Vísir - 14.07.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Laugardagur 14. júlí 1962. — 159. tbl. Allur flotinn fyrír austan,\ en engin síU fyrir norSan Hálf afköst hjá Áburðarverksmiðju Fyrir um það bil þremur vikum var sagt frá því í fréttum að Áburðarverksmiðjan hefði stöðvazt vegna véiarbilunar. Eftir algjöra stöðvun í rúma viku, var hægt að hefja framleiðslu verksmiðjunnar aftur en þá aðeins með hálfum af- köstum. Er svo enn, en þau afköst hafa þó nægt til þess að fullnægja allri eðlilegri eftirspurn. Hins vegar hefur slæmt tíðarfar Framh. á 5. síðu. Nú er engin síldveiði fyrir Norð- urlandi, en áframhaidandi ágæt veiði fyrir Austurlandi og ailur flot- inn kominn þangað. Þrær verksmiðj unnar á Raufarhöfn eru nú orðnar fullar og fjöldi skipa bíður þar löndunar. Svipað er uppi á teningnum fyrir austan, löng löndunarbið. Stærstu skipin bregða nú mörg á það ráð að sigla með fullfermi af miðunum eystra beint til Siglufjarðar Þar er yfirnóg þróarpláss og engin lönd- unarbið. Sökum þess hve mörg skip bíða nú löndunar, og önnur sigla um langan veg norður með aflann, eru allmiklu færri skip úti á miðunum en voru fyrst eftir að síldin tók að veiðast eystra. Sam- kvæmt síðustu fréttum virðist ekk- ert lát á síldinni fyrir Austurlandi Yfir þúsund hestar þegar komnir á Þingvöll Mikinn fjölda fólks úr öllum landsfjórðungum hefur drifið að Þingvöllum, undan farna tvo daga, en þar halda hesta- menn sitt fjórða landsmót um helgina. Yfir þúsund hestar eru komnir til Þingvalla. Segja má að mótið hafi raun- verulega byrjað í gaer, en þá 1 mættu sýningarhross um morg- ! uninn fyrir dómnefnd. Margt verður til skemmtunar i á þessu móti, hestasýningar, kappreiðar og hópdans undir beru Iofti á grasi gróinni keppnisbraut. Það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu er keppnin ^essa mynd tók B.G. Jjósmyndari Vísis í gær. Er það hestavörður- inn Óskar Halldórsson meðfótfráanlO vetra gæðing Víking, sem talinn er raeðal liklegri sigurvegara í 800 metra kappreiðinni. Er mikill spenningur meðal hestamanna végna þessa °.0 þúsund króna. hlaups. I í 800 metra kappreiðum. Verður nú í fyrsta skipti á landsmóti keppt á hringbraut og er úrslit- anna beðið með ^eysilegri eftir- væntingu. Líklegastir til sigurs eru taldir Víkingur frá Ártúnum í Rangárvallasýslu og Gnýfari frá Gufunesi í Mosfellssveit. Þriðji hesturinn sem talinn var líklegastur, Bleikur á Laugar- vatni kemur ekki til keppni vegna þess að hann er haltur. 1 þessum kappreiðum er um 20 þúsund króna verðlaun að keppa, mestu verðlaun sem nokkru sinni hafa verið veitt hér á landi í kappreiðum. Fréttamaður og ljósmyndari Vísis skruppu í stutta ferð austur í gær og var þá komin mikill fjöldi bæði af mönnum og hrossum. Að Skógarhólum þar sem mótið fer fram hittum við fyrst fyrir framkvæmdarstjóra mótsins, Sig urð Haraldsson, en hann hefur dval izt fyrir austan samfellt síðasta hálfa mánuð til að undirbúa mótið, notuðum við því tækifærið og lögð- um nokkrar spurningar fyrir Sig- urð. — Búizt þið ekki við að mikill fjöldi fólks leggi leið sina hingað um helgina. — Jú, ég held að við getum fastlega búizt við því, annars er það auðvitað mikið undir veðrinu komið. Annars er sagt að við hesta- menn séum undir sérstakri heilla- stjörnu, hvað veður snertir,. — Sækja ekki menn úr öllum landsfjórðungum þetta mót. Framh á bls. 5. Bastilludag- urinn í dag í dag er Bastilludagurinn, þjóð- hátíðardagur Frakka. I tilefni þess mun Jean Strauss sendiherra Frakka, taka á móti vinum Frakk- lands í franska séndiherrabústaðn- um, Skálholtsstíg 6, eftir kl. 5,30 í dag. og veiðist hún allt frá Digranes- flaki og suður í Reyðgrfjarðardýpi. Þar virtist sízt minni veiði í gær- kvöldi en undanfarin kvöld, þótt nákvæmar tölur um aflamagn hefðu eigi borizt er blaðið fór í prentun. 17 ára i síUinni Sylvía Elíasdóttir heitir þessi fallega stúlka, sem er ættuð i úr Ólafsvík. Hún hefur saltað síld eitt sumar áður. ÞB Ekki veit ég #/ • • „Ekki veit ég hvernig fer hér á Siglufirði, ef ekki Kemúr meiri síld tií söltunar“. Þannig fórust Siglfirðingi nokkrum orð við blaðamann Vísis, sem var þar staddur í gær, ásamt ljós- myndara blaðsins. „Menn höfðu treyst á þetta að vanda, enda hefur gengið mun betur síðan 1958. Núna í sumar hefur þetta svo gengið verr en undanfarin 1 sumur“, bætti hann við. Á Siglufirði eru nú 22 sflct- arsöltunarstöðvar og hefur sú ' hæsta þeirra saltað 3600 iijim-' ur. Aðeins utn hebningur sdíðv ( anna hefur saltað 500 tunijar1 eða meira Allar eru stöðvuri;- ar með fiólda fólks. kvos.na ojr J Framh. á bis. £.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.