Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Miðvikudagur 4. júlí 1962. Otgefandi Blaðaötgáfan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur ð mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. .■.V.V.V.VrV.VV.V.V.V.V.’.V.V.V. i ■ b_» j mm'it ■ ■■■■■■■■■■■■■■esbsi !■■■■■■ Fer hagur þinn versnandi? Ekkert fer eins í taugarnar á stjórnarandstæðing- um og viðreisnin. Ástæðan er ofur skiljanleg. Hér á landi er næg atvinna og almenn velmegun. Allir þeir sem hafa einhver samskipti við þann fjölda erlendra ferðamanna sem þessa mánuði gistir fsland vita, að fyrstu viðbrögð þeirra er undrun yfir því hve svo fámenn þjóð í harðbýlu landi fær búið við slík ágætis kjör. Og þeir íslendingar, sem átt hafa heima erlendis, vita af eigin raun að almenningur í nágrannalöndun- um lifir ekki næstum eins góðu lífi og íslenzkur al- menningur. Þótt ríkisstjórnin sé góð þá mun samt varla unnt að þakka henni einni það háa lífsstig, sem einkennir íslenzkt þjóðfélag. Þar kemur fyrst og fremst til dugn- aður og framtakssemi fslendingseðlisins. En þess ber þó að gæta að dugnaður þjóðarinnar er ekki einhlítur til góðra lífskjara. Stjórn fjármálanna verður líka að vera í lagi og sú efnahagsstefna verður að ríkja í land- inu, sem kemur í veg fyrir það að dýrtíðin geri strit kynslóðar að engu og verkföll rjúfi þekjur þjóðar- búsins. Þar kemur til kasta þeirra sem stjórna ríkinu. Núverandi stjórn hefir lagt á það mikla áherzlu að leysa efnahagsvandamálin að ráðum færustu sér-« fræðinga í hagfræði og að fordæmi annarra Evröpu- þjóða, í stað þess að spila eftir eyranu lag frá kreppu- tímunum milli stríðanna. Árangur kreppustefnunnar kom bezt í ljós á árum vinstri stjórnarinnar. Þá voru úrræðin ekki önnur en uppbót á uppbót ofan, nýr skattur á gamla skattinn. Hagfræðingastjórn siðari ára, sem almenningur nefnir viðreisn, hefir gefið skínandi góða raun. Nefn- um um það þrjár staðreyndir: Á þessu ári hafa gjaldeyrissjóðir vaxið úr 123 millj. króna í 703 millj. króna. Á síðustu 12 mánuðum hefir sparifé lands- manna aukizt um 622 milljónir en það er meiri aukning en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. yf. Á síðustu tveimur árum hefir gjaldeyrisstaðan batnað um 920 millj. Jtrónur. Sjúkur maður leitarlæknis. Sjúkt þjóðarbú þarfn- ast líka sinna lækna. Batinn hefir verið ör og innan skamms verður full heilbrigði fengin. Dauöinn á þjóðveginum Nú eru sumarleyfin hafin og Reykvíkingar flykkj- ast unnvörpum út um land á bifreiðum sínum. Slysa- hættan er því aldrei meiri en einmitt nú á þjóðvegum landsins og síðustu daga hefir allmjög borið á hættu- legum akstri í nágrenni borgarinnar. Nógsamlega verð- ur ekki brýnt fyrir bifreiðastjórum um að aka varlega. Dauðinn leynist bak við næsta leiti, ef ógætilega er ekið. Bandaríkjamenn hafa sett bifreiðaflök úr dauða- slysum á steinsúlur við þjóðveginn, þar sem hætta er á árekstrum til þess að vara menn við og minna á það að oft er mjótt milli lífs og dauða. Hví ekki að taka upp það sama hér á landi? Ný stjarna í stjórnmáium Frakka LOUIS JOXE Maðurinn, sem mest er virtur og bezt er lið- inn meðal franskra stjórnmálamanna í dag, er tvímælalaust Louis Joxe. Hann er 60 ára gamall, kennari, blaða- maður og stjórnmála- maður, háttprúður og þróttmikill Frakki. — Hann er maðurinn, sem hefur bundið endi á stríðið í Algier, stríð, sem hefur staðið í sjö ár og fjóra mánuði. Það samkomulag sem náðist riú fyrir skömmu er fyrst og fremst Joxe að þakka, og fyrir vikið er nú almennt talað um hann sem næsta utanríkisráð- herra, eða jafnvel arftaka for- sætisráðherrans, Michel Debré. Að ná slíkri hylli við ríkj- andi aðstæður er vafa- laust einstætt. í fyrsta lagi hafa fáir tsekifæri til að láta ljós sitt skína í skugga de Gaulle, sem eíns og allir vita drottnar yfir öllu fimmta lýðveldínus“PæötW I Frakklandi gætu sartnast sagna nefnt nöfn 6 helztu ráðherr- anna. 1 öðru lagi hefur algierska vandamálið reynst ofviða öllum þeim sem hingað til hafa spreytt sig á því. Af þeim sex mönnum sem hafa Iagt til atlögu við Algier hefur ekki einn einasti haldið óskertum orðstír sínum eða komizt lengra í metorða- stiganum. Það skal viðurkennt, að þeg- ar Joxe tók við, þá miðaði mjög í samkomulagsátt, og ólíkt fyr- irrennurum sínum, þá hafði Joxe á bak við sig sterka stjórn. Þrátt fyrir þessa aðstöðu, þá verður litið á verk Joxe sem frábæran stjórnmálalegan sigur. Hæfileikar hans til að leysá þetta svo vel af hendi fólust fyrst og fremst 1 skarpskyggni hans og þolinmæði, góðlyndi og djúpri þekkingu á verkefn- inu. Samfara þessu er sáæigin- Það er um að gera að tala og tala — Louis Joxe. leiki Joxe, hversu óþvingaður hann er í allri framkomu. En einmitt þvingandi framkoma er mesti gallinn á þeim mönnum sem framarl. eru. í sínum eigin aúgum eru þeir „meiri menn“ en þeir raunverulega eru, og gleyma þá oft í sjálfsánægj- unni að bera næga virðingu fyrir sér lægra settum mönnum. Einn af æðstu mönnum Frakklands hefur gefið þá lýs- ingu á Joxe, að hann sé stór og hagsýnn maður. Hann er fæddur stjórnmálamaður, sem er miklu betra heldur en vera þjálfaður sem slíkur“. Þrjú störf. Ef Joxe verður atvinnu- stjónmálamaður, eins og margir vona og trúa, þá verður það starf grundvallað á þrem fyrri störfum hans. Það fyrsta, kennarastarfið erfði hann frá föður sínum sem var lífeðlis- fræðingur og auk þess prófessor f náttúrufræði. Louis Joxe er fæddur f einu af úthverfum Parísar, lauk prófi í sögu frá Sorbonne. Frá 1925 til 1932 var hann prófessor f sögu. 1932 hlaut hann fyrstu eld- skírnina í opinberum störfum, þegar hann starfaði undir stjórn Pierre Cot utanríkisráðherra. Hann starfaði lengi með Cot, m. a. í afvopnunarnefndinni 1933 -34. 1935 breytti hann um starf, stundaði nú blaðamennsku fyrir French Havas Agency, Hann varð fljótlega fréttastjóri blaðs- ins í erlendum fréttum. Þegar Frakkland féll í stríðinu 1940 flúði hann til Algier. I fyrstu byrjaði hann aftur að kenna, en varð brátt fyrir barðinu á Vichystjórninni sem sakaði hann um de Gaulle- stefnu. Komst hann þá í náið samband við de Gaulle og skip- aði sá síðarnefndi hann yfir- mann þjóðfrelsisnefndarinnar, sem átti að undirbúa og skipa ríkisstjórn eftir að nazistarnir höfðu verið hraktir á brott. Þeirri stöðu hélt hann allt til 1946, þegar de Gaulle fór frá. Ráðuneytisstjóri. Þá hóf hann þriðja starf sitt — utanríkismál — og starfaði sem yfirmaður menntamála í utanríkisráðuneytinu. 1955 varð hann sendiherra í Moskvu. 1956 varð hann ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu og var það þar til de Gaulle tók völdin 1958. Honum hafði tekizt á- rekstralaust og með ágætum að starfa með utanríkisráðherrun- um þessi ár, en þegar de Gaulle skipaði ungan og óreyndan mann í embættið sagði Joxe upp starfi sínu — með kurteis- legum skýringum. Ástæðan hef- ur þó eflaust verið sú, að hann hefur verið illa móðgaður. Hann þá þó ráðuneytisstjóra- embættið í forsætisráðherra- skrifstofunni, varð stuttu síðar menntamálaráðherra og 1960 sá embættismaður sem hann er nú. Eins og hans var von og vísa, lagði hann sjálfur leið sína til Algier til að sjá atburðina og aðstæðurnar með eigin- augum. Strax frá upphafi gerði hann sér ljóst að stefna de Gaulle var sú eina rétta á þess- ari öld, og ekkert þýddi að vera með einstrengingslegan þjóðar- rembing. Framh. á bls. 10 ^■-■.■.■-■-•.V.V.V.V.V.vXv.V.V !■■■■!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.