Vísir - 22.05.1962, Page 8

Vísir - 22.05.1962, Page 8
8 t//S//? Þriðjudagur 22. maí 1962. ] tJtgefandi Slaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinr. Pálssori Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn Ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 1166C (5 línur). Prentsmiðja Vísis. - Edda h.i FYRIR KOSNINGAR Herskálunum útrýmt í ágætri grein, sem Gísli Halldórsson arkitekt ritaði hér í blaðið í gær getur hann þess, að á síð- asta kjörtímahili hafi verið byggðar alls 2788 íbúðir hér í Reykjavík. Sýnir þessi tala hve fjarri lagi áróð- ur kommúnista um samdrátt bygginga undir stjórn Sjálfstæðismanna er. En önnur tala er þó merkilegri. Á kjörtímabil- \ inu hefir bærinn byggt 229 íbúðir til þess að útrýma bröggunum og heilsuspillandi húsnæði, og 128 eru í byggingu. íbúðir þessar eru byggðar samkvæmt til- lögu Sjálfstæðismanna í borgarstjórn og að undirlagi þeirra var stofnaður byggingarsjóður, sem nú er 72 millj. króna að upphæð. Tryggír sjóðurinn að áfram mun haldið þessum nauðsynlegu framkvæmdum. Enda sýna verkin merkin. Fyrir 4 árum voru hér 466 íbúðir í herskálum. I dag eru þær aðeins 170. Þannig vinna Sjálfstæðismenn ötullega að því að útrýma herskálunum og fá íbúum þeirra mannsæm- andi íbúðir við vægu verði. Slík framkvæmd er bæði sjálfsögð og eðlileg í menningarþjóðfélagi. Seinheppnir sfjórnmálamenn Þeir eru heldur framlágir alþýðuflokksmennirn- ir þessa dagana. Aðeins einn fulltrúa hafa þeir átt í ‘borgarstjórn og nú setur að þeim mikinn ótta um að hann kunni að þurrkast út á Sunnudaginn kemur. Og ekki væri það svo undarlegt. Því hvað hafa alþýðu- flokksmenn fram að færa í þessum kosningum? Hver eru stefnumálin? Hér skulu tekin örfá dæmi, sem sýna hve brýnt erindi Alþýðuflokkurinn á í borgarstjórn. Eitt af stefnuskráratriðúm flokksins er að íþrótta- svæði verði skipulögð í hinum ýmsu hverfum borg- arinnar. Svo vill til, að meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn hefir verið að framkvæma þetta atriði frá 1947, en það ár var úthlutað 6 slikum svæðum. íþróttasvæðin eru þegar komin. Þá er á stefnuskrá Alþýðuflokksins að „áætlun verði gerð um að malbika eða steypa allar götur höf- uðstaðarins á 10—15 árum“. Vita ekki aumingja al- þýðuflokksmennirnir að borgarstjórnin hefir þegar samþykkt að þetta verði gert á næstu 10 árum — ekki 15 eins og hjá krötum stenfur? Frá þessu merki- lega stefnuskráratriði skýrði Alþýðublaðið daginn eftir að borgarstjórnin samþykkti endanlega að verk- ið skyldi unnið! Það er von að Reykvíkingar spyrji: Hvaða erindi á alþýðuflokksmaður í borgarstjórn? Þeirra stefnu- mál tilheyra fortíðinni. Þau eru þegar útrædd í borg- arstjórninni. .!)i!j'ÍIfÍ!AíiiUVilUiááUi<ííth'm'i'úVi ííiiiiim i' n 11 Ef alókunnugur maður, sem vildi kynna sér málefni Reykjavíkur, leitaði um þau fróðleiks þessa dagana i blaðakosti andstæðinga okk- ar Sjálfstæðismanna, og fengi jafnframt vitneskju um að- streymi fólks hingað hvaðan- æva af landinu, hlyti hann að álykta sem svo, að ís- lendingar væru meira en lítið „skrítnir í kollinum“. Hvar á byggðu bóli mundi það þekkjast, að fólkið fýsi helzt þangað sem flestu er illa stjórnað, eða að dugmikið fólk feli áratugum saman duglausum og miður velvilj- uðum meirihluta forsjá mála sinna. Sú kynslóð, sem hefur átt hvað drýgstan þátt í að skapa og móta Reykjavík, eins og hún birtist okkur í dag, er enn í fullu starfsfjöri. Á ótrúlega skömmum tíma liefur hún kilað fjölmörgum verkefnum, sem aðrar borgir með langan þróunarferil og gróna velmegun hafa leyst á mörgum mannsöldum. Það er ekki að undra þótt sú kyn- slóð líti með réttmætu stolti á það sem áunnizt hefur og sé stórhuga í framtíðaráform um. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að slíkt fólk veldi til forustu flokk, sem væri dragbítur á framkvæmd ir og framfarir í borginni? Að bera slíkt á borð sýnir móðgandi vanmat á dóm- greind reykvískra kjósenda. JJeykjavík er á skömmum tíma vaxin upp úr hreinu bænda- og fiskimannaþjóð- félagi, þar sem þéttbýli þekkt ist ekki að nokkru ráði. Sú staðreynd að fjöldinn allur af Reykvíkingum, sem komnir eru til vits og ára, er borinn og barnfæddur annarsstaðar á landinu, hefur skapað holl tengsl milli höfuðborgarinnar og annarra landshluta, og henni má eflaust þakka það, að tilraunir ákveðins stjórn- málaflokks til að skapa úlfúð í garð Reykjavíkur úti um landsbyggðina hafa ekki bor- tilætlaðan árangur. Nú sem fyrr er söðlað um fyrir kosn- ingar, og við fáum að heyra það, að þessi flokkur sé hinn eini sanni vinur Rvíkur og frumkvöðull flestra framfara, sem hér hafa orðið. Við, sem setið höfum f borgarstjórn, þekkjum afrekaskrá Fram- sóknarflokksins þar. Hún hef Eftir Auði Auðuns forsetu borgurstjórnur Auður Auðuns, sk’par annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. ur birzt okkur í samstöðu hans með kommúnistum í flestum málum, og okkur sýn ist það muni litlu breyta, hvernig atkvæði skiptist inn- byrðis milli þessara tveggja flokka. JJinn mikla sigur Sjálfstæð- manna í kosningunum 1958 mátti að nokkru leyti þakka óvinsældum vinstri stjórnarinnar. Uppgjöf henn- ar og háðuleg endalok, inn- byrðis illdeilum flokkanna, sem að henni stóðu og síðari uppljóstranir um sambúðina i stjórninni, sýna okkur ljós- 12 mílnu lundhelgi við Bretlund ú næstu úri Stjórnmálafréttaritari Lundúna- blaðsins DAILY MAIL skýrir frá því, að brezka stjórnin áformi að ákveða 12 mflna fiskveiðimörk við Bretland, en þau eru nú 3 rnílur. Tilgangurinn er, að hin nýju fiskveiðimörk gangi í gildi í tæka tíð til þcses, að erlendir fiskimenn geti ekki stundað veiðar innan beirra á næsta ári. Stjórnmálafréttaritarinn segir, að ráðherrar vinni nú að undirbún- ingi málsins. Segir hann þetta leiða af breytingunni: 1. Brezkt lögsagnarumdæmi er fært út á Ermarsundi, en þar sem sundið er of mjótt til þess að hægt sé að hafa 12 mílna mörk, miðast mörkin við mitt sundið. 2. Sovézkir togarar, sem koma lega hvaða örlög bíða Reykja víkur ef sú ógæfa dyndi yfir að þeir næðu meirihluta í borgarstjórn. Enginn hefur rækilegar en þeir sannað réttmæti glundroðakenning- arinnar. Sjálfstæðismenn benda á þessa staðreynd um leið og þeir vísa til verka sinna sem meirihlutaflokkur í borgarstjórn og framtíðar- fyrirætlana. Þeir skírskota til heilbrigðrar skynsemi Reykvíkinga og rólegrar yfir vegunar er þeir ganga að kjörborðinu næstkomandi sunnudag,- Auður Auðuns. alltaf við og við á fiskimið við Suðureyjar og Orkneyjar til fisk- veiða og í „upplýsinga skyni“, verða að vera á dýpri miðum fram- vegis, er 12 mílna mörkin ganga i gildi. Ríkisstjórnin hefur þetta mál til meðferðar vegna þess að mjög hef- ur verið að henni Iagt að færa út fiskveiðimörkin af útgerðarmönn- um, vegna þess að önnur lönd vildu ekki samvinnu um þriggja mílna mörk. Frh. á bls. 13 l I i i í x t i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.