Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. maí 1962. VISIR ; Vildi óska að öll Norðurlöndin tengist Efnahagsbandalaginu Fréttamaður Vísis átti í gær stutt samtal við dr. Kjeld Philip efna hagsmálaráðherra Dana sem nú er staddur hér á landi í sambandi við ráð herrafund Norðurlanda. Dr. Philip hefur verið ráðherra í fimm ár, en tilheyrir Róttæka flokkn um (Radikale venstre) í þeirri samsteypustjórn, sem nú stendur. Hann er hinn geðugasti maður. Ekki kvaðst hann fyrr hafa komið til fslands, en kvað það ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að sjá landið. Kom frá Lundúnum. — En þér hafið þurft að ferðast mikið að undanförnu í Evrópu vegna viðræðna um Efnahagsbandalagið spurði fréttamaðurinn eftir að ráð- herrann hafði boðið honum sæti í skrifstofu danska sendi- ráðsins. — Ekki svo mjög mikið, svar aði ráðherrann þv£ að utanríkis- ráðuneytið annast þær viðræð- ur að mestu. Nú skömmu áður en ég Iagði af stað til íslands, hafði ég þó vérið £ viðræðum f London. Viðræður hafnar. — Eruð þið Danir ákveðnir i að ganga f Efnahagsbandalag Evrópu? — Þér vitið að við höfum sótt um inngöngu i bandalagið og fyrstu viðræðurnar eru hafnar. Hitt getur maður ekki sagt um hvort árangur muni verða i þeim. Er mjög mikið undir því komið hvernig við- ræður um aðild Breta ganga. En viss vandamál eru í sam-- bandi við aðild Breta, -'yrst og fremst landbúnaðarmálin og afstaðan til Samveldislandanna, en starfsgrundvöllur brezka Dr. Kjeld Philip efnahagsmálaráðherra Erfitt að standa úti. — Þýðir það kannski að það sé útilokað fyrir Dani að standa utan Efnahagsbandalagsins? — Ég segi það ekki, en ég vildi orða það svo að það væri ákaflega erfitt. — En gætu Danir þó ekki staðizt það, þar sem þeirra landbúnaður stendur framar en landbúnaður flestra annarra ríkja? — Það væri mjög erfitt, vegna hinnar hörðu samkeppni á landbúnaðarmarkaðnum. Nú Samtal v/ð dr. Kjeld Philip efnahagsm. ráðherra Dana landbúnaðarins er talsvert frá- vikinn því sem gerist á megin- landinu. — Eru það ekki einnig land- búnaðarmálin sem skipta mestu niáli fyrir Dani? — Jú vissulega. Tæpur helmingur alls útflutnings okk- ar eru landbúnaðarafurðir og ef Bretland gengi i Efnahagsbanda lagið þá færi 85% af útfluttum landbúnaðarvörum okkar til bandalagsrikjanna. eru t. d. mjög miklar framfarir í landbúnaði Norður-Frakk- lands og þar gætu þeir aukið framleiðsluna svo að ekki yrði þörf fyrir framleiðslu Dana i Efnahagsbandalaginu, Saman við þetta renna svo þau efnahagsvandamál heima fyrir hjá okkur í Danmörku, að það hafa verið stöðugir mann- flutningar úr sveitum frá land- búnaðinum til borganna. Sá flótti myndi halda áfram ef við En það er ljóst, að ef Danir ganga í Efnahagsbandalagið munu Færeyjar ekki standa fyr- ir utan. Annars munum við fylgjast með því hvað Norð- menn gera, þeir hafa sótt um aðild að Efnahagsbandalaginu eins og við, en fyrir þá er mjög mikilvægt að sjávarútvegurinn fái sérstöðu. Vandamál þeirra eru lík og vandamál Þjóðverja. Úttast ekki erlent fjármagn. — Nú er önnur hætta, sem stundum er talað um, dr. Phil- ip, það er að það sé hættulegt fyrir smáriki að heimila ótak- markaðan innflutning á erlendu fjármagni. — Hvernig lítið þið Danir á það? — Auðvitað er nokkur hóp- ur manna hjá okkur mótfallinn þessu, og óttast það, en hinn hópurinn er miklu stærri sem sér mikinn hag i því fyrir danskt athafnalif að fá mikið fjármagn. Niðurstaðan hefur orðið sú, að við gerum ákaflega lítinn fyrirvara, við æskjum þess eins að kaup útlendinga á dönskum skuldabréfum og hlutabréfum verði takmörkuð í tvö ár. — Gætir þess meðal Dana, að þeir séu mótfallnir Efnahags- bandalaginu vegna reynslunn- ar af Þjóðverjum úr styrjöld- inni? — Það eru til hópar manna f Danmörku sem eiga mjög erfitt með að sætta sig við aðild að Efnahagsbandalaginu af þess- um sökum. En við megum ekki gleyma þvi að það eru fleiri þjóðir í bandalaginu en Þjóð- verjar. Það hefur sérstaka þýð- ingu fyrir okkur ef Bretar ger- ast líka aðiljar, — það er ekki af tilviljun sem við óskuðum aðildar í kjölfar Breta. Og svo vil ég bæta því við, að Dan- mörk hefur haft náið samstarf við Þýzkaland sem í dag er alls ekki sama Þýzkaland og það sem menn kynntust á dögum nazista. Samstaða Norður- landa æskileg. ■ — Er ekki hætta á sundrung norræns samstarfs vegna ólíkra sjónarmiða gagnvart Efnahags- bandalaginu? — Við Danir óskum þess eindregið að öll Norðurlöndin geti á einn eðá annan hátt orðið tengd Efnahagsbandalaginu. Það skiptir ekki meginmáli fyrir okkur, hvort þar er um fulla aðild að ræða eða ein- hvers konar aukaaðild. En við fögnuðum því vissu- lega þegar Norðmenn leituðu eftir sömu leið og við, og við bíðum með áhuga eftir því, hvaða afstöðu ísland tekur. stæðum utan bandalagsins, en draga ur honum, ef við yrðum aðilar. Sérstaða fiskveiðanna. — Nú hefur það mikla þýð- ingu fyrir okkur íslendinga, að vita hvernig fiskimálunum reið- ir af í samr.ingum við Efnahags bandalagið. Eruð þið farnir að ræða um það mál við Efnahags- bandalagið fyrir hönd Færey- inga? — Staða fiskveiðanna er mjög óljós og jafnvel erfiðara að leysa þau vandamál en vandamál landbúnaðarins. Það eru svo ,nörg atriði s'em koma þar til athugunar. Sú megin- regla gildir I Efnahagsbandalag inu að borgarar allra aðildar- ríkjanna eigi að hafa sömu að- stöðu til atvinnurekstrar og í verzlun, eins og borgarár lands- ins sjálfs. En varðandi fiskveið- arnar koma upp vandamál eins og það hvort fiskimenn úr öðr- um ríkjum eigi að fá að veiða innan landhelgi, hvort þeir eigi að hafa rétt til að reka útgerð í öðrum löndum, veiða við ísland, að vera skrásett á ís- landi eða þarf þess ekki. Þann- ig líta vandamál fiskveiðanna út, þau eru alveg sérstök og við biðjum um sérstaka skipan þessara mála fyrir Færeyjar. Áldreitekizt — Framh. af bls. S sér betri kjör en þetta. Þetta er miklu hagstæðara en að byggja sjálfur. Mig hefur lengi langað til þess, en það borgar sig ekki miðað við þetta. — Hvað er mikið komið í íbúðina af peningum, eftir að þið tókuð við henni? — Ég reikna með að það séu um 60 þúsund. Mest af því hef- ur farið i efni, svo sem hrein- lætistæki, hurðir, málningu og timbur. — Hefur þú mikið gert af þessu sjálfur? — Ég hef gert þetta allt sjálf ur með aðstoð kunningja. Við höfum til dæmis málað allt sjálf, en málingin ein kostaði milli sex og átta þúsund. Kunningjarnir hafa hjálpað mér mikið. Til dæmis byggði einn þeirra eldhúsinnrétting- una. Mér er óhætt að segja að þetta hefði aldrei tekizt ef þeirra hefði ekki notið við. — Þið eruð ánægð hér? Við höfum verið sérlega heppin með íbúð. Við höfum sennilega bezta útsýnið af í- búðunum hér í Skálagerðinu. Það er alveg dásamlega fallegt hér á kvöldin, sérstaklega við sólarlag. Or svefnherberginu sjáum við svo austur yfir Vog- ana. Það trúir þvi enginn hver munurinn er. um? Já, það gerðum við um miðjan desember. Okkur var af- hent íbúðin um mánaðamót okt óber og nóvember. — Hvað er íbúðin stór? — Hún er 60 fermetrar, tvö herbergi og eldhús. Við bjugg- um áður í einu herbergi og eld- húsi. (Við ljósmyndarann) Fram átti miklu meira í leiknum fram an af. Þetta var nokkuð hættu- legt hjá Hallgrími á elleftu mín- skaut af vítateignum, svo að Fram átti nú ekki leikinn eitt, framan af. — Nú fórnum vér höndum. Frúin hefur ekki tekið þátt i þessum umræðum, svo að vér snúum til hennar i von um að hún sé ekki eins upptekin. — Hvernig kunnið þið við ykkur hér? — Þetta er ótrúlegur munur. Það er afar þægilegt að búa hér. Hverfið er ákaflega rólegt. — Hvað kostar þessi ibúð? — Hún kostar 247,000 krón- ur eins og við tókum við henni. Hvað hún kostar nú veit ég ekki fyllilega. Það er ekki svo gott að átta sig á því þegar menn vinna mikið við það sjálf- ir. Við höfum sjálf málað allt nema eldhúsið og baðið. — Ei um öllu betri kjör að gera en þetta? — Ef ekki er hægt að kljúfa þetta svona er það ekki hægt. Þetta er nú samt dálítið erfitt. Við vinnum raunar bæði. Ég vinn £ fatageymslunni í Lídó á kvöldin. Þetta hefst þó, sem er fyrir öllu. Fram átti Framh. af bls. 9 útu. — Það munaði nú heldur ekki miklu hjá Jóni, þegar hann X D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.