Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. maí 1962. VISIR BjargaS úr kröggunum Framh. af 1. síðu. sagði Sigurður, að árið 1954 keypti ég tékkneska tveggja hreyfla flug- vél af geruinni Aero 45. Ég hafði sótt um leyfi til að mega kaupa bandaríska vél, en fékk synjun svo að mér datt í hug að reyna að fá tékkneska, því þá hafði verzlun beinzt nokkuð austur á bóginn. Ég hafði lesið í enskum flugblöðum, að tékknesku vélarnar reyndust vel. —' En hún reyndist svo ekki sér- lega vel? — Nei, ég fór út og sótti hana til Prag og þá strax á heimleiðinni komu fram gallar á vélinni, svo ég varð að nauðlenda henni í Skot- landi. Stöðvuðust báðir hreyflar hennar þar vegna óhreininda í vél- unum. — Skuldaðirðu Tékkum nokk- uð fyrir vélina núna? I — Nei, ég hafði fyrir löngu borg að vélina upp. Hún kostaði um 140 þúsund tékkneskar krónur, sem var þá um 350 þúsund krónur ic Skuldaði fyrir viðgerð — En hún hefur orðið þér dýr í viðhaldi? — Já, mjög dýr og það hefur verið mjög örðugt að fá varahluti í hana. * Tékkarnir hafa verið stirð- ir að sinna kvörtunum um galla og sagt að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim. Hefur flugvélin staðið oft og lengi í bilunum og það dregið aftur úr tekjumöguleikunúm. Svo gerðist það síðast árið 1959, að önnur skrúfan fauk af henni við flugtak og skemmdi þá sveifarásinn svo ég varð að senda hreyfilinn til við- gerðar til Tékkóslóvakíu og fékk annan uppgerðan í staðinn. Kostn- aðurinn við það var um 15 þúsund tékkneskar krónur eða um 90 þús- und íslenzkar krónur og það hef ég ekki getað borgað enn. Vegna erfið leika við það og vegna þess að mér Iíkaði ekki vélin, m.a. var þyngdar- punkturinn rangur, þá fór ég þess á leit við tékkneska sendiráðið að ég fengi að skipta á henni og ann- arri tékkneskri vél af gerðinni Aero Morava og kæmi gamla vélin upp í helming verð hennar. Viital við Lange Framh. af bls. 16. sannfærður um að framtíðarhag landsins er bezt borgið í ein- hverskonar tengslum við Efna- hagsbandalagið, heldur Lange á- fram. Þrír fjórðu hlutar Stór- þingsins voru því samþykkir að við leituðum sameininga, en sá meirihluti þarf að vera að baki samþykktar þingsins síðar meir,! ef við ákveðum endanlega aðild. Auk þess höfum við ákveðið að láta fara fram þjóðaratkvæða greiðslu um málið þegar þar að kemur. Veiði í landhelgi? — -Ýms vandamál eru,bundin við þátttöku Noregs? — Já, spurningin um fiskveið ar útlendinga innan landhelgi er eitt þeirra. Slíkar veiðar er mjög erfitt að leyfa og stefna okkar er sú að fiskimenn strand héraðanna eigi einir að sitja að þeim veiðum. Þá má einnig nefna rétt útlendinga til at- vinnurekstur í landinu, t. d. í fiskiðnaðinum. Á þeim rétti eru vafalaust ýmsar takmarkanir æskilegar fyrir minni þjóðir og er þetta eitt af þeim atriðum, sem við munum ræða í Brússel, ásamt fiskveiðiréttindunum. Á þessu stigi má heita útilokað að segja um það hvort undanþágur verða leyfðar og þá hve víðtæk- ar þær verða. Enn hefir Efna- hagsbandalagið ekki mótað fiski málastefnu sína, en það verður gert nú í haust. Má þá ætla að línur skýrist. Tvö stig eru í þeim viðræðum sem við munum á næstunni eiga við ráðherranefndina í Brússel. Á fyrsta stigi viðræðnanna mun um við skýra sérstöðu okkar og vandamál. Á öðru stiginu verð- ur reynt að finna lausnir á þeim vandamálum í samræmi við ákvæði Rómarsamningsins ins og túlkun aðildarríkjanna. En þess má geta að enn er ekki allt tjóst um hvernig aðildar- ríkin túlka ýmis atriði samn- jngsins. Spjöll á norrænni samvinnu? — Kemur ekki þátttaka í Efná- hagsbandalaginu til með að spilla hinni nánu norrænu samvinnu? — Ekki held ég það. Við mun- um eftir sem áður halda óskertum hinum norræna vinnumarkaði, sem á laggirnar er kominn og óbreytt- um ákvæðunum um norræna fé- lagsmálalöggjöf. — Hvað segið þér um brambolt de Gaulle innan Nato og afstöðu hans t.il vestrænna varnarmála? Stafar ekki samtökunum nokkur hætta af stefnu Frakka?, , — Ég er ekki einn þeirra manna sem óttast það. Hins vegar tel ég frekar ástæðu til þess að óttast að afstaða de Gaulle muni e.t.v. geta torveldað tengsl Breta við Efnahagsbandalagið. Friðarhorfur. — Teljið þér friðarhorfurnar betri eða verri en um þetta leyti fyrir ári? — Um það er erfitt að segja. Þó get ég sagt það að ég hygg að Sovétríkin muni telja sér hag í því að forðast að til mikilla átaka komi út af Berlínarmálinu. Hlut- verk okkar er að reyna að ná samningum um málið á núver- j andi grundvelli og það hygg ég að muni takast með litlum breyting- um á réttarstöðunni. Höfuðhlut- verk vestrænna þjóða er þar að tryggja frelsi og sjálfákvörðunar- rétt borgarinnar og fbúa hennar, frjálsan aðgang að borginni og setu vamarliðsins þar. Síðan snérist talið að sameig- inlegum aðgerðum Norðurland- anna til hjálpar vanþróuðum lönd um. Fyrir ráðherranefndinni ligg- ur tillaga um stóra hjálparáætlun í Tanganyaka, sem aðallega fjall- ar um bætta menntun unglinga. Norðmenn verja nú á fjárlögum 40 millj norskra króna til þess að aðstoða vanþróuðu löndin en sú upphæð mun væntanlega hækkuð í 300 millj. norskra króna eða 1% af þjóðartekjunum. Mikið mál. — Það mál er mikið mál, segir Lange að lokum. Það er mann- úðarmál, og á herðum okkar hvfl- ir sú siðferðisskylda að hjálpa þeim þjóðum ,sem skemmra eru á veg komnar. Síðan ‘íveðjum við ráðherrann og norska sendiherrann, B. Börde Síðasti fundur utanríkisráðherr- anna er að byrja og Lange hefir nú öðru að sinna en blaðamönnum. if „Sérfræðingur“ kemur — Hverju svöruðu Tékkarnir þá? — Þeir sögðust skyldu athuga þetta og fékk ég svo að vita, að sérfræðingur yrði sendur hingað upp til að ræða við mig um flug- vélaskiptin. Svo vissi ég ekki fyrr til en Stochl kom til landsins sunnu daginn 13. maí sl. — Kom hann hingað eingöngu út af þessum flugvélarmálum? — Já, það skildist mér að það ætti að vera eina erindið. Ég átti svo viðtöl við hann á mánudag og þriðjudag, sem fjölluðu eingöngu um flugvélarskiptin og lét hann þá líklega. Skildist mér að hann ynni ekki hjá flugvélaverksmiðjunum, heldur hefði hann verið lánaður til þessarar farar vegna þess að hann hefði svo mikil kynni af íslandi, en hér hafði hann dvalizt mðrg ár sem fulltrúi í sendiráðinu. — Hafðir þú þá kynnzt honum áður? — Já ég hafði kynnzt honum nokkuð, vegna allra flugvélamál- anna. Ég var þó ekki neinn per- Sfenulegur vinur eða kunningi hans. ★ Beiðni um njósnir — Og hvenær fór hann svo á fjörumar við þig að njósna? — Það var á miðvikudaginn. Hann kom þá heim til mín og gaf mér myndabók um Tékkó- slóvakíu og hálsklút. Mér virtist j hann verða eitthvað nervus og óeðlilegur, Við fórum að tala enn um flugvélina. Þá sagðist hann vilja hjálpa mér út úr kröggunum. Sagði hann að ég gæti fengið að þýða fyrir tékkneska sendiráðið. Og svo kom hann að efninu, hann sagði að ég gæti fengið skipt á flugvélum ef ég vildi vinna fyrir þá. Bað hann mig um að afla upplýsinga um númer og fjölda flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Hann tók upp skrúfblýant sem var holur að innan og pappírs- blað, sagði mér að ég ætti að skrifa upplýsingarnar á blaðið og fela blaðið siðan inni f blý- antinum. Skatistjóri — Framh. af blsj 16. senn, sem taka við störfum niður- jöfnunarnefnda. í hreppum mun hreppsnefnd annast þessi störf". „Hvert verður starfssvið yðar?" „Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með 'störfum skattstjóra og leið- beinir þeim í störfum. Á hann að sjá um að sem mest samræmi ríki í skattlagningu um allt Iand Auk þess getur rikisskattstjóri rann- sakað hvaða atriði sem er um fram kvæmd skattalaganna". „Hvaða skattar heyra undir em- bættið?“ „Allir beinir skattar til rikis- sjóðs, sem lagðir eru á landsmenn". Miðstöð skattamála „Hver verður megin breytingin sem embættir fylgir?“ „Megin breytingin er nú sú að nú er sett upp stofnun sem hefur með yfirstjórn þessara mála að gera, en með þessi mál hefur rík- isskattanefnd farið, fram að þessu. Hún kemur til með að starfa áfram og allar kærur, sem ganga lengra en til framtalsnefnda og skatt- stjóra". „Hvenær takið þér til starfa?" „Ég byrja strax en breytingar þessar komi til framkvæmda 1. október i haust“. „Truflar’ það yður nokkuð að það sé óvinsælt að leggja á skatta?" „Ég veit allvel hvað ég er að ganga út í og vænti hinnar beztu samvinnu við skattborgarana". Þannig stendur tékkneska flugvélin TF-SOL í flugskýli á Reykja- víkurflugvelli. Hún hefur orðið Sigurði þungur fjárhagslegur baggi. — Það eitt er víst, sagði Sigurður, að ég myndi ekki kaupa tékkneska vél oftar. — Hvemig varð þér við - Ég varð sjokkeraður af j>ví , og vissi ekki hveraig ég ætti að ' " snúast í þessu. ic 6 þús. kr. múta — Lagði hann þá að þér að gera þetta? — Hann sagði að ef ég féllist á þetta, skyldi ég fá greiddar daginn eftir 6 þúsund krónur fyrir fargjaldi til Prag, svo að ég gæti sótt nýju flugvélina. — Nefndi hann nokkuð hvert þú ættir að skila bréfinu og blý- antinum? — Nei, hann gerði það ekki. Ég vildi ekki svara honum ákveðið um þetta, og þegar hann var far- inn frá mér fór ég að velta því fyrir mér, hvað ætti að gera, hvort ég ætti ekki að sleppa honum og láta eins og þetta hefði aldrei gerzt. Daginn eftir bauð hann mér til hádegisverðar, en ég tilkynnti honum að .g gæti ekki mætt þar. í stað þess fór ég þann dag til Sveins Sæmundssonar yfirlögreglu manns og sagði honum frá því sem fyrir hefði komið. Hann ráðlagði mér eindregið að taka ekki slíku tilboði, en vfsaði mér til utanríkis- ráðuneytisins með málið og þang- að fór ég. ic ítrekuð tilmæli — Hittirðu Stochl siðar? — Já, ég hitti hann á Hótel Borg á föstudaginn og sagði honum þá að þetta kæmi ekki til greina. Þetta væru njósnir, sem ég gæti ekki tekið að mér. Hann virtist verða undrandi en ekki reiður Staðhæfði hann að þetta væru alls ekki njósn ir. Sagðist hann þvert á móti hafa boðið mér þetta sem vinarbragð, og ítrekaði beiðni sína. — Nefndirðu þá nokkuð frekar við hann flugvélaskiptin? — Já, ég sagðist aðeins vilja ræða við hann um flugvélarmálið og spurði hann hvort það stæði ekki óhaggað að ég fengi að skipta á flugvél. Nú var hljóðið annað I Stochl, — hann sagði nú að það yrði ákveðið í| Prag. ic Frekari skipti við Tékka útllokuð Annars hefur þetta mál nú kom- ið mér í mikla klípu, sagði Sig- urður. Eftir það sem nú er komið fram og ég ljóstraði upp um þetta, finnst mér alveg útilokað að ég geti haft nokkur frekari skipti við Tékkana, en það þýðir að flug- vélin er mér nú alveg ónýt. Mér finndist það því sanngjarnt að ut- anrfkisráðuneytið tæki flugvélina af mér og sæi um að láta Tékk- ana taka hana og tryggði mér að ég fengi hálf upphaflegt verð henn ar um 70 þúsund tékkneskar krón- ur. Þetta fyndist mér ekki ósann- gjarnt að utanrikisráðuneytið gerði, þar sem útilokað er að ég geti frekar skipt við Tékka með Sigurður Ólafsson flugmaður í ibúð slnni f gærkvöldi þegar fréttamenn Vísis töluðu við hann. Hann var mjög sleginn yfir njósnatilboðinu og hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tapi, þar sem heita má, að hin tékkneska flugvél hans sem hann hefur notað, m.a. til síldarleitar- flugs sé honum nú ónýt, þar sem engin frekari skipti við Tékka eru möguleg. því að ég neitaði að framkvæma njósnir fyrir þá. ic „Misunderstanding!“ — Hittirðu Stochl nokkuð eftir að réttarrannsókn hófst í málinu? — Það get ég varla sagt. Hann var í ganginum á sakadómaraskrif- stofunum þegar ég kom þangað. Hann leit heldur illilega á mig. Síð- an vorum við fyrir réttinum og hann hélt því fram að þetta væri allt tómur misskilningur „Misund- erstanding, Misunderstanding", — sagði hann. Þannig lýsti Sigurður Ólafsson þessum furðulegu atburðum í stuttu máli fyrir fréttamanni Visis. Það var auðséð að honum og konu hans hafði liðið illa eftir þetta. Þau voru þreytt og konan augsýni- lega óttasleginn yfir því að hafa komizt þannig í kynni við hið Ijóta njósnarakerfi alþjóða-kommúnism- ans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.