Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 20
Tölvumál janúar 1990
í fyrsta lagi þá eru til í AM+ (útg.
3.02) tól til að búa til skráaskilgrein-
ingar fyrir DB2 og ADABAS
gagnasafnskerfi.
Þá er einnig í AM+ brú til að flytja
gögn úr AM+ yfir í þróunar-
umhverfi ADABAS (og til baka
aftur ef því er að skipta).
Þessi brú er notuð hjá SKÝRR, en
menn eru rétt að komast yfír
byrjunarörðugleika við notkun
hennar svo ég treysti mér ekki til að
fjölyrða um hana.
AUTO-MATE PLUS hjá
SKÝRR
Hver skyldu nú vera markmiðin
með notkun AM+ hjá SKÝRR?
- Samræming. Hjá fyrirtæki eins og
SKÝRR er auðvitað mikil
hagræðing í því að nota eina
kerfisfræðiaðferð í stað þess að
þurfa að viðhalda þekkingu
starfsmanna á fleirum. LSDM var
valin hjá SKÝRR því LSDM-
aðferðin er heilsteypt og viðurkennd
aðferð. Hún spannar nægilegan
hluta hugbúnaðarferilsins (það gera
ekki allar aðferðir). LSDM er
viðurkennd aðferð (sbr. notkun
hennar hjá hinu opinbera í
Brctlandi).
Líklegt er að aðferðin verði tekin
upp eða notuð sem viðmiðun víðar í
náinni framtíð.
Aðalhugbúnaðarbirgir SKÝRR,
Software AG, mun t.d. miða við
þessa aðferð í sínum hugbúnaðar-
verkfærapakka sem væntanlegur er
innan skamms.
- Aukin framleiðni ásamt meiri
gæðum.
- Minna og ódýrara viðhald.
- Nákvæmari kostnaöaráætlanir.
- Auðveldara eftirlit með
verkefnum í heild og kostnaði við
einstaka þætti þess.
Til að ná þessum árangri hjá
SKÝRR þá samþættum við
LSDMAM+ inn í gæðakröfur okkar
og gerum aðferðina að ófrávíkjan-
legum þætti í okkar hugbúnaðar-
gerð.
Það að innleiða þessa tækni gerist
þó ekki á einni nóttu, allt tekur þetta
sinn tíma og menn verða að horfa
fram á veginn en líta ekki bara rétt
fram fyrir tær sér. Ákvörðun um það
að nota hugbúnaðarverkfæri eins og
AM+ getur alls ekki verið geðþótta-
ákvörðun; það þarf að setja einhver
markmið og það verður einnig að
horfa á kostnaðarhliðina.
Hvað vinnst með AUTO-
MATEPLUS?
- Allir kostir LSDM-aðferðarinnar
eru innifaldir (sbr. umfjöllun hér á
undanum LSDM).
- Nú hafa menn kost á því að gera
það sem þeir áður sögðust gera, þ.e.
að skjala kerfi strax við greiningu
þess og hönnun í stað þess að gera
það eftirá eða alls ekki.
- Vinna við AUTO-MATE PLUS er
óneitanlega mun hraðvirkari en
vinna með blýanti og pappír og auk
þess sparast allt utanumhald um
pappírsflóð sem menn voru að kikna
undan í handvirkri útfærslu
aðferðarinnar.
- í sumum tilvikum prófar AM+
samræmi í hönnuninni. AM+ leitar
að misræmi, þegar það er hægt með
kerfisbundnum aðferðum og bendir
notanda á hvar gallar eru við
hönnun og greiningu.
Að auki má segja það að án
verkfæra eins og AM+ taki menn þá
áhættu að ráða ekki nægilega við
auknar kröfur og eftirspum frá
hugbúnaðarkaupendum.
Reynsla SKÝRR af AUTO-
MATEPLUS
Hjá SKÝRR eru flestir, sem á annað
borð eru farnir að nota AM+, að
vinna við sína fyrstu hönnun með
verkfærinu.
20