Tölvumál - 01.01.1990, Side 10

Tölvumál - 01.01.1990, Side 10
Tölvumál janúar 1990 Tölvunetið hefur verið í notkun í tæpt ár án nokkurra vandamála með netið sjálft. Þó búnaður í netinu sé frá mörgum aðilum hefur hann nœr undantekningarlaust unnið rélt og verið í samræmi við staðla. í heild má segja að netvæðing hafi gengið vel. Það sem helst hefur komið á óvart er sá þáttur sem snýr að samspili samskiptahugbúnaðar milli ólíkra tölva. Happadrjúgt er að athuga vel fyrirfram hvort slíkur búnaður uppfylli kröfur notenda áður en kaup erufest á honum. Pjónusta á netinu Strax í upphafi var gert ráð fyrir að þjónusta mismunandi gerðir notendatölva. Þannig var gert ráð fyrir Unix, ms-dos, Macintosh og VMS tölvum. Almennir þjónustuþættir á netinu eru þessir: Tölvupóstur, samnýting almennra gagna, ráðstefnugagna, forrita og tækja s.s. prentara. Nokkrir þjónustuþættir eru þess eðlis að þeir standa ekki almennum notanda til boða. Hér má nefna: Aðgang að erlendum tölvum um NORDUnet, afritun gagna á seguldiskum þjónustustöðva og vinnustöðva á hraðvirk afritunartæki yfir netið, aðgangur að upplýsingum úr gagnakerfum Háskólans, s.s. nemendaskrá, bókhaldi o.s.frv. í tengslum við netvæðingu eru nokkur þróunarverkefni í gangi hjá Reiknistofnun. Tenging “LocalTalk” neta við tölvunet háskólans. Á ýmsum stöðum eru til staðar sjálfstæð “LocalTalk” net. Með tengingu “LocalTalk” neta við aðalnet opnast leiðir til samnýtingar gagna og tækja. Tölvupóstur og aðgangur að ráðstefnukerfi frá einmenningstölvu verður bættur þannig að notandi mun ekki þurfa að færa sig úr sínu vinnsluumhverfi til að hafa samskipti við notendur á öðrum tölvum. Þjónustustig fer nokkuð eftir því hvaða stýrikerfi er keyrt á vél notanda. í stuttu máli má segja að Unix tölvur hafi möguleika á betri og fjölbreyttari þjónustu en ms-dos og Macintosh einmenningstölvur. Tölvunet háskólans í nútíö og framtíö. Sem stendur eru innanhússnet þriggja bygginga tengd tölvunetinu auk tenginga við tölvunet 10 Hafrannsóknastofnunar og NORDUnet. Nú eru um 50-60 Unix, Ms-dos, Macintosh og VMS vélar í eigu háskólans tengdar tölvunetinu. Gera má ráð fyrir að fjöldi nettengdra véla verði nálægt 200 í árslok 1990. Tölvunetið hefur verið í notkun í tæpt ár án nokkurra vandamála með netið sjálft. Þó búnaður í netinu sé frá mörgum aðilum hefur hann nær undantekningarlaust unnið rétt og verið í samræmi við staðla. Nokkur vandamál hafa hins vegar komið upp. Hér má benda á að netspjöld einmenningstölva og samskiptahugbúnaður þeirra verða að vinna rétt saman. Þetta atriði er ekki alltaf sjálfgefið. Þá verður að kanna vel samskipta- hugbúnað ætlaðan til samskipta milli ólíkra tölva. Gera verður kröfu um rétta meðhöndlun íslenskra stafa. Við flutning gagna milli tölva sem vinna með ólík stafasett kemur þetta vandamál vel í ljós. Hjá okkur hefur þurft að aðlaga flest allan samskiptahugbúnað einmenningstölva með tilliti til notkunar íslenskra stafa. Þetta vandamál kemur ekki upp á Unix vinnustöðvum eða VMS fjöl- notendatölvum sem nota stafasett samkvæmt íslenskum staðli, ÍST/ ISO 8859/1. Hins vegar bendi ég á að ennþá eru til stýrikerfi sem ráða einungis við sjö bita stafasett. Vart var við smá taugatitring þegar glerþráðanetið var prófað í fyrsta skipti, enda kannske ekki nema von því þetta var fyrsta notkun gler- þráðar fyrir tölvuumferð hérlendis. Ekki var dagurinn sérstaklega uppörvandi til slíkra tilrauna eða mánudagurinn 13. febrúar 1989. Sem betur fer reyndist auðvelt að koma glerþráðum fyrir þó splæsingin á honum sé vandaverk en Breiðbandsdeild Pósts & síma sá um þann þátt verksins.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.