Tölvumál - 01.01.1990, Page 18
Tölvumál janúar 1990
X.400 kerfið notar svonefnda
geymsluskilatœkni, store-and-
forward, og því er ekki nauðsynlegt
að viðtakandi sé í sambandi við
kerfið þegar skeyti er sent heldur er
það geymt þar til unnt er að koma
því til hans.
Þeir áskrifendur sem nota PC og
sambcerilegar einmenningstölvur,
munufá með áskrift sinni X.400
forrit meðnotendamiðla eiginleikum
og geta því undirbúið skeyti sín
áður en þeir hringja í skeytatölvu
Pósts og síma.
X.400 mun greiða leiðina að því
marki að minnka pappírsvinnu og
stuðla að framgangi skjalalausra
samskipta á borð við EDI.
Fyrst ber að nefna notendamiðilinn
eða notendaútstöðina, UA, User
Agent, Það er sá hluti kerfisins sem
notandi hefur samskipti við og í
honum eru skeyti undirbúin,
aðlöguð, send og móttekin. Fyrst í
stað munu notendamiðlar verða
ýmist í búnaði notendanna sjálfra,
eða sem hluti af tölvu
skeytaflulningsþjónustunnar en það
er ætlun CCITT að í framtíðinni
verði notendamiðlar hjá notendum.
Önnur eining er
skeytaílutningsmiðill eða MTA,
Message Transfer Agent. Hann sér
um að koma skeytum frá sendanda
til viðtakenda. X.400 kerfið notar
svonefnda geymsluskilatækni, store-
and-forward, og því er ekki
nauðsynlegt að viðtakandi sé í
sambandi við kerfið þegar skeyti er
sent heldur er það geymt þar til
unnt er að koma því til hans.
Tengingar við önnur X.400 kerfi
fara um MTA.
Ein eining til viðbótar er
skeytageymsla kerfisins eða MS,
Message Store. Unnt er að geyma
skeyti notenda í þessum
skeytageymslum þar til þau eru sótt.
Þessar þrjár einingar til samans
mynda skeytaflutningsþjónustuna
MTS, Message Transfer Service.
Innan hvers lands er einn
afmarkaður hluti fyrir opinberan
rekstur, og hann nefnist
ADMINISTRATIVE DOMAIN,
eða ADMD, og hann inniheldur
ofangreindar einingar, en fyrirtæki
geta einnig haft sér kerfi sem
tengjast því opinbera og kallast þau
PRIVATE DOMAINS, eða PRMD.
í hverju landi er að minnsta kosti
eitt ADMD kerfi og öll PRMD kerfi
tengjast um ADMD. Samtengingar
á milli landa eru alltaf um ADMD
hluta.
Ónefndar eru tengingar við önnur
samskiptakerfi. Stuttu eftir að
þjónustan verður tekin í gagnið hér
á landi verða opnaðar tengingar við
TELEX, bæði til innkomandi og
útfarandi notkunar en einnig verður
opnuð tenging við TELEFAX tæki
til útfarandi notkunar. Ekki er gert
ráð fyrir innkomandi TELEFAX
skeytum í staðlinum frá 1984 en sá
möguleiki er í 1988 staðlinum. Hafi
viðtakendur skeyta hvorki tölvu,
telex né telefax er mögulegt að láta
prenta út skeyti og bera út í pósti.
Tengingar notanda við kerfið verða
annarsvegar í gegnum
gagnaflutningsnetið og hinsvegar
með fjölhraða upphringimótöldum
fyrir ósamhæfð samskipti frá
einmenningstölvum. Mótöldþau
sem notuð verða eru fyrir fjölhraða-
notkun og með MNP villuvöm
þeirri sem fyrr var greint frá.
Þeir áskrifendur sem nota PC og
sambærilegar einmenningstölvur,
munu fá með áskrift sinni X.400
forrit meðnotendamiðla eiginleikum
og geta því undirbúið skeyti sín
áður en þeir hringja í skeytatölvu
Pósts og síma. Notendur annarra
einmenningstölva, svo sem
Macintosh, þurfa hinsvegar að
hringja til skeytatölvunnar fyrst og
vinna skeytin í notendamiðli þar.
Stærri tölvur munu tengjast um
gagnaflutningsnetið og keyra sinn
eigin X.400 hugbúnað og því
tengjast almenna kerfinu sem
fyrmefnt PRIVATE DOMAIN.
X.400 mun með tímanum hafa
veruleg áhrif á samskipti manna, sér
í lagi í viðskiptum og að því mun
koma að kerfi þetta mun þykja jafn
ómissandi og talsíminn er í dag. Öll
fyrirtæki og stofnanir, stór og smá
svo og einstaklingar munu geta nýtt
sér það og geta skipst á
upplýsingum með meira öryggi og
hraða en nú tíðkast.
Vegna víðtækrar samstöðu um einn
staðal og eitt kerfi fyrir allan heim
munu tæknilegar hindranir í
gagnaskiptum á milli manna hverfa.
X.400 mun greiða leiðina að því
marki að minnka pappírsvinnu og
stuðla að framgangi skjalalausra
samskipta á borð við EDI.
X.400 mun gera vinnu manna
markvissari og leiða til aukinnar
framleiðni. Með samskiptaforritum
fyrir notendaútstöðvar í
einmenningstölvum munu
einstaklingar hafa á borði sínu
fullkomið samskiptatæki sem ná
mun um síðir til allrar veraldar og
allra manna.
18