Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 4
VISIR Það er misskilningur að veg- ir eigi að vera beinir til þess að þeir séu góðir. Þær þjóðir. sem nú standa hæst í vegagerð aðhyllast beygjuna sem eðli- legustu veglínuna. Eitthvað á þessa leið varð niðurstaðan í sambandi við svör við spurningum, sem Vísir lagði fyrir Snæbjörn Jónasson verkfræðing hjá Vegagerð ríkis ins, eftir að birzt hafði harð- orð gagnrýni út af lagningu Keflavíkurvegar I einu dagblað' Reykjavíkur. — Það er ekki nýtt, sagði Snæbjörn að Vegagerðin er gagnrýnd. Vissulega er það gott að fá á sig gagnrýni þar sem hún á við. En í þessu efni er hún byggð á misskilningí. Sem veglína er beina línan að hverfa meira og meira í skuggann, þar sem vegagerð þykir standa á sem hæztu stigi. — Hvers vegna? — Bein veglína var gildandi í vegagerð allt fram I síðustu heimsstyrjöld. En nú hefur ver- ið horfið meir og meir frá henni vegna ýmissa annmarka eða galla sem komið hafa I ljós við reynslu. — í hverju eru þeir ann- markar fólgnir? — í ýmsu. Það þykir preyt- andi að aka beina vegi langar því að skipta stöðugt um sjónar svið. Það gerir hann í oeygj- um. — Og þú segir að erlendir vegagerðarmenn aðhyllist þess ar skoðanir og hagi sér sam- kvæmt þeim? — Reglan í nútíma vegagerð er yfirleitt sú að fara oeygju úr beygju, en sumir telja þó heppilegt að leggja beina veg- spotta á milli þar sem auðveld- ara er að taka fram úr á. í nýj- ustu vegreglum, sem Þjóðverj- ar hafa gefið út, er ekki ætlazt tii að bein veglína sé notuð ef hjá því verður komizt. En sé ekki undankomu auðið má há- markslengd beinnar veglínu ekki vera meiri en 500-2000 metrar. Þess ber að sjálfsögðu að geta I þessu sambandi að þar sem hér er talað um beygjur á vart annað en nafnið sameigin- legt með þeim beygjum sem við eigum að venjast á okkar vegum, en ég held að þær hafi einmitt valdið því að hér standi menn í þeirri trú að beina línan sé ákjósanlegasta lausn á veg- Iínunni. Beygjur þær sem hér um ræð ir eru miðaðar við að þær megi taka á miklum hraða, t.d. eru allar beygjur á Keflavíkurvegin um miðaðar við 100 km. hraða Snæbjöm Jónasson verkfræðingur. leiðir. í öðru lagi er erfiðara að dæma um hraða bíls sem kem- ur beint á móti manni, heldur en ef unnt er að sjá hann koma til hliðar við sig. í þriðja lagi er það algild regla að vegir með varanlegu slitlagi eru allt- af byggðir með hliðarhalla. Þar af leiðandi hallast blllinn alltaf á beinni braut, en í begj um er hallinn eðlilegur til að verka móti beygjunni. í fjórða lagi er það þægilegra fyrir bil- stjórann að aka ekki alltaf móti sama landslaginu, heldur að hann njóti fjölbreytni þess með — Við leggjum 7.50 metra breiða akbraut til Keflavíkur Kostnaður við lagningu hvers kílómetra af þeirri vegbreidd var áætlaður 3,5-4 miljónir kr. Fjórföld akbraut yrði a.m.k. helmingi breiðari og allt að því helmingi dýrari. Þetta gæti ver- ið gott og blessað fyrir þjóðfé- lag, sem nóga á peningana, en við þurfum að fara að öllu með fyrirhyggju. — Hvað myndu aðrar þjóðir hafa gert I tilsvarandi tilfelli? — Það sama og við höfum gert. Þar er yfirleitt talið að tvöföld akbraut nægi fyrir 8-10 þúsund bifreiða umferð á dag, en úr því sé nauðsynlegt að fara að hugsa um lagningu breiðari akbrautar. Á Keflavík- urveginum er umferðin ekkert I þessa átt. Þar fara um 1 þúsund bílar að meðaltali á dag og lítið sem ekkert aukizt nokkur und- anfarin ár. Hámarksumferðin hefur komist upp I 2 þúsund bíla á dag og telst til undan- tekninga. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að umferðin vaxi nokkuð á næstu árum, en ekki svo að enn sé ástæða til að hugsa um fjórfalda akbraut. Og svo þegar að því kemur að hugsa þarf til breikkunar, er hún einmitt á Keflavíkurleið- inni einkar einföld og ekki á- stæða til að ætla að hún verði kostnaðarsamari þá en nú. — Er nokkurs staðar svo mik- il umferð á vegum hér á landi að nauðsynlegt ' sé talið að byggja fjórfalda akbraut? — Miðað við þær tölur, sem ég nefndi hér að framan, þ.e. ef mörkin eru sett við 8H0 þús- und bíla á dag, þá er fyllsta nauðsyn orðin til þess að gera fjórfalda akbraut milli Reykja- víkur og Kópavogs. Meðal dags umferð um þann veg er 10 þús- und bílar á dag og kemzt jafn- vel upp I 16 þúsund bíla þegar mest er umferðin. Þar er þó aðeins tvöföld akbraut enn sem komið er og því skyldum við þá ekki eins komast af með tvö falda akbraut til Keflavíkur með aðeins 1000 bíla á dag. — Eitthvað hefur Vegagerð- in verið gagnrýnd fyrir það að vegagerð, bæði á Keflavíkur- vegi og annará staðar gangi seint og að það sé unnt að framkvæma hana á mun skemmri tíma en gert hefur verið. — Þetta má að vissu leyti til sanns vegar færa, en þar er Vegagerðina ekki eina um að saka, heldur einnig Alþingi eða fjárveitingarvaldið. Vegagerðin verður að haga sér eftir því hve miklu fé er veitt ár hvert til hverrar einstakrar vegagerð- ar. Stærð vinnuflokka og lengd vinnutíma er miðuð við það á ári hverju. — En svo vikið sé að Kefla- víkurveginum áð nýju. Hvað er þeirri vegarlagningu langt kom- ið? — Frá gatnamótunum við Engidal, þar sem talið er að Keflavíkurvegurinn byrji eru samtals 38 kílómetrar til Kefla- Þessi mynd er tekin úr Iofti af hraðbrautinni (Autobahn), sem Þjóðverjar eru um þessar mundir að leggja milli Frank- furt og Niimberg og telja verður í röð fullkomnustu og beztu vega í heiminum. Vegurinn er allur í bognum línum og meira að segja.brýmar líka, enda þótt auðvelt væri að leggja hann beinan á löngum köflum. á klst. nema þær tvær sem eru á veginum fyrir ofan Hafn- arfjörð. — Svo hafið þið líka verið gagnrýndir fyrir það að leggja ekki fjórfalda akbraut til Keflavíkur I stað tvöfaldrar. Hvað segurðu um það? Miðvikudagur 4. júlí 1962. n nyi víkur. Af þeim er búið að und- irbyggja nú þegar 7.5 km til suðurs frá Krísuvíkurveginum. Auk þess er farið að laga veg- inn frá Engidal og suður fyril Hafnarfjörð þannig að hægt sé úr þessu að steypa ofan á hann. Sá kafli er 4.5 km lángur, þann ig að segja má að undirbygg- ingu sé að meir eða minna leyti lokið á 12 km löngum kafla. — Hvenær verður byrjað að steypa? — Það hefur nú verið ákveð- • ið að það verði I sumar. Til þess að steypa geti hafizt þarf Vegagerðin að taka upp samninga við íslenzka aðal- verktaka um steypuvinnuna. Þeir hafa nýlega fest kaup á vélasamstæðu til að steypa með flugbrautir og vegi. Þeir Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.