Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 16
/iðhöfum samstöðu í Efna- hagsbandaiagsmálmu Spjallað við Hal- vard Lange í morgun Sigurbjörn Þorbjömsson — Við Norðmenn þekkjum njósnir Austur-Evrópuríkjanna af eigin raun, sagði Halvard Lange, utanríkisráðherra Nor- egs í samtali við Vísi í morg- un. Morgðunblöðin lágu á borð- inu hjá honum á héimiii norska sendiherrans við Fjólugötu. — Við höfum gripið njósnara frá kommúnistaríkjunum, sem reynt hafa að bera fé á Norð- menn og fá þá til þess að bregð- ast landi sínu. Þeim hefir verið vísað úr landi, eins og ég sé að þið hafið gert í máli Tékkans, en ekki hefir það þó oft komið fyrir. Tengsl við Efnahagsbandalagið. — Það myndi gleðja mig og aðra Norðmenn, hélt Lange á- fram, ef íslendingar sæu sér hag í því að sækja um einhvers konar tengsl við Efnahagsbanda lagið. Við Norðmenn höfum sótt um aðild, eins og kunnugt er, og bíðum nú eftir að halda til viðræðna til Briissel og hitta þar fyrir ráðherranefnd banda- lagsins. Við eigum ýmis vandamál sameiginleg með Islendingum á þessu sviði og þá fyrst og fremst afstöðuna til fiskimálanna inn- an ramma Efnahagsbandalags- ins. Eins og þér vafalaust vitið höfum við Norðmenn og íslend- ingar gert með okkur samkomu lag um að við gefum íslending- um upplýsingar um viðræðurn- , ar og hin ýmsu vandamál sem laginu, en eins og kunnugt er ! óhjákvæmilega hljóta . þar að kom Lange hingað á utanríkis- rísa. ráðherrafundinn, sem lýkur í dag. Er þetta í sjounda sinnið, Þjóðaratkvæði. sem hann sækir ísland heim. Samtal Vísis við ráðherrann Mikill meirihluti Norðmanna er ! beindist mjög að Efnahagsbanda Framh. á bls. 5 Ríkisskattstiórí skipaður Sigurbjörn Þorbjömsson, aðal- bókari Flugfélags íslands, hefur verið skipaður ríkisskattstjóri, sam kvæmt hinum nýju skattalögum. Er hér um að ræða nýtt embætti, sem ekki hefur verið til áður. Sigurbjörn lauk prófi frá Verzl- unarskóla íslands, vorið 1942. Starf aði hann síðan eitt ár hjá Skatt- stofu Reykjavíkur, en hélt síðan til Bandaríkjanna til náms í við- skiptafræði. Lauk hann prófi frá University of Minnesota með ágætiseinkunn, vorið 1946. í fríum úr skólanum og að námi loknu vann hann hjá skattstofum vestra. I ársbyrjun 1947 var hann svo skipaður fulltrúi skattstjórans í Reykjavik. Var hann leystur frá því starfi í marz 1950, til að undir- búa reglugerð um stóreignaskatt og sjá um framkvæmd hennar í Reykjavík. Þann fyrsta janúar 1952 hóf Sigurbjörn störf sem aðalbók- ari Flugfélags íslands, og hefur gegnt því starfi síðan. Jafnhliða störfum hjá Flugfélag- inu, ’átti hann sæti í milliþinga- nefnd, sem gerði tillögur um breyt ingar á tekju- og eignaskattslögun- um 1954. Hann hefur átt sæti í nið- urjöfnunarnefnd Reykjavíkur frá ársbyrjun 1957 og verið endurskoð- andi Eimskipafélags Islands frá sama tíma. Auk þessa undirbjó hann 1960 reglugerð um söluskatt og hefur haft afskipti af framkvæmd laga um söluskatt. Skattanefndir lagðar niður Blaðið hafði tal af Sigurbirni í morgun og spurði hann hverjar væru helztu skipulagsbreytingar, samkvæmt hinum nýju lögum. „Núna eru undirskattanefndir í hverjum hrepp, 219 alls. Auk þess | eru skattstjórar í kaupstöðum, 101 að tölu. Yfirskattanefndir eru svo í j hverju héraði, sem fellur undir lög- reglustjóra eða sýslumann. Þetta I verður allt lagt niður og í staðinn j koma níu skattstjórar hér og þar I um landið ,sem vinna sjálfstætt. í kaupstöðum verða síðan kosnar framtalsnefndir, til fjögurra ára í Framh. á bls. 5 Neitaði Sendifulltrúi Tékka, Jordan- es, mótmælti á laugardaginn munnlega við utanríkisráðu- neytið, að tékkneski njósnar- inn Stochl hefði verið leiddur fyrir íslenzkan rétt sakaður um mjög alvarlegt brot, sem hann taldi að Stochl væri algerlega saklaus af. Agnar Kl. Jónsson, ráðuneyt isstjóri neitaði að taka við mót mælunum á því stigi málsins, þar sem rannsókn stæði yfir í málinu og ekki þá hægt að gera sér endanlega grein fyrir i sekt mannsins. Síðan það gerðist hafa Tékk- ar ekki afhent nein formelg mótmæli. Halvard Lange á heimili norska sendiherrans í morgun. (Ljósm. I. M.) Fyrstu hvalirnir veiddust í nótt Fyrstu hvalirnir voru veidd | ir í nótt. Hvalur V. var kl. 9 í morgun á Ieiðinni með einn búrhval og Hvalur VII með tvo. Rógkæran á Sauðárkróki sneríst í höndum kærenda í vetur tóku bæjarfulltrúar komm- únista og Alþýðuflokksmanna á Sauðárkróki upp á því, að kæra reikninga bæjarins fyrir árin 1959 og 1960 fyrir Félagsmálaráðuneyt- inu. Héldu þeir því fram að um misferli væri að ræða hjá meiri- hluta bæjarstjómar sem skipaður er Sjálfstæðismönnum. Hafa þeir blásið þetta mál óspart út, birt mik ið um þetta í málgögnum flokka sinna í Rcykjavík, nú síðast hafa þeir gefið út myndskreyttan bækl- ing, þar sem þeir endurtaka full- yrðingar sínar. Hafa þeir ekki skirrst við að bera bæjarstjórnar- meirihlutanum g bæjarstjóra sjálf um á brýtt-fjármálaóreiðu. t£n í gær barst 'til Sauðárkróks afgreiðsla Félagsmálaráðuneytisins á þessu máli. Með þeim úrskurði hefur þetta áróðursvopn snúizt al- geriega í höndum kærenda og fylg- ismanna þeirra, \ sem niðurstað- an er mjög í vil meirihluta bæjar- stjórnar. ★ Kærunni ekki sinnt Mörgum kæruliðanna hefur ráðuneytið í engu sinnt og vísað öðrum aftur til bæjarstjórnar Sauð- árkróks til eigin athugunar og end- anlegrar ákvörðunar. Þar sem kæra kommúnista og A1 þýðuflokksmanna hefur þannig reynzt með öllu ástæðulaus sam- þykkti bæjarstjórn í gær tillögu þar sem framferði kærendanna er harðlega vítt. Hin samþykkta til- laga er á þessa leið: ★ Framkoma kærenda og áróður vítt „Fundur í bæjarstjórn Sauðár- króks 21. maí 1962 fagnar því að loks skuli hafa fengizt úrskurður Félagsmálaráðuneytisins varðandi kæru yfir reikninga Sauðárkróks 1959 — 1960. í fram komnum úr- skurði kémur það glögglega í ljós, að nefnd kæra er byggð á röngum forsendum þar sem enginn fyrir- mæli til bæjarstjórnar eru sett af ráðuneytisins hálfu varðandi reikn- ingana, er bæjarstjórn aðeins bent á nokkur atriði til góðfúslegrar at- hugunar Þar af leiðandi samþykkir bæjar- stjórn að víta harðlega þau ábyrgð arlausu skrif sem birzt hafa í dag- blöðum og bæklingum varðandi nefnda bæjarreikninga. Slík vinnu- brögð virðast eingöngu viðhöfð til að sverta trúnaðarmenn bæjarfé- lagsins og skaða bæjarfélagið í heild". Þar með er þetta mál úr sög- unni og hefur það orðið kærendum og hjálparmönnum þeirra til lítils sóma. Hvalveiðarnar byrja jafnan 20. maí eða þá látið úr höfn og svo var það að þessu sinni, lagt út á sunnudags- kvöld, en ekkert veiddist í gærdag. H.f. Hvalur á nú fjóra góða báta, „sem við erum ánægðir með“, sagði Lotfur Bjarnason við Vísi í morgun. Keyptir voru tveir í fyrra Hvalur VI og VII, smíð- aðir í Smittoft Middlesboro- ugh, og svo er Hvalur V, stærsti báturinn smíðaður hjá Seebeik í Bremerhaven. Á leið til landsins er Hvalur VIII, smíðaður í Tönsberg i Noregi, og er væntanlegur til Iandsins innan viku. H.f. Hvalur seldi Síldar- verksmiðjum ríkisins tvo af gömlu bátunum og á enn tvo, en þeir verða ekki notaðir til veiða. x-D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.