Vísir - 14.07.1962, Síða 8

Vísir - 14.07.1962, Síða 8
8 Otgefandi ölaðaútgatan VISIK Ritstjðrar: Herstein: Pálsson Gunnai G Schram Aðstoðarritstjðn Axei rhorsteinsson Fréttaitjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 krónui a mánuði. I lausasöiu 3 kr. eint. — Sini. 1166X (5 linur) Prentsrhiðja Vtsis — Edda h.f «.—----——---------------------------------------J Ibúðarlánin hækka Nú koma til framkvæmda lögin um að lán Hús- næðismálastofnunarinnar hækki um þriðjung, úr 100 þús. krónum í 150 þús. krónur. Hefir ráðherra ákveðið að lögin skuli vera afturvirk, ná til 1. ágúst í fyrra. Þessi lánahækkun mun reynast mörgum þeim sem í byggingum standa mikil hjálp. Byggingarefni hefir hækkað að undanförnu, svo að hækkun lánanna var mikið sangirnis og réttlætismál. Stjórnarandstaðan hef ir kvartað um það að ekkert gagn væri að þessari hækk un vegna þess að sumir þeir, sem voru byrjaðir að byggja fyrir ágúst í fyrra fái ekki hækkunina. Slíkar röksemdir eiga engan rétt á sér. Lögin eru þegar aftur- virk, og ef þau næðu langra aftur í tímann yrði .hlutur þeirra sem nú byrja að byggja mjög skertur/Miklu minna fé kæmi í þeirra hlut. Það er ástæðulítið að rifja upp gamlar syndir, en þessi skrif stjórnarandstöðunnar gefa tilefni til þess að minnast þeirrar Ódáðahraunsgöngu, er vinstri stjórnin gekk í þessu máli. Á valdatíma hennar lækk- uðu húsnæðislánin úr 8.7 millj, krónum á mánuði í 3.9 milljónir og lán út á hverja íbúð lækkuðu úr 55 þúsundum í 36 þúsund. En nú hefir mjög rofnað til í þessum efnum. í stað þess að Iækka lánin hækkar ríkisstjómin þau um þriðjung. En allir, sem einhvern tíma hafa reist hús eða íbúðir munu sammála um að þrátt fyrir hækkunina eru lán frá opinberum aðilum og bönkum til húsbygg- inga of lág enda miklu lægri en í nágrannalöndunum. Ástæðan er sú að við erum að byggja upp landið á einum mannsaldri, og ekki aðeins íbúðir heldur öll mannvirki. En hækkun lánanna er ekki heldur einhlít. Eins og Vísir hefir bent á er höfuðnauðsyn að byggingarkostn- aður verið lækkaður. Þar á ríkið og stofnanir þess, Atvinnudeildin og Iðnaðarmálastofnunin, að hafa for- göngu. Það er bezti stuðningurinn við húsbyggjendur. Gervihnötturinn og við Enn hefir eitt undur tækninnar gerzt. Gervihnetti hefir verið skotið út í geiminn og af honum geislast sjónvarpsbylgjur um heim allan. En einu sinni hefir mannsandinn sigrazt á ómælisvíðáttu himingeimsins. Þessi áfangi tækninnar færir okkur ísledinga inn í þjóðbraut sjónvarpsins. Nú er ekkert því til fyrir- stöðu að við njótum sjónvarpssendinga frá fjarlægum heimshornum, rétt eins og við hlustum á Helga Hjörvar í okkar eigin ríkisútvarpi. Gervihnötturinn mun því hafa áhrif á annað hvert íslenzkt heimili eftir örfá ár, þótt hann svífi ómældar rastir yfir höfðum okkar. Af völdum hans munum við fylgjast með jarðskjálftum í Japan og brúðkaupi á Borneó á samri stundu og þeir atburðir eiga sér stað. Flugvélin færði okkur í þjóðbraut veraldar. Gervi- hnötturinn geymir lykilinn að viðburðum heimsins og innan skamms mun hann flytja okkur þá á Iitlu hvítu tjaldi. VÍS/R Laugardagur 14. júlí 1962. Jón, Kristján, Þórir og Einar eru að siá upp fyrir 2. hæðinni. Sunnan við Suður- landsbrautina og við Hallarmúla og Ármúla hefur risið nýtt hverfi stórhýsa á síðustu 3—4 árum. Aðeins eitt þess- ara húsa er fullgert enn, ljósmyndaranum en blaðamann- inum. — Hver á þetta hús? — Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. — Hvað er grunnflöturinn mikill? — Grunnflötur þess, sem bú ið er að byggja er um 1500 fer- metrar. Það á eftir að verða miklu stærra um sig. Alls á það að verða um 5000 fermetrar. Sá hluti, sem eftir er að byggja er þó ekki nema tveggja haeða. — Hvernig kunnið þið við ykkur svona hátt uppi? — Mig svimar ekki enn. Ef þeir halda reisugildi er ekki að vita nema maður verði enn hærra uppi. Trésmiðjan Meiður. Við förum nú yfir Hallarmúl- ann og komum að reisulegu 4ra hæða húsi. Út úr því kemur stór og stæðilegur maður, og við snúum okkur að honum. — Hver er eigandi þessa húss? — Það er ég. — Til lukku. Hvert er nafn- ið? — Emil Hjartarson. — Hvað er gert við nllt þetta? — Meginhluti hússins er hús gagnaverkstæði. í haust er ætl- unin að opna hér einnig hús- gagnaverzlun, sem verður á þrem hæðum fremst í húsinu. — Hvað er húsið stórt? — Alls er flatarmálið um 670 fermetrai. En nú er ég tíma- bundinn og verð að fara. Að svo mæltu býður hann okkur að skoða húsið og hverf- ur. Við göngum lengi innan um alls kyns húsgögn og rekumst loks á mann. Hann kveðst heiía Sigtryggur Agnarsson, kallaður Levy. — Hvort er nafnið skrifað Levy eða Levi? — Málsnillingar segja mér r.ö hvort tveggja sé jafnrétt. — Hvað eruð þið að fást við núna? — Við erum meðal annars að smíða ný sæti sem fara f Camla bíó. Auk þess erura við a5 gera upp öll gömlu sætin sem vcrba notuð áfram niðri. Þar s.5 auki er svo okkar vcnjuloga hús- gagnaframleiðsla. sem er hús H. Benedikts sonar & ,Co á Suður- landsbraut 4. Hverfi þetta er öllum almenningi ókunnugt enn sem komið er og héldu því blaðamaður og ljósmyndari Vísis í rannsóknairleiðangur þangað, til að kynna sér hvað væri þarna um að vera. Mörg fyrirtæki eru þarna, ný og gömul, þekkt og óþekkt. Kr. Kristjánsson h.f. Við byrjum á Suðurlands- brautinni og komum að húsi Kr. Kristjánssonar á nr. 2. Þar eru tveir menn að slá mót utan af vesturenda hússins, sem er nýbyggður. Hinn endinn hefur verið í notkun um nokkurra ára skeið og er þar bílaverkstíeði fyrirtækisins og varahlutalager, en skrifstofur eru uppi á ann- arri hæð. Við gefum okkur á tal við þessa menn. — Hvað er þetta hús stórt? — Allt húsið er 104 metrar á lengd. Á breidd er það tæpir 20 metrar. Sá hluti hússins sem nú var verið að steypa upp er um 900 fermetrar. -— Er þá búið að steypa upp allan grunnflöt hússins? — Enn er eftir að byggja bílaverkstæði bak við húsið. Það er aðeins til bráða'oirgða í austurendanum. — Hvað er reiknað með að húsið verði hátt? — Á teikningunni eru níu hæðir, en styrkleiki járna er nægilegur fyrir ellefu hæðir. Við göngum nú sem Ieið ligg ur meðfram húsinu og getum ekki varizt þeirri hugsun, að fá fyrirtæki hérlend, geti boðið fólki að horfa á hundrað metra hlaup út um glugga sína. Sambandið. Næst göngum við til hægri, upp Hallarmúlann og að húsi einu miklu, sem er í byggingu hægra rriegin við hann. Við finnum á fyrstu hæð nokkra múrara að vinnu. Þeir keppast mjög við — senilega í uppmæl- ingu — svo að við truflum þá ekki. Við göngum upp marga stiga og erum komnir á fimmtu hæð áður en við verðum nokk- urs lífsmaiks varir aftur. Við höldum áfram og klöngr umst eftir lóðréttum stiga upp á þak á sjöttu hæð, sem verið er að ljúka við að slá upp fyrir. Þar er mjög fallegt útsýni í all- ar áttir og margir menn að vinnu. Við tökum tali trésmið, sem reynist heita Freddy Laust sen og er áhugaljósmyndari, sem hefur meiri áhuga á Arinbjöm Steindórsson að slá utan af hjá Kr. Kristjánssyni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.