Tölvumál - 01.01.1990, Síða 17
Tölvumál janúar 1990
Senn fer að líða að því að
skeytaflutningskerfið X.400 verði
tekið í notkun hér á landi.
Uppsetning þessa kerfis markar
einnig þau tímamót að ífyrsta sinn
er notað kerfi frá CCITT er notar
öll 7 lög Opna samskiptalíkansins
OSI.
MNP-5 villuvöm og gagnaþjöppun
MNP -5 - [
4800 á milli tölva
2400 á milli mótalda
—1--------—H
±1± 7 •l-FT- I u
(é) m
• Öll gögn sem mótald fær frá tölvu eru villuvarin fyrir sendingu
• Mögulegt er að ná allt að tvöfoldum línuhraða með samþjöppun gagna
• Móttökumótald breytir þjöppuðum gögnum í rétt form
• Biðminni og flæðistýring á móti tölvu
Senn fer að líða að því að
skey taflutningskerfið X.400 verði
tekið í notkun hér á landi.
Svokallaður tölvupóstur hefur lengi
þekkst en þá bundinn við tölvukerfi
einstakra fyrirtækja og stofnana og
hvert kerfi með sínu sniði en með
X.400 er ætlunin að samræma
skeytaflutningskerfi á alþjóðavísu
og jafnframt gera hann óháðan
tölvugerðum. Þar sem staðlamir eru
alþjóðlegir þá verður mögulegt að
senda skeyti um allan heim um
samskonar kerfi.
Samskiptamöguleikamir verða ekki
einvörðungu bundnir við tölvur, þar
sem gáttir í önnur fjarskiptakerfi eru
jafnframt í staðlinum. Tölva Pósts
og síma til skeytaflutningsþjónustu
verður bráðlega sett upp og tekin í
notkun. Hún er af gerðinni IBM S/
88 og er tvöföld og báðir hlutar
hennar samstíga í öllum aðgerðum.
Verði annar fyrir áfalli heldur hinn
áfram vinnslu eins og ekkert hafi í
skorist. Vegna þessarar tvöföldu
uppbyggingar er mesta mögulega
uppitíma náð og rekstur tryggður
allan sólahringinn árið um kring.
Hugbúnaðurinn fyrir X.400
þjónustuna kemur frá ICL í
Bredandi og er byggður á CCITT
stöðlum frá árinu 1984, en hann
verður uppfærður í 1988 staðlana
seinnihluta ársins 1990 og þjónustan
komin í endanlegt horf árið 1991.
Uppsetning þessa kerfis markar
einnig þau tímamót að í fyrsta sinn
er notað kerfi frá CCITT er notar öll
7 lög Opna samskiptalíkansins OSI.
Notkunarmöguleikar X.400
kerfisins eru afar fjölbreyttir. Auk
þess sem hægt er að senda skeyti og
umbreyta á milli ólíkra kerfa, s.s.
telex og telefax, þá gefst kostur á
margskonar þjónustu svo sem
staðfesting til sendanda á móttöku
skeytis, forgangspóstur, dreifmg á
marga aðila samtímis, afhending á
fyrirfram ákveðnum tíma og vísun
á annan ef móttakandi getur ekki
tekið við skeyti. í staðlinum er gert
ráð fyrir því að notendur geti sent
gögn sín á milli í margvíslegu formi
svo sem í textaformi og seinna sem
grafík og hljóð. Skeytaflutningur
um kerfið mun fyrst um sinn verða
innanlands en smám saman tengjast
við önnur lönd.
X.400 kerfið er uppbyggt úr
nokkrum einingum sem hver hefur
tiltekið verksvið.
17