Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 27
Tölvumál janúar 1990 Aðfenginni reynslu. vil ég sérstaklega mæla með íslenskum lausnum þær standast fyllilega samanburð og oftast gott betur. í annan stað var nauðsynlegt að einfalda upplýsingaflæði sem kallar á markvissari vinnubrögð í framleiðslunni sem og í tölvuvinnslunni sjálfri. Þá var lika stoppað í göt í upplýsingasöfnun þannig að dæmið gengi endanlega upp. Þeir valkostir semvið stóðum frammi fyrir voru: Sækja til Alusuisse kerfí sem myndi fullnægja okkar kröfum. Það er mjög einfalt að afgreiða það með því að það kerfi fannst ekki og er það örugglega ekki til. Það skapast af því aðstæður eru mismunandi í hverju landi og forsendur í framleiðslu ólíkar. Ef þessi valkostur hefði átt að koma til greina þá hefði það kerfi þurft að ganga í gegnum gagngerar breytingar sem allir hugbúnaðarmenn vita að er verra en að skrifa nýtt frá grunni. Annar valkostur var að sækja staðlað kerfi eitthvað annað en þar fannst heldur ekkert sem hentaði. Þriðji valkosturinn var að hanna nýtt kerfi frá grunni. Niðurstaða fékkst loks í málið í ágúst 1988 en þá var gerður samningur við TölvuMyndir h/f um hönnun á nýju kerfi í samráði við ISAL. Vélbúnaðurinn sem valinn var er einkum IBM PS/2 tölvur sem vinnuslöðvar og DEC gagnavinnslutölva. Þá voru og settir upp 3 Novell netþjónar sem sáu um þjónustu fyrir PC vélamar á netinu. Lagt var Ethemet tölvunet um IS AL svæðið og er lengd kapalsins um 1.5 km. Netkortin sem keypt voru komu frá Excelan. Þessi uppstilling á vélbúnaði er að því leyti óvenjuleg að megin vinnslan er hjá PS tölvunum en Vax tölvan sér eingöngu um gagnavinnsluna (“Client-Server”) Gagnavinnslukerfið sem valið var á VAX tölvuna er frá Oracle og byggir á SQL. Þessi uppstilling gerir okkur kleyft að vera með fullkomlega dreifða gagnavinnslu þannig að tiltölulega litlar tölvur sjá um gagnavinnsluna á meðan fjölgun PC véla er látin svara auknu vinnsluálagi. Sem dæmi má taka að í fyrstu uppsetningu var MVax 2000 látinn annast gagnavinnslu u.þ.b. 20 aðila sem tengdust netinu. Stýrikerfi gagnavinnsluvélanna er og verður Unix sem mjög hefur rutt sér til rúms að undanfömu. Það eru stórir kostir því samfara við þessa leið. Við erum t.d. óháðir vélbúnaðartegund og getum skipt við þann sem getur veitt okkur góða þjónustu og er samkeppnishæfur í verði. Okkur er einnig engin launung á því að við virðum þá sérfræðiþekkingu sem er innan veggja Háskóla íslands á tölvumálum og netmálum og lítum á þá sem fyrirmynd að því sem við gerðum enda höfum við átt gott samstarf við þá hjá Reiknistofnun H.I. við uppsetningu þessa kerfís. Að lokum er hér áskomn til ykkar fundargestir. Að fenginni reynslu vil ég sérstaklega mæla með íslenskum lausnum þær standast fyllilega samanburð og oftast gott betur. 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.