Tölvumál - 01.01.1990, Page 9
Tölvumál janúar 1990
Helgi Jónsson
deildarstjóri á
Reiknistofnun Háskólans:
Tölvunet
Háskóla
íslands
Áætlað er að netið nái til tíu
bygginga á háskólalóðinni í
ársbyrjun 1990.
Milli bygginga á háskólalóð eru
notaðir glerþræðir.
Fyrir tveimur árum ákvað Háskóli
íslands að stefna að uppsetningu á
gagnaneti fyrir Háskólann.
Reiknistofnun Háskólans var falið
að annast gerð framkvæmda- og
kostnaðaráætlunar. Vorið 1988 lá
fyrir frumáætlun um hraðvirkt
gagnanet á háskólalóðinni. Fyrsti
hluti netsins var settur upp skömmu
eftir fluming Reiknistofnunar í
Tæknigarð eða snemma í febrúar
1989. Netið nær nú til fjögurra
bygginga en þessa dagana er verið
að vinna að undirbúningi
uppsetningar í sex byggingar til
viðbótar. Áætlað er að netið nái til
tx'u bygginga á háskólalóðinni í
ársbyrjun 1990.
Reiknistofnun sér um þann hluta
netsins sem liggur milli bygginga
auk innanhússneta í húsnæði
Reiknistofnunar. Gert er ráð fyrir að
hússtjómir eða húsráðendur
bygginga sjái um netvæðingu
innanhúss, hver á sínum stað.
Hlutverk Reiknistofnunar er nokkuð
víðtækt. Fyrir utan skipulagningu,
uppsetningu og rekstur á aðalneti
má nefna ráðgjöf vegna
netvæðingar innanhúss, aðlögun á
samskiptahugbúnaði, umsjón gátta
til annara neta, innanlands sem utan.
Netbúnaður, samskipti og
tengingar
Tölvunetinu má lýsa í stuttu máli
þannig: Netið fellur að IEEE 802.3
staðli en net samkvæmt þessum
staðli eru oftast nefnd ETHERNET.
Milli bygginga á háskólalóð eru
notaðir glerþræðir. Tvær
dreifistjömur fyrir glerþræði mynda
stjömunet sitt hvora megin
Suðurgötu en stjömumar eru
tengdar saman með glerþræði.
Við netvæðingu innan bygginga
hefur verið notaður samása kapall
en tilraun með dreifingu á snúnum
vír verður framkvæmd í vetur.
Áhersla er lögð á að samskiptahug-
búnaður fylgi svonefndum TCP/IP
eða Arpa samskiptastöðlum. Hér má
nefna Telnet eða rlogin fyrir
skjáaðgang frá einni tölvu til
annarar, ftp fyrir skráaflutning milli
tölva og NFS fyrir skráavinnslu
milli tölva. Stefnan er að samskipta-
hugbúnaður allra tölva fylgi sömu
samskiptareglum. Þetta auðveldar
mjög samskipti milli ólíkra tölva.
Þá er lögð áhersla á notkun Unix
stýrikerfis á þjónustustöðvum á
netinu. Orðið þjónustustöð er tilraun
til íslenskunar á enska orðinu
“server”.
Innanlandstengingar eru með
þrennum hætti. í fyrsta lagi er um
fastlínutengingar að ræða eins og nú
er milli tölvunets Hafrannsókna-
stofnunar og tölvunets Háskólans.
Hafrannsóknastofnun sér um
tengingu okkar við evrópska hluta
Unix-tölvupósmetsins Eunet og
þarmeð öll stærri rannsóknamet í
heimi. Um þessa tengingu rennur
mestallur tölvupóstur og ráðstefnu-
gögn sem koma erlendis frá.
í öðm lagi em tengingar um
talsímanetið. Þær em venjulega að
formi til sjálfvirk upphringi-
sambönd. Aðalnotkun þeirra er
flumingur á tölvupósti og
ráðstefnugögnum.
í þriðja lagi hafa verið gerðar
tilraunir með tengingar milli
tölvunets háskólans og innlendra
aðila yfir gagnanet Pósts og síma.
Nýlega komst á tenging frá
tölvuneti háskólans við erlend
tölvunet um gátt sem Reiknistofnun
rekur fyrir Samtök um upplýsinga-
net rannsóknaraðila á íslandi,
SURÍS. Gáttin tengir tölvunet
háskólans við NORDUnet en
NORDUnet er tölvunet sem nær til
allra helstu háskólastofnana á
Norðurlöndum. NORDUnet er svo
tengt evrópskum og bandarískum
tölvunetum.
Á öllum þessum tölvunetum eru
notaðar sömu samskiptareglur eða
TCP/IP.
Allur tölvupóstur til og frá
Norðurlöndum fer um þessa gátt.
9