Tölvumál - 01.01.1990, Page 3

Tölvumál - 01.01.1990, Page 3
Tölvumál janúar 1990 TÖLVUMÁL FRÉTTABRÉF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS 1 .tbl. 15. árg. janúar 1990 Frá ritstjóra. Hér kemur fyrir augu lesenda janúarhefti Tölvumála, fyrsta hefti nýs árgangs. Seinasta árgangi, þeiml4. lauk með 7. tölublaði, sem var merkt sem októberblað, þótt það kæmi út í nóvember. Þetta nýja hefti er nokkuð viðamikið, enda er í því efni sem byggist á nokkrum erindum af tveimur síðustu ráðstefnum sem Skýrslutæknifélagið hélt. Þær voru Einmenningstölvur, afl til átaka, sem haldinn var 8. des sl. og Hugbúnaðargerð, bætt vinnubrögð-breytt viðhorf, sem haldin var 25. október. Skýrslutæknifélagið er félag allra áhugamanna um upplýsinga- og tölvumál og er blaðið Tölvumál málgagn félagsins. Blaðið er því opið áhugamönnum fyrir fræðandi efni, skemmtiefni um tölvur og sem umræðuvettvangur. Markmiðið er að gefa út vandað blað og verður því að gera kröfur um vandaða framsetningu og málfar til þeirra sem fá efni birt í blaðinu. Einnig verður að setja skorður við birtingu auglýsingaffétta og við lengd greina. Efni má senda til ritnefndarmanna á disklingi eða í tölvupósti, allt algengt form á texta er unnt að vinna áfram, en tilraunir standa yfir með vinnslu mynda. Enn sem komið er er ekki aðstaða til þess að flytja myndir unnar í PC tölvum yfir á Macintosh, sem notaður er til þess að umbijóta blaðið. Efnisyfirlit: 4 Frá formanni. 6 Notkun töflureikna. 9 Tölvunet Háskóla íslands. 12 Tölvuvæðingsteypuskála ÍSAL. 15 Mótöld, gagnabankar og X.400. 19 AUTO-MATE PLUS. 22 Einkatölvuvæðing opinberra stofnana. 25 Verkefnastjómun við hugbúnaðargerð. 26 Einkatölvnotkun hjá ÍSAL. Stjórn Skýrslutæknifélags íslands Formaður: Varaformaður: Ritari: Féhirðir: Skjalavörður: Meðstjómandi: Varamaður: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Anna Kristjánsdóttir, dósent Bjami Júlíusson, tölvunarfræðingur Kjartan Ólafsson, viðskiptafræðingur Snorri Agnarsson, tölvunarfræðingur Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Jón Gunnar Bergs, verkfræðingur f:jármálaráðuneytsð Bókasafn Ritnefnd 1. tbl. 1990: Helgi Þórsson, forstöðumaður, Ritstjóri og ábyrgðarmaður AgústUlfar Sigurðsson, tæknifræðingur, Ritstjóri Hólmfríður Pálsdóttir, tölvunarfræðingur Daði Jónsson, reiknifræðingur Efni TÖLVUMÁLA er sett upp í PageMaker á Macintosh-tölvu. Fjölritað hjá Offsetfjölritun hf. 3

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.