Tölvumál - 01.01.1990, Side 6
Tölvumál janúar 1990
NOTKUN
TÖFLU-
REIKNA
Elías Elíasson
Forstöðumaður
Tækniþróunar-deildar
Landsvirkjun
Við val á töflureikni er mikilvœgt að
hafa í huga, að skipanir
séu aðgengilegar. Þá á ég ekki
aðeins við að fljótlegt sé að
gefa þær skipanir sem maður kann,
heldur ekki síður að fljótlegt
sé að finna þær sem maður kann
ekki.
Það mun hafa verið 1962 eða þar
um bil, að ég sá tölvu í fyrsta sinn.
Þetta var kassi, rúmur meter á hæð,
tveir á lengd og innan við einn á
breidd, með ritvélarborði öðru
megin og röðum af ljósum þar yfir.
Fyrirbrigðið var frá IBM og var
forritað í Fortran.
Ég man að einn félagi minn þurfti
að leiðrétta landmælinguna sína og
gerði til þess forrit á þessa vél. Ég
skildi þá ekki hvers vegna maðurinn
lagði á sig það erfiði að slá allar
þessar tölur inn á gataspjöld og
labba með þau í tölvuna, í stað þess
að reikna þessar tiltölulega einföldu
formúlur á reiknistokk.
Ég skildi þetta enn síður seinna,
þegar ég fór að kynnast nánar
vinnubrögðunum kringum tölvur.
Maður tók slatta af tölum ásamt
hrafli af formúlum og mokaði inn í
vélina. Út kom pappír sem klippa
þurfti inn í handrit, sem síðan fór í
vélritun og þá fyrst var hægt að
kynna verkið. Mér fannst þurfa æði
stór dæmi til að þetta gæti borgað
sig.
Hefðbundin forritun útheimtir mikla
skipulagningu. Það þarf að leggja
nákvæmlega niður fyrir sér
fyrirfram hvemig best er að koma
gögnunum fyrir í stökum breytum,
fylkjum eða vektorum og síðan þarf
að ákveða hvað sett er í aðalforrit
og hvað í undirforrit. Þá hefur
hefðbundin forritun þann leiða
ókost, að augljós villa í úttaki bendir
ekki alltaf beint á þann stað í
forritinu þar sem orsökin er.
Töflureiknar hafa ekki þessa ókosti,
að minnsta kosti ekki í jafn ríkum
mæli. Þeir líkja eftir því umhverfi
sem maður er vanur úr skóla, blaðið
liggur opið fyrir augunum,
skriffærið undir gómunum og hægt
er að ráðast beint á fyrirliggjandi
gögn.
Líta má á töflureikninn ásamt
öðrum hugbúnaði og tölvunni sem
þjónar honum sem afmarkað kerfi,
það er kerfið “tölva með búnaði”.
Tölvan er síðan hluti af stærra kerfi
sem við getum kallað kerfið
“starfsmaður með vinnuaðstöðu”.
Önnur undirkerfl í kerfinu
starfsmaður geta verið t.d. sími,
húsgögn, skrifstofa, samstarfsfólk
o.s.frv.
Kerfið “starfsmaður með
vinnuaðstöðu” tekur við alls konar
boðum og áhrifum, sem kalla má
inntak, frá umhverfi sínu eða næsta
yfirkerfi og sendir síðan frá sér boð
sem kalla má úttak. Magn og gæði
úttaksins er fyrst og fremst háð
virkni starfsmannsins og samkvæmt
almennum kerfisfræðilegum
kennisetningum er hagkvæmni
hvers kerfis metin með því að bera
saman kostnað annars vegar og áhrif
á virkni næsta yfirkerfis hins vegar.
Til að meta gagnsemi töflureiknis
þarf því að skoða þá vinnuferla
sem greina má innan kerfisins
“starfsmaður” og athuga hvaða
áhrif töflureiknir hefur á virknina.
Hlutverk starfsmanns er að
sjálfsögðu margslungið, en
eftirfarandi framsetning þjónar
tilgangi:
Starfsmaðurinn tekur við gögnum
frá umhverfi sínu, sum þeirra eru
tölvutæk. Hann leggur við reynslu
sína og hugmyndir og setur gögnin
fram á nýjan hátt. Hann metur
útkomuna og gerir síðan annað af
tvennu, að móta hugmynd eða
tillögu sem hann kynnir umhverfi
sínu, eða hann bætir við fleiri
hugmyndum og endurtekur leikinn,
hugsanlega eftir fyrirspumir eða
þreifingar úti í umhverfinu. Það er
vert sérstakrar undirstrikunar að
nýjar hugmyndir og tillögur eru
aðeins til innan kerfisins
“starfsmaður með aðstöðu” þar til
hann hefur kynnt þær í umhverfi
sínu, en það er athöfn sem jafngildir
sölustarfsemi.
Það er því oft mögulegt að auka
virkni starfsmanns með því að efla
kynningartækni hans.
Mín fyrstu kynni af töflureiknum
var þegar “Flowcalc”-forritið var
sett upp á VAX tölvu
Landsvirkjunar. Þetta er ákaflega