hræri-
graut kínverskra og burmanskra
þjóðflokka.
Á þessu svæði hefur stríð
geysað nærri því stöðugt frá
lokum heimsstyrjaldarinnar. —
Það hefur verið óhugnanlegt
frumskógastríð og skæruhernað
ur. Sjaldan hefur slegið í fólk-
orrustur, en allt landið hefur
verið ótryggt. Skæruliðar hafa
læðzt um í náttmyrkri, drepið
menn, sprengt upp járnbrautir
og brýr og brennt bæi. Á dag-
inn hafa þeir horfið eins hljóð-
látlega og þeir komu inn í frum
skóginn.
Frakkar voru þeirri stundu
fegnastir, er þeir gátu yfirgef-
ið þetta land eftir að hafa m.a.
komizt í hann krappan við Dien
Bien-phu eins og frægt er orðið.
Hermenn þeirra sem sigldu
brott áttu margar óhugnanlegar
endurminningar um nótt í frum
skógi, þar sem skuggalegir
skæruliðar kommúnista voru
einnig á ferli, eða frá einöngruð-
um virkisbyrgjum, þar sem þeir
voru umkringdir af hljóðu en
miskunnarlausu óvinaliði. Þó
hinn franski her færi úr einum
eldi í annan, þar sem Alsír-
styrjöldin hófst um sama leyti
og þeir yfirgáfu Indó-Kína var
þó ekkert í Alsír sem yfirgekk
óttann og óhugnaðinn Tnrníi'
græna víti frumskóganna.
OMMÚNISTAR virtust taka
JV upp friðsamlegri stefnu eft-
ir fráfall Stalins og náðist þá
samkomulag við þá um vopna-
hlé í Indó-Kína. Gerðist það á
ráðstefnu í Genf 1955.
Það var þó síður en svo að
kommúnistar töpuðu á því sam-
komulagi. Þeir fengu viður-
kennd yfirráð sín yfir norður-
hluta Vietnam, meðan and-
kommúnistar héldu suðurhluta
landsins. Þá var ákveðið í samn
ingum að sjálfstæði hinna
tveggja indó-kínversku konungs
ríkja, Laos og Kambodja skyldi
virt, styrjaldaraðiljar mættu
ekki fara með herlið inn í þau.
Það þarf varla að taka fram,
að kommúnistarnir hafa þrált
fyrir undirritun þessa samnings
lálið sem hann væri ekki til og
aldrei fylgt settum reglum. Þeir
hafa aðeins litið á vopnahlés-
samninginn sem skref til fram-
haldssóknar. Þannig var þetta
líka á sfnum tíma í borgarastyrj
öldinni í Kína, að vopnahlés-
samningar voru kærasta tæki
kommúnista til að styrkja vald
sitt á þeim svæðum sem þeir
höfðu komizt yfir og ágætt
skálkaskjól til að halda áfram
að dreifa flugumönnum sínum
og skipuleggja skæruliðaflokka
handan vopnahléslínunnar. —
Styrjöldin f Indó-Kína var ekk-
ert nema beint framhald borg-
arastyrjaldarinnar f Kfna.
/'kLL þessi ár' sem liðin eru frá
undirritun vopnahléssamn-
ingsins hafa kommúnistar magn
að skæruliðahernaðinn í þeim
héruðum, sem þeir réðu ekki
yfir. Bófaflokkar þeirra hafa
leikið lausum hala f flestum hér
uðum Suður-Vietnam og þeir
hafa heldur ekki skirrzt við að
senda fjölmennt herlið inn í kon
ungsríkið Laos, svo að þeir hafa
það nú að mestu á valdi sinu.
Þeir eru allsráðandi í fruniskóga
klæddum, óbyggðum fjallgörð-
um Laos-ríkis sem teygja sig
langt suður eftir Indó-Kína og
eftir þessum fjallgörðum eiga
kommúnistar örugga en að vfsu
langsótta flutningaleið fyrir
skæruliðaflokkana beint frá höf
uðstöðvum sínum í norðurhluta
Iandsins suður að hjarta lands-
ins kringum höfuðborgina Sai-
gon.
Ég minnist þess að s). haust
þegar Berlínardeilan var mest á
döfinni, þegar kommúnistar
voru að reisa múrvegginn mikla
og margir óttuðust að styrjöld
væri að skella á, — þá átti
Kennedy forseti einu sinni fund
með blaðamönnum. Allt í einu
sagði hann í miðju kafi, þegar
ustu aðstæður. Þeir klæðast
flestir dökkum stuttbuxum og
bómullarskyrtum sem gera þá
óþekkjanlega frá bændum. En
ef þeir lenda í bardaga taka
þeir upp úr vasa sínumlituðarm
bindi eða slæður svo þeir geti
þekkt hvorn annan. Á höfði
hafa þeir stráhatta eins og
bændur nota, á fótum strigaskó
með gúmmísólum. Á bakinu
bera þeir riffil og Iítinn bakpoka
úr nyloni sem inniheldur hengi-
rúm úr nyloni, flugunet, kaðal-
spotta og lítinn belg með hrís-
grjónum. Þetta er allur útbún-
aðurinn.
Þeir eru vandir á að lifa f
frumskógum.iog eru stæltir og
viðbragðsfljótir eins og skógar*
yfirburði, Komi það í ljós að
andstæðingurinn sé sterkari,
hætta þeir við árásina og hverfa
á brott.
Hermdarverk skæruliðanna
beinast fyrst og fremst gegn
öllum greinum ríkisvaldsins.
Þeir eyðileggja samgönguleiðir
og ráðast á embættismenn, svo
sem þorpsstjóra, lækna og kenn
ara. Þar sem þeir ná mestum
árangri flýja embættismennirnir
og héraðið verður stjórnlaust,
— og í rauninni á valdi komm-
únista.
Það er ein meginregla skæru-
liðanna að koma sér í mjúkinn
hjá fátækum bændum, hjálpa
þeim og telja þeim með öllum
ráðum trú um að kjör þeirra
Foringjar flokkanna í Laos á
Phouma forbngi „hlutlausra“,
hann var að ræða Berlínarvanda
málið: „Við megum þó ekki
gleyma því að hættan er enn
meiri í 5000 mílna fjarlægð,
hinu megin á hnettinum, — í
Suðaustur Asíu, þar sem landa-
mæranna er ekki gætt eins vel,
þar sem erfiðara er að finna ó-
vininn og þar sem hinir fátæku
íbúar skilja ekki eins vel hætt-
una frá kommúnismanum".
TTINIR kommúnisku skærulið-
ar, sem læðast um nátt-
myrkur frumskóganna eru mjög
vel þjálfaðir í þessari sérstöku
hernaðaraðferð. Margir þeirra
hafa verið á sérstökum herskól-
um norður í Kína, þar sem
skæruliðahernaður er sérgrein.
Þeir eru sérstaklega æfðir í því
að geta bjargað sér við erfið-
fundi um stjómarmyndun í Gefn. Talið frá vinstri: Souvanna
Boun Oum foringi andkommúnista.
dýr. Þeir hafast að jafnaði við
í öruggum fylgsnum uppi í
skógiklæddum fjöllum. Þar er
með þeim hópur pólitískra
flokksstjóra, sem æfa þá í
kommúnískum hugsunarhætti
og þar hafa þeir útvarpsvið-
tæki til að hlýða á áróður komm
únista-útvarpsstöðvarinnar I
Hanoi.
Þeir flytja sig milli fylgsna
og gera árásir niður í byggðirn-
ar að næturlagi. Yfirleitt eru
þeir aðeins léttvopnaðir með
riffla, skammbyssur, hand-
sprengjur, jafnvel spjót. Þeir
hafa sjaidai. vélbyssur.
Þessi hernaður byggist á þvf
að landið er víðáttumikið og
ógreiðfært, og fátt um varnir f
sveitunum. Skæruliðarnir leggja
þvf aðeins til atlögu að þeir hafi
1
Föstuda
i
•k.
muni batna i.udir kommúnískri
stjórn. Þar sem kommúnistar
verða allsráðandi framkvæma
þeir jarðaskiptingu, sem smá-
bændum þykir mjög vænt um.
TTINIR andkommúnisku stjórn
endur landanna hafa staðið
ráðalausir gegr þessum ófögn-
uði. Það var Ioksins á sl. ári sem
stjórn Suður-Vietnam hóf víð-
tækar aðgerðir með aðstoð
Bandaríkjamanna til að efla al-
mannavarnir og til að vinna
bændur til fylgis við sig f bar-
áttunni gegn kommúnistum. Að
gerðir þessar eru mjög víðtæk-
ar og einkum fólgnar í því að
safna bændum saman í ramm-
lega víggirt þorp. Sýnir reynsl-
an að þeir Iáta sér það vel
lynda, ef breytingunni fylgja
kjarabætur, almenn fræðsla og
góð heilbrigðisþjónusta.
Til sjálfra hernaðaraðgerðanna
hefur ógrynni af þyrilvængjum
verið tekið í notkun, sem gerir
það kleift að bregða nú mjög
skjótt við og senda liðsauka þeg
ar í stað þangað sem skærulið-
ar láta á sér kræla. Hefur þessi
herferð þegar borið svo góðan
árangur, að menn eru nú von-
betri að skæruliðar kommún-
ista missi stuðning alþýðunnar
og verði síðan upprættir með
sama hætti og suður á Mal-
akka-skaga fyrir nokkrum ár-
um.
ÍV'ORÐUR í Laos er ástandið
hins vegar orðið svo miklu
verra, að menn efast um að því
landi verði bjargað. Þar hafa
kommúnistar komið á fót svo
öflugum her, að hann þarf ekki
lengur að fela sig í frumskóg-
um, heldur er hann þess megn-
ugur að sækja fram opinber-
lega og hefja vígstöðvahernað.
Mikill hluti hans kemur frá
Norður-Vietnam og hefur þung
hergögn eins og fallbyssur.
Hafa rússneskar flugvélar með
rússneskum áhöfnum stöðugt
staðið f selflutningum á herliði
og vopnum frá Hanoi.
í Laos féllust kommúnistar á
það í fyrra að gera sérstakt
vopnahlé, en það er eins með
það og önnur vopnahlé sem
þeir gera, að þeir hafa notað
það dyggilega til að treysta að-
stöðu sína
Komust Bandaríkjamenn að
þeirri niðurstöðu í fyrra, að von
laust væri að halda áfram stuðn
ingi við andkommúnista í Laos,
en vænlegrs. væri að reyna að
ná samkomulagi við kommún-
ista um myndun stjórnar undir
forustu ,,hlutlauss“ manns Sou-
vanna Phouma prins, en með
þátttöku bæði kommúnista og
andkommúnista. •
’C'ORUSTUMENN allra þessara
flokka hafa tekið þátt í við
ræðum um stjórnarmyndun, er
fram hafa farið í Genf, en það
strandað á þvf að kommúnistar
hafa heimtað annaðhvort yfir-
ráð lögreglu landsins eða hers.
Þetta hafa andkommúnistar
ekki getað fallizt á og því hefur
ekkert orðið úr stjórnarmynd-
un. Hafa Bandaríkjamenn þá
reynt að þröngva foringja
andkommúnista Boun Oum
prins til að fallast á að „hlut-
lausir“ nenn tækju við em-
Framh. á 13. síðu.
Hér sjást nokkrir handteknir skæruliðar kommúnista í fangabúðum skammt frá Saigon.
eftir Þorstein Thorarensen