Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudagur 22. maí 1962. Öndanfarin tvör ái hefir sala á íslenzkum hrognum tii Grikklands farið ört vaxandi. Nokkurt magn hefur verið selt héðan árlega, fyrir þann tíma, en um verulegt magn hefur vart verið að ræða fyrr en tvö síðustu ár. Grískir innflytjendur hrogna hafa, fram til þess tíma, keypt megnið af þeim hrognum, sem þeir hafa haft þörf fyrir, frá Svíþjóð. Þau hrogn, sem þeir hafa fengið þaðan, hafa yfirleitt verið íslenzk. Nú hef ur þetta breytzt, þannig að um bein viðskipti íslendinga og Grikkja er að ræða. Það er hins vegar ekki allt, sem unnizt hefur I þessum mál- um, því að verð það, sem nu fæst fyrir hrognin, er inun hærra en það yerð, sem við gátum fengið á Svíþjóðar- markað. Hér hefur dvalizt, tvo und- anfarna mánuði, grískur kaupmaður, Constantine J. Lyberopoulus, og hefur á því tímabili keypt allmikið magn af íslenzkum hrognum, alls um það bil jafnmikið og aðr- ir grískir innflytjendur, til samans, á þessu ári. Fréttamaður blaðsins hitti Lyberopolus að máli, nú fyr- ir helgina, og ræddi nokkuð við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þér komið hingað til lands? „Nei, ég hef komið hingað tvívegis, bæði í fyrra og núna. í þetta skipti hef ég verið hér nokkru lengur en í fyrra, eða alls um tvo mán- uði.“ Er það ekki mikil breyting að koma frá Grikklandi, hing- að til íslands, á þessum tíma árs? „Jú, að vísu — en eftir nokkra daga kann ég vel við mig, kuldinn segir ekki til sín, nema allra fyrst. Annars skyldi enginn halda, að það geti ekki snjóað í Grikklandi. í norðurhlutanum getur oft og tíðum snjóað eins mikið, ef ekki meir en á íslandi. T. d. má nefna það, að á Olymps-fjalli er snjór allt árið. Ég kem hins vegar frá Aþenu, og þar er loftslagið mjög gott, raki íítill. Þegar komið er fram í maímánuð Viðskipti við ísland miklu hagkvæmari þar, þá verður talsverð breyt ing á lífinu í borginni — fólk- ið flytur að hálfu leyti, ef svo má segja, út á göturnar. Kaffið sitt drekka menn á útiveitingahúsum, og kvik- myndir eru jafnvel sýndar ut- an húss.“ Tilgangurinn með komunni ningað hefur fyrst og fremst verið að kaupa hrogn? „Já, til þess kom ég. Ég Constantine J. Lyberópoulus. het nú lokið innkaupunum að þessu sinni, og hef keypt alls um 5000 tunnur af hrognum. Þetta er í annað skipti, sem t'yrirtækið, sem ég vinn hjá, kaupir beint héðan frá ís- landi. Við höfum aftur á móti stundað verzlun með fisk og fiskafurðir mjög lengi. Faðir minn á fyrirtækið, John Lyb- eropoulus & Co, afi minn á undan honum, svo að það er raunverulega fjölskyldu- fyrirtæki. Magnið, sem við kaupum núna, er allmiklu meira en við keyptum í fyrra.“ Hvað veldur því, að nú er farið að kaupa beint frá ís- landi? „Áður fyrr keyptum við megnið af hrognum okkar frá Svíþjóð, en það munu hafa verið íslenzk hrogn. Þau seldu Svíarnir aftur úr landi. Að mínum dómi eru þetta miklu hagkvæmari viðskipti, fyrir báða aðila, því að Sví- arnir hafa verið nokkurs kon- ar milliliðir um þessi við- skipti, en þeir eru nú að mestu úr sögunni." Eru hrogn vinsæll réttur í Grikklandi? „Já, vinsæl eru þau, — en hins vegar byggjum við aðal- sölu okkar á neyzluvenjum, á tveimur tímum árs, fyrir páska og jólin. Þá fasta menn, og á þeim tíma er mikið borðað af hrognum." Hvernig borðið þið hrogn- in — á sama hátt og I’slend- ingar? „Nei, við, sem flytjum þau inn, kaupum þau sykursölt- uð, í tunnum. Við þurrkum þau síðan, til þess að fá úr þeim mesta vatnið, og selj- um þau svo í allstórum um- oúðum í verzlanir. Þar eru þau seld i litlum umbúðum, 50 og 100 gr. pökkum. Fólkið býr úr þeim svo- kallað tarana-salat, sem er hrogn olívuolía, sitrónur og fleira. Þetta salat hefur hins veg- ar náð miklum vinsældum, og það er hægt að fá í hverju veitingahúsi, allan ársins hring.“ Hvað viljið þér segja um persónueinkenni íslendinga og Grikkja? „Hvað umgengisvenjum við kemur, þá eru þær miklu frjálsari og viðkunnanlegri hjá ykkur. Ég held næstum að ég hafi hvergi komið, þar sem hægt er að eignast jafn marga vini á jafn skömmum tíma og hér á íslandi. Ég held mér sé óhætt að segja, að ég eigi nú fleiri vini á Is- landi en samanlegt annars staðar. Islendingar eru mjög gest- risnir — og þó ég segi sjálf- ur frá, þá held ég að segja megi það sama um Grikki. Sums staðar í Grikklandi gengur það nær úr hófi — finnst sumum — en þar er ekki óalgengt, að fjölskyld- ur bjóði jafnvel ókunnugu erlendu fólki að dveljast i húsum sínum án endurgjalds. Hvað sjálfum persónuein- kennunum viðvíkur, þá eru Grikkir heitari í skapi en Is- lendingar, það getur fokið illi lega í þá, — en þeir eru að sama skapi fljótir að gleyma því, sem á milli bar, og lang- ræknir geta þeir ekki talizt.“ Hvað er að segja um grisk einkenni. Hafa þau haldizt, — og hve mikið gætir gömlu menningarinnar? Hér á Is- landi eru Grikkir sennilega þekktastir fyrir menningu sína. „Þjóðareinkenni held ég að séu allsterk. Eitt sinn unnu Rómverjar Grikkland, og þá var Grikkland raunverulega grísk-rómverskt um tíma. — Hins vegar er ekki hægt að segja, að neitt eimi eftir af þeim áhrifum. Þjóðernistilfinning er sterk meðal fólks, og ef einhver hætta steðjar að landinu, þá kemur hún strax fram, sem heilsteypt samstaða. Jú, það er rétt, við erum enn hreyknir af okkar gömlu menningu, og sennilega ber hana .oftar á góma í Grikk- landi en flest annað. Við get- um öll lesið gömlu grískuna, hún er kennd í skólum. — Reyndar er málið ekki það mikið breytt, að útlendingur, sem aðeins kynni ný-grísku, myndi sennilega geta lesið sér til gagns í gömlum ritum. Þau eru hins vegar mismun- andi þung aflestrar. Senni- lega er Hómer erfiðastur." Svo við víkjum nú að öðru, — er Grikkland ekki orðið mikið ferðamannaland? „Jú, ferðamannastraumur- inn hefur aukizt mikið síð- ustu árin, og gjaldeyristekjur af honum eru allverulegar. Þó er ekki hægt að segja, að ferðamenn séu „atvinnuveg- ur“ eins og í mörgum öðrum löndum. Það er ekki svo ýkja dýrt að vera þar a. m. k. allmiklu ódýrara en hjá ykkur hér á íslandi.“ Hvað vilduð þér segja frek ar um dvölina hér? „Ég vil bara segja það, að hún hefur verið mjög skemmtileg og ánægjuleg, í alla staði. Ég hef eignazt mikið af góðum vinum og er staðráðinn í því að koma hingað aftur, helzt á hverju ári. Ég vil loks þakka öllum, sem gert hafa götu mína greiðari, sérstaklega vinum mínum hjá Friðrik Jörgen- sen, því að við þá hef ég átt nær öll mín viðskipti. Einnig bið ég að heilsa öðrum, sem ég hef átt viðskipti eða önn- ur samskipti við.“ e/ v/ð Constantine J. kaupmann, sem Lyberopoulus, griskan hér hefir dvalizt Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu stofnab Sjálfstæðisfélag Eyr- arsveitar stofnað Stofnfundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu var haldinn í samkomuhúsinu í Grafarnesi þriðjudaginn 15. maí s.l. Fundinn sátu um 40 fulltrúar víðsvegar að úr Snæfells- og Hnappadalssýslu. i’á mættu á fundinum þeir Þor- valdur Garðar iristjánsson, fram- kvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokks- flokksins og Sigurður Ágústsson, alþingismaður. Sigurður Ágústsson setti fund- inn og skipaði tildrög hans og til- nefndi sem fundarstjóra Hinrik Jónsson, sýslumann, Stykkishólmi og fundarritari var Víkingur Jó- hannsson, fulltrúi, Stykkishólmi. flutti raíðu um skipuiagsmál Sjálf- stæðisflokksins og ræddi sérstak- lega þau störf og hlutverk, sem fulltrúaráðum Sjálfstæðisfélag- anna eru ætluð. Skýrði hann frum- varp að lögum fyrir fulltrúaráðið og var það samþykkt. I stjórn fv.lltrúaráðsins voru kosnir Hinrik Jónsson, sýslumað- ur, formaður, Halldór Frimanns- son oddviti Grafarnesi, séra Magn- ús Guðmundsson, Ólafsvík, Svein- björn Benediktsson, símastjóri Hellissandi, Haukur Sigurðsson, oddviti, Hlíðarholti Staðarsveit og Stefán Ásgrímsson, bóndi, Stóru- þúfu, Miklaholtshreppi. Auk þess eru formenn Sjálfstæðisfélaganna í umdæminu sjáífkiörnir í stjórn fulltrúaráðsins. í varastjórn full- trúaráðsins voru kjörnir Ólafur Guðmundsson, sveitarstjóri, Stykk ishólmi, Bjarni Sigurðsson, hrepp- stjóri, Berserkseyri, Hinrik Kon- ráðsson, oddviti, Ólafsvík, Guðjón Ormsson, rafvirkjameistari, Hellis- sandi Vilhjálmur Ögmundsson, bóndi Narfeyri, Jón Gunnarsson, bóndi Þverá og Páll Sigurbergs- son, bóndi Haukatungu. Þá fór fram kosning á fulltrúum í Kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Fundarstjóri: Hinrik Jónsson, sýslumaður, sleit síðan fundi með nokkrum hvatningarorðum til full- trúanná. Var fundur þessi hinn á- nægjulegasti og þágu aðkomu- menn raususrlegar kaffiveitingár Sjálfstæðismanna í Grafarnesi. Þriðjudaginn 15. maí kl. 8.30 var settur stofnfundur Sjálfstæðis- félags fyrir Eyrarsveit 1 Snæfells- sýslu. Var fundurinn haldinn í samkomuhúsinu í Grafarnesi. Á fundi þessum mætti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmda stjóri Sjálfstæðisflokksins og Sig- urður Ágústsson alþingismaður. Sigurður Ágústsson setti fund- inn og lýsti tilefni hans og til- nefndi sem fundarstjóra Halldór Finnsson, oddvita og fundarritari var séra Magnús Guðmundsson, Setbergi. Þcrv'aldur Garðar Kristjánsson flutti síðan ræðu um skipulag Sjálfstæðisflókksins og flokks- starfið í Vesturlandskjördæmi og skýrði frumvarp að lögum fyrir hið nýja félag. Fundarstjóri las því næst upp nöfn stofnenda félagsins, sem voru 110 að tölu. Þá voru lög sam- þykkt fyrir félagið og hlaut félag- ið nafnið Sjálfstæðisfélag Eyrar- sveitar. í stjórn félagsins voru þau kjörin Emil Magnússon, verzl- unarstjóri, formaður, Bjarni Sic- urðsson, hreppstjóri, Ragnar Guð- jónsson forstöðumaður, frú Áálaug Sigurbjörnsdóttir og frú Dóra Haraldsdóttir. I varastjóm voru kosnin þau Halldór Fúu^sot. odi. viti Soffonías Ceciisson, skipeijón, Framh. & bís. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.