Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 04.07.1962, Blaðsíða 6
6 Lokað vegna sumarleyfa frá 9.—30. júlí. Vinnaheimilið að Reykjarlundi. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. /é6 við Álfheima, hér í bænum, eign Jóhanns Sig- urðssonar, fer fram á eigninni sjálfri laugar- daginn 7. júlí 1962, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Kveðjusamkoma fyrir Björg og Harald Ólafsson, kristniboða, verður í Fríkirkjunni í kvöld kl. 8.30. Steingrímur Benedikts- son, skólastjóri, Felix Ólafsson, kristniboði, og Dahl- Goli, Stórþingmaður, flytja stutt ávörp. Gjöfum til kristniboðsins veitt móttaka í lok samkomunnar. SAMBAND ÍSL. KRISTNIBOÐSFÉLAGA. Iðnaðarhúsnæði Vantar geymslu og iðnaðarhúsnæði á jarðhæð í Aust- urbænum 70—200 ferm. Uppl. í síma 24181 frá kl. 8—6 daglega. Bílavörubúöin FJÖÐRIN Laugaveg 68. Bíll fil leigu Óska eftir að leigja bíl í hálfan mánuð eða lengur. Lítill fólksbíll eða jeppi koma til greina. Tilboð sendist Mats Wibe Lund, Vísi. Orðsending frá SiSdtirúfvegsBiefgiá Sj'ldarútvegsnefnd hefir ákveðið að leyfa söltun fyrst um sinn frá og með fimmtudeginum 5, júli. Skilyrði fyrir söltun er að síldin sé a. m. k. 20% feit, fullsölt- uð og ennfremur að síldin sé viðurkennd af umboðs- mönnum kaupenda sem samningshæf, þegar um út- hlutaða, sérverkaða síld er að ræða. Það er að sjálfsögðu að öllu leyti á ábyrgð viðkomandi síldarsaltenda, ef þeir salta síld, sem ekki fullnægir framangreindum skilyrðum. Karl eða kona Karl eða kona helst vön kjötskurði óskast nú þegar. Uppl. í síma 11451 milli kl. 5 og 7 e. h. í dag og á morgun. KJÖTVER H.F. ! Saumasfúlkur Tvær saumastúlkur óskast nú þegar á hraðsauma- stofu. Uppl. í síma 24080. * -- VISIR ---------------- Miðvikudagur 4. júlí 1962. Skerfur Islendinga til krisniboðs í Konsó í eftirfarandi grein, sem Felix Ólafsson kristni- boði hefur skrifað fyrir Vísi, er sagt frá því að í sumar séu 10 ár liðin frá því ákveðið var af Sambandi ís- lenzkra kristniboðsfélaga, að reisa kristniboðsstöð. í Konso. — Þar eru nú þrenn íslenzk hjón starfandi á vegum sambandsins og ein hjúkrunarkona, og alls að börnum meðtöldum 12 manns, þegar með er talin færeysk stúlka, sem þar starfar. Það eru ekki mörg ár síðan menn fóru að gefa kristniboði verii legan gaum hérlendis. Menn höfðu yfirleitt harla lítinn skilning á merk ingu orðsins og enn minni áhuga á málefninu sjálfu. En þetta vat svo sem ekkert séreinkenni á and- blaðsins „Aftenposten" 27. des. 1961. Þar er bent á, að um ,850 norskir kristniboðar séu starfándi í ýmsum þeirra landa, sem hin op- inbera hjálparstarfsemi beinist nú að. Þar launar norskt kristniboð meira en 5000 innlenda samverka- Þessi mynd er af þeim hjónunum Haraldi Ölafssyni, Ólafs- sonar kristniboða, konu hans Björgu, f. Böe, en hún er norsk, og litlum syni þeirra. Haraldur hefur starfað sem kennari við æskulýðsskóla f Noregi. Þau hjón hafa ekki starfað f Konso áður. — Bróðir Haralds, Jóhann, starfar sem læknir á vegum Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga, í Suður-Eþíopiu. Hann er kvæntur Áslaugu Johnsen frá Vestmannaeyjum. legu lífi á íslandi. Þannig var þetta einnig erlendis, t.d. í Skandinavíu, og hafði þó öflugt kristniboðsstari verið rekið af dönskum, sænskum og norskum kristniboðum í meira en eina öld. Á síðustu tíu árum hefur al menningsálitið mjög verið að breyt ast í þessum efnum, og eru fyrit því ýmsar ástæður. Á vorum dög. um er mjög rætt um aðstoð við svonefndar vanþróaðar þjóðir. Ým is vestræn ríki veita nú opinbera styrki til ýmiss konar friðarstarfa. En þá hafa menn eins og farið at átta sig á því, að kristniboðið hef- ur rekið svona hjálparstarfsemi' \ áratugi og jafnvel aldir. Þetta kom t.d. mjög skýrt fram í umræðum ( norska þinginu á sl. ári og í skrif- um norskra blaða. Má þar m.a benda á ritstjórnargiein norska stót menn, rekin voru á árinu 1961 19 sjúkrahús og 56 sjijkraskýli, 9 holds veikrahæli, barnaskólar með um 40.000 nemendum, gagnfræðaskólar með um 3.700 nemendum og kenn- araskólar með 950 nemendum. Þá ef ekki minnzt á nema nokkur at- riði, en þau nægja til þess að sýna, að það er ekki lítið sem Norðmenn hafa látið vanþróuum þjóðum f té með kristniboðinu. Ársáætlun norskra kristniboðsfélaga er nú um 20 millj. n. kr., og allt eru það frjálsar gjafir þeirra, sem áhuga hafa og skilning á málefninu. Annað sem aukið hefur almenna viðurkenningu á gildi kristniboðs- ins, er þjóðernisvakningin í Afríku. Fjölmargir þeirra manna, sem nú stíga fram sem leiðtogar nýrra þjóða, hafa hlotið uppeldi og mennt un hjá kristniboðunum. Þeir hrósa starfi kristniboðsins og gildi þest fyrir þjóðir Afríku. Nægir þar að nefna mann eins og Albert John Luthuli frá Suður-Afríku, en hann hlaut friðarverðlaun Nobels 1960. Hann hefur alla tíð verið virkur þátttakandi í starfi kristinnar kirkju í Suður-Afríku. Er hann kom til Ósló til þess að veita verðlaun- unum viðtöku, gat hann þess m.a., að kristniboðið hefði enn sem fyrr miklu hlutverki að gegna í Afríku. Þeir sem að kristniboði starfa, hljóta að gleðjast yfir slíkri viður- kenningu. En þeir gera sér það jafnframt ljóst, að þetta er tak- mörkuð viðurkenning, stundarfyrir- bæri, sem fljótlega getur gleymzt. Þetta er viðurkenning á mannúðar- starfi kristniboðsins og á kristni- boðinu sem boðbera kristinnar menningar. En það er ekki nema að takmörkuðu leyti viðurkenning S boðskap kristindómsins eða lotning fyrir þeim Drottni, sem kristniboð- arnir þjóna. Það kann að hljóma undarlega fyrir einhverjum, en sá sem þetta ritar hefur rætt við menn, sem fyllilega hafa viður- kennt gildi kristniboðsins og þó lýst því yfir um leið, að þeir tryðu ekki á tilveru Guðs. Jesús sagði eitt sinn: „Þannig lýsi Ijós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himninum“. Það er ástæðá þess, að vér gleðj- umst yfir þeirri viðurkenningu, sem kristniboðinu áskotnast. Vér gerum ekki ráð fyrir að það efli sjálft kristniboðsstarfið. Það verður ávallt borið uppi af einstaklingum, sem sjálfir eru höndlaðir af Kristi og elska málefni hans. Það er einn- ig höfuðástæða þess, að kristniboð vort hefur verið og verður ávallt hlutverk áhugamanna innan kirkj- unnar, en ekki hinnar opinberu kirkju sem stofnunar. En starfsemi kristniboðsins er vitnisburður um Krist. Um leið og einhver viður- tkennir gildi kristniboðsins, eykst ábyrgð hans gagnvart honum, sem allt kristniboð er þjónusta við. Skerfur vor Islendinga til kristni- boðs er ekki mikill, en hann hefur þó aukizt mjög á síðari árum. Á þessu sumrir eru tíu ár síðan ákveð ið var að reisa kristniboðsstöð í landi Konsóþjóðflokksins í Suður- Eþíópíu. Menn spyrja, hvort starfið hafi borið ávöxt. Staðreyndir eru bezta svarið. Ein hjón hófu starf í moldarkofa í bæ Amharanna. Skól inn hafði um 10 stopula nemendur fyrsta misserið. Sjúkraskýli var ekki rekið, þar eð engin hjúkrunar- kona var þá komin út. Samkomu- gestir voru um 15 og flestir komu aðeins af forvitni og stóðu stutt við. í dag eru tvær hjúkrunarkonur á vorum vegum þarna, enda þótt önnur þeirra sé kostuð af færeysk- um kristniboðsvinum. Þá greiðum vér laun eins læknis, sem hefur aðsetur í bæ einum 50 km frá eftir Felix Ólafsson Konso. Tvenn íslenzk hjón annast sjálft kristniboðsstarfið og skóla- reksturinn í Konso. Stöðin hefur vaxið og samkomugestir eru mörg hundruð, jafnvel stundum um 1000. Innlendur söfnuður hefur myndazt og hópur innlendra starfsmanna að stoðar við starfið, þar af eru nokkr- ir Konso-piltar, sem uppeldi og nám Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.