Vísir - 18.05.1962, Side 16

Vísir - 18.05.1962, Side 16
Föstudagur 18. maí 1962. Som/ð nyrbra I gær tókust saruningar milli verkamanna og atvinnurekenda á Akureyri og Húsavík. Á Akureyri hækkar lægsta kaup um 9-10%, í 24,80 fyrir almenna verkamanna- vinnu. Hærri taxtar hækka um 6-7%. 25 krónur eru greiddar fyrir skipa- og steypuvinnu, 26,50 fyrir salt- og kolavinnu, vinnu á loft- pressum o.fl., 28,50 fyrir sements- vinnu, fiskuppskipun o.fl. Greiddar verða 29,50 fyrir stjórn á jarðýt- um og vélskóflum og hæst, 33,50 fyrir box- og katlavinnu. Á Húsavík eru samningar mjög svipaðir. Hækka um 10% fyrir lægstu laun, en tæp 6% fyrir á hærri taxta. Innifalin í þessu er 4% kauphækkun sem koma átti til framkvtemda 1. júní. Ðagsbtvn tapar vert fallsmá/i Nýlega er genginn dómur í Hæstarétti, þar sem Dagsbrún tap ar máli gegn Kassagerð Reykjavík ur er reis út af lögbanni því er Kassagerðin fékk framkvæmt gegn verkfallsvörðum Dagsbrúnar í fyrrasumar. Verður Dagsbrún að greiða 3000 krónur í kærukostnað. Staðfesti Hæstiréttur úrskurð bæj arþings um lögbannið á verkfalls- verði Dagsbrúnar. Dómur þessi mun skapa fordæmi um að unnt er að hindra ofbeldi verkfallsvarða með aðstoð laganna, en hingað til hafa margir ekki talið þá Ieið færa. Senniiega hafa fá dómsmál vak- ið meiri athygli almennings en mál Kassagerðar Reykjavíkur gegn Verkamannafélaginu Dagsbrún, Ekkert rékntíhaar Rannsókn flugslyssins að Korp- úlfsstöðum er í fullum gangi, sagði Sigurður Jónsson forstöðu- maður Loftferðaeftirlitsins Vísi i morgun. Sigurður sagðist telja að mótor flugvélarinnar væri ekki ver, farinn eftir óhappið en það, að hann væri enn gangfær, og að það myndi verða kannað í dag. Þá sagði Sig- urður að komið hafi í Ijós við at- hugun á flugvélarflakinu, að allir stýrisvírar hefði verið í fullkomnu lagi, verið tengdir og hefðu virkað eðlilega. Það væri enn ekkert kom- ið fram, sem benti til þess að neitt hafi bilað í vélinni áður en hún hrapaði. Þó væri á þessu stigi ekki unnt að fullyrða neitt um það, en haldið verður áfram að safna gögnum og rannsaka orsakir slyssins eftir því sem við verður komið. Á því ellefu ára tímabili sem flugskólinn Þytur hefur starfað hér á landi, er þetta þriðja flug- vél skólans sem ferst, þar sem dauðaslys verður jafnframt. Hin tvö urðu er flugvél fórst á Öxna- dalsheiði með 4 mönnum, og önn- ur, er Bandaríkjamaður leigði litla vél hjá skólanum og lenti á síma- línu við Neðrivötn fyrir neðan Síldarmjöl hækkar Verð á síldarmjöli hefur farið hækkandi að undanförnu, sam- kvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Útflutningsdeild Við- skiptamálaráðuneytisins í morgun. Jafnframt er verð á síldarlýsi mjög Iágt, og hefur ekki verið svo lágt á annan áratug. Verðið á mjölinu hefur farið hækkandi seinustu þrjár vikur og er nú 17 shillingar og 6 pönce á Framh. á bls. 5 Sandskeið með þeim afleiðingum að flugvélin hrapaði og flugmað- urinn fórst. Alls hafa því farizt 6 manns í flugvélum Þyts á þessu 11 ára tímabili, en það verður að teljast mjög lítið með tilliti til flug- stundafjöldans á þessu tímabiii. Alls höfðu verið flognar nær 27 þúsund klukkustundir fram til síð- ustu áramóta og líklega hátt á 3ja þúsund flugstundir siðan. Þetta verður að telja mjög lága slysa- hlutfallstölu miðað við flugstunda- fjöldann, Þá gat Sigurður þess enn fremur, að ekkert af framangreind- um dauðaslysum hafi hent nem- endur í flugi, heldur hafi þeir allir haft próf að baki. þar sem félagið og stjórnendur þess persónulega eru sóttir til saka vegna ,verkfal!saðgerða“ í síðasta Dagsbrúnarverkfalli. Lengi hafa menn haft það á tilfinning- unni, að starfsaðferðir kommún- istaieiðtoganna í verkvöllum sam- i-ýmdust ekki fyrirmælum lands- laga, en Kassagerðarmálið svo- nefnda opnaði augu almennings fyrir þeirri staðreynd, að í verk- föllum hefur íslenzkum kommún- istum leyfzt um áratugi að fremja lögbrot, sem hvergi mundu látin viðgangast í lýðfrjáisu réttarríki. ■)Ir Lögbannið. Kassagerð Reykjavíkur fékk lög manni til meðferðar að firra fyrir tækið tjóni, er óboðnir gestir rudd ust heimildarlaust inn í verksmiðj- una og stöðvuðu menn við störf sín. Lögbann var lagt gegn -,,að- gerðurn", sem komúnistar höfðu talið verkfallsmönnum trú um, að væru löglegar. Síðan fór lögmað- urinn í staðfestingarmál og skaða- bótamál á hendur Dagsbrún og forsprökkunum, sem aliir eru kommúnistar. Lögmaður Dagsbrún ar reyndi að fá iögbannsmálinu vísað frá fógetarétti. Það mis tókst. Hæstiréttur hratt frávísunar kröfunni með dómi. Þá reyndi lögmaður Dagsbrúnar að fá málinu vísað frá bæjarþingi, Framh. á bls. 5 Þessi mynd er tekin þegar' átökin urðu við Kassagerð ( Reykjavíkur í fyrra. Lögre^ an var kvödd til að hafa iiemll1 á þeim Dagsbrúnarmönnum,, undir stjórn Guðmundar jaka, ( sem verst höfðu sig í frammi,1 og ætluðu með lögbrotum að! hindra rekstur verksmiðjunn- ar. Málið fór fyrir dómstóla og 1 hafa Dagsbrúnarmenn tapað ] því. (Sjá frásögn). Bragi Hannesson bæjarstjóraefni Sjálfstæðis- manna í Kópavogi Bragi Hannesson, lögfræðingur, hefir gefið kost á sér til að vera bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi ef sjálfstæðismenn ná þeirri aðstöðu að ráða bæjar- stjóra eftir kosningarnar sem í hönd fara. Bragi er ungur maður, aðeins þrltugur að aldri, en hann hefir þegar getið sér gott orð fyrir starf að félagsmálum. Sl. fjögur ár hefir Bragi verið framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna og staðið sig ágætlega vel í þvi starfi -em og öðru sem hann hefir tekið til hendi við. Bragi Hannesson er fæddur ár- ið 1932, sonur hjónanna Ásdísar Þorsteinsdóttur og Hannesar Páls- sonar, skipstjóra. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og lögrfæði- prófi frá Fláskóla fslands 1958. Mikill hugur er nú í Sjálfstæðis- mönnum í Kópavogi að gera sigur flokksins sem glæsilegastan i kosn ingunum. Listi sjálfstæðismanna er skipaður ungum og frámsýnum dugnaðarmönnum og því mjög sig- urstranglegur. Óhætt er að full- yrða að framboð Braga Hannesson ar til bæjarstjóra muni verða sjálf- stæðismönnum í Kópavogi til mik- ils framdráttar. Þrír Finnar heim- sækja ísland Sjálfsíæðisíó SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN biður sem flest stuðnings- fólk sitt að koma og aðstoða við skriftir í Sjálfstæðis- húsinu í dag og í kvöld. Þessa dagana dvelja þrír kunnir Finnar hér á landi, að mestu á veg- um Loftleiða, til að kynnast Iandi og þjóð, skrifa um það og taka Ijósmyndir. Einn þessarra þremenninga er ritstjóri áð stærsta vikublaði Finn- lands. Það heitir Seura og er mjög útbreitt þar I landi, kemur út í 300 — 400 þúsund eintökum. Rit- stjóri þessa blaðs heitir Tuovinen og er mjög kunnur maður í heima- landi sínu. í fylgd með Tuovinen ritstjóra er kunnur ljósmyndari, Saarinen að nafni og ætla þeir í félagi að viða að sér efni um land og þjóð til birtingar i riti þeirra Seura. Saarinen mun verða hér eftir nokkurn tíma til að viða að sér efni. Þriðji maðurinn í hópnum er einn af þekktustu rithöfundum Finna í dag, Sariola að nafni. Hann hefur alls gefið út 14 bækur,! þar af eru sjö leynilögreglusögur. ] í morgun skoðuðu Finnarnir i framkvæmdir hitaveitunnar í boði Reykjavíkurborgar og eftir hádeg- ið fóru þeir í boði Ferðaskrifstofu ríkisins austur í Hveragerði. Þeir fara heimleiðis á sunnudaginn, nema ljósmyndarinn sem verður hér eitthvað lengur. Annað kvöld koma, einnig á vegum Loftleiða sænskur blaða- maður og ljósmyndari, sömu eða svipaðra erinda og Finnarnir og verða hér eitthvað frameftir vik- Tsjombe til Leopoldville Tsjombe forsætisráðherra Kat- anga fer í dag til Leopoldville til viðræðna við Adoula forsætisráð- herra sambandsstjórnar. Líkur eru nú sagðar meiri fyrir samkomulagi en áður. — Tsjombe hefur skorað á sambandsstjórnina að sleppa úr haldi 4000 föngum, sem eru í fangelsum í Leopold- vilie. Sjá Ifhoðaliöar Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á aðstoð sem flestra sjálfboðaliða að halda við skriftir og þess háttar. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu í dag eða í kvöld. Bragi Hannesson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.