Vísir


Vísir - 04.07.1962, Qupperneq 16

Vísir - 04.07.1962, Qupperneq 16
VISIIC Miðvikudágur 4. júlí 1962. Bílvelta í gærkvöldi vildi það óhapp til við Svalbarðsstrandarafleggjarann neðst í Vaðiaheiði, að bifreið valt. Ökumaurinn var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki, en bifreiðin skemmdist talsvert. Dæmdur í fímm mánaða varðhald í sakadómi Reykjavíkur hefur ný lega verið kveðinn upp dómur yf- ir manni, sem valdið hafði bana- slysi með akstri bifreiðar og ók burt af slysstað án þess að skeyta um þann slásaða. Atburður þessi skeði að kvöldi 28. febrúar sl. á Kaplaskjólsvegi móts við Jófríðarstaði. Roskin kona, Ástrós Þórðardóttir til heim- ilis að Öldugötu 50 var á gangi vest ur götuna og hélt sig nærri vinstri vegbrún að því er ■ sjónarvottar töldu. Kom þá bíll akandi á eftir Handleggsbrotinn í ótökum í FVRRAKVÖLD var ráðizt á mann í miðbænum og hann hand- leggsbrotinn, og meiddur meira, er hann var að koma út úr Nýja bíói. Það var um kl. 11 í fyrrakvöld að maður kom inn í lögreglustöð- ina, ásamt tveim bræðrum sínum og kærði líkamsárás á sig. Kvaðst hann rétt áður hafa verið að koma út af kvikmyndasýningu í Nýja bíói og þá veitzt að sér maður og barið sig, enda þá með sjáanlegan áverka á höfði. Kvað hann mann- inn enn myndi að finna í Austur- stræti og fór lögreglan þangað og sótti hann. henni og varð Ástrós fyrir honum, kastaðist í götuna og lá þar stór- slösuð eftir, en ökumaður bifreið- arinnar hélt ferð sinni áfram án þess að skeyta konunni nokkuð og hafðist ekki upp á honum um kvöldið eða nóttina þrátt fyrir ákaf ar eftirgrennslanir lögreglunnar. ^Ástrós var strax flutt í slysvarð- stofuna og síðan í Landspítalann þar sem hún lézt af meiðslunum tveimur eða þremur dögum seinna. Af ökumanninum er það að segja að hann gaf sig fram við lögregluna strax morguninn eftir Þetta var ungur maður og hafði aldrei óhapp hent hann áður né á einn eða ann- an hátt komizt í kast við lögregl- una. 1 framburði sínum kvaðst hann ekki hafa séð konuna fyrr en hún skall á bílnum og hafi þá gripið sig þvílík skelfing að hann hugsaði ekki um annað en komast burt og forða sér. En þegar hann hafði náð sér nokkuð eftir fyrsta áfallið og fór að hugsa málið tók hann á- kvörðun um að gefa sig fram og gerði það morgúninn eftir. í sakadómi var maðurinn dæmd- ur í 5 mánaða varðhald óskilorðs- bundið og sviftur ökuréttindum ævi langt fyrir manndráp af gáleysi og að hverfa af vettvangi án þess að gera lögmætar ráðstafanir út af slysinu. Hann var dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Hér sést Fagranesið, þar sem það lá með halla á skerinu við Vigur. En með flóðinu losnaði það aftur eftir 5 klst. Fagranesið strandaði á boða í ísatjarðardjápi Á föstudag í síðustu viku gerðist það vestur á ísafjarðardjúpi, að djúpbáturinn Fagranesið strandaði á boða við Vigur og lá þar fast í 5 klst. þar til það losnaði á flóði. Um tíma leit illa út um að skipið bjargaðist, því að það hallaðist mjög mikið og var mikið hlaðið, flutti m.a. sement og á þiifari var þung jarðýta. Fréttaritari Vísis á ísafirði skýrði Vísi svo frá, að blíðskapar veður hefði verið, þegar skipið strandaði. Nokkrir farþegar voru með skipinu þegar þetta gerðist' óg vorú péir fluttir í land í Vigur og biðu þar þangað til Fagranesið komst á flot. Nokkrum olíutunnum af farmi skipsins var kastað útbyrðis til að létta á því. Eftir að Fagranesið komst á flot var það ekki meira skemmt en svo, að það gat haldið ferðinni áfram inn á Djúpið. Lítilsháttar leki kom að skipinu. Fagranesið hefur verið aðal samgöngutæki íbúanna við Djúp á síðustu tveimur áratugum og hefur verið mikið happaskip. í ráði er að smíða nýjan Djúpbát á næstunni, sem verður stærri en ristir þó grynnra. Djúpbáturinn hef ur viðkomu við fjölda bryggja á flestum fjörðum við Djúpið. 15 ára málari sýnir Fjárhagsástand Hafnarfjarð- arbæjar verður rannsakað Þessa dagana eru sýnd í Mokka- kaffi málverk og teikningar eftir 15 ára gamlan pilt, Bjarna Haralds- son. Myndirnar eru 15 talsins, flest ar tússteiknaðar, aðallega abstrakt og skreytingar. Það er ekki á hverjum degi se-jp menn ráðast í að halda sýningar í síðustu kosningum kpm fram sá skýri vilji kjósenda í Hafnarfirði, hver hugur þeirra væri. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn stórjuku fylgi sitt. Er það því ekki nema eðlileg framvinda að þessir tveir flokkar, sem samanlagt hlutu 56% atkvæða, mynduðu með sér meirihluta í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar". Á þessa leið mælti Eggert ísaks- son fulltrúi% Sjálfstæðisflokksins á fyrsta fundi bæjarstjórnarinnar í gærdag. Hélt hann þar ræðu sem Bæjarstjóraskiptin i Hafnarfirði í gær. Hafsteinn Baldvinsson hinn nýi bæjarstjóri t. v. tekur við af Stefáni Gunnlaugssyni t. h. fylgdi eftir, því samkomulagi sem þessir tveir flokkar hafa gert með sér í Hafnarfirði og hafði komið fram fyrr á fundinum í kosningu embætta. Þar hafði Stefán Jónsson verið kosinn forseti bæjarstjórnar, Jón Pálmason varaforseti og Haf- steinn Baldvinsson bæjarstjóri, all- ir með 5 atkvæðum. Kratar og kommar skiluðu auðu. Eggert rakti í ræðu sinni, þau máls sem hæst nnfndi bera á kom- andi kjörtímabili. Veigamesta málið væri rannsókn á fjárhagsástandi bæjarins og fyr- irtækja hans. Verður lögð mikil á- herzla á að koma því á traustan grundvöll. Stefnt verður að því að samræma útsvör í Hafnarfirði til samræmis við önnur nálæg byggð- arlog. Rekstur bæjarútgerðarinnar verður endurskipulagður og lögð verður áherzla á fiölbreytt og vax- andi atvinnulíf. Verklegar framkvæmdir verða auknar, höfnin endurbætt, götur lagðar og skólahús reist. Haft verður sem nánast samband við æskulýðsfélag bæjarins. Þá verð- ur gerð athugun á hverjir séu tækni legir möguleikar fyrir hitaveitu. Fundurinn hófst stundvíslega kl. fimmi Voru þá allir bæjarstjórnar- fulltrúarnir mættir og áhugasamir Hafnfirðingar höfðu fyllt salinn, svo að fólk stóð langt fram á gang. Er óhætt að segja að þetta sé einn sögulegasti fundurinn í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar um árabil, því að nú fer Alþýðuflokkurinn frá völdum eftir 36 ára forystu. svo ungir, svo við náðum í Bjarna og spurðum hann nokkurra spurn- inga. — Varstu í skóla í vetur, Bjarni? — Nei, ég hef unnið hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni sl. tvö ár. — Ekki færðu áhuga á myndlist í skóbúð? — Jú, það er nú reyndin. Ég fékk einmitt áhuga á tússinu, þegar ég var að skrifa verðmið- ana í búðinni. — Hafðirðu þá ekki málað eitt- hvað áður? — Ég hef málað frá því ég var 7 ára gamall, en það var ekki fyrr en nú fyrir skömmu sem mér datt í hug að halda sýningu. — Svo þú hefur byrjað að safna gömlum myndum, frá því að þú varst 7 ára? — Nei, allar myndirnar sem eru á sýningunni núna hef ég málað á síðustu mánuðum, þær eru alla: nýjar. — Hefurðu lært að mála? — Nei, ég hef aldrei lært. Ég var í Myndlistarskólanum í 2 daga í fyrra, en fannst ekkert alltof mik- Framh á bls 5. Mohammed Ben Bella ræddi við Nasser forseta Arabiska santbands- lýðveldisins efíir komu sina til Kai- ro í gær, en ekk! er frekara um það kunnugt, nema að Nasser hvetur til einingar þjóðræknissinna. Áður en Ben Bella hélt áfram til Kairo frá Libyu kveðst hann hafa neitað að fara með þjóðernis- sinnastjórninni til Alsír til þáttöku í sjálfstæðishátíðahöldunum, þar sem hann með fjarveru sinni vildi mótmæla handtöku yfirmanns for- ingjaráðs þjóðfrelsishersins og þriggja foringja annarra. Frétzt hefur frá fæðingarbæ Ben Bella í morgun, að þar búist menn við komu lians þangað í dag. Ekki verður sagt að svo stöddu um hversu áreiðanleg þessi frétt reynist, en Ben Bella sagði í Libyu, auk þess sem að ofan getur, að hann ntyndi fara „á eigin spýtur“ til Alsír „bráð- lega“. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.