Vísir - 24.07.1962, Page 6

Vísir - 24.07.1962, Page 6
VISIR Þriðjudagur 24. júlí 1962. Churchill hefur náðuga daga í ellinni Gamalt máltæki segir: „Svo ergist sem eldist“. Þetta á vissulega við um marga, ekki sízt þá menn, sem á yngri árum hafa haft forystu og frægð. Með ellinni fer þá oft svo, að þeim finnst þeim vera ýtt til hliðar og fyllast af gremju út í allt og alla. Ömurleg elli. Svo fór um hinn fræga Lloyd George, forsætisráðherra Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann eyðilagði elztu ár sín með bit- urleika og blaðadeilum. Eins fór fyrir öðrum brezkum forsætis- ráðherra Ramsay MacDanald, sem var forustumaður Verka- mannaflokksins kringum 1930. 1 ellinni sá hann alls staðar fjendur. Þannig mætti fylla langan lista með nöfnum freegra manna, sem urðu argir með aldrinum. Lyftir V-merki. Einn er þó sá maður, sem ekki fellur undir þennan flokk og það er gamli Winston Churc hill. Fáum mönnum hefur hlptn azt jafn mikill heiður og frægð og honum. Líf hans hlaut fyll- ingu í harðri baráttu og hann sá árangur starfs síns í sigrin- um yfir nazismanum. Samt var brezka þjóðin svo vanþakklát, Alltaf er Churchill með vindilinn uppi í sér. En það er sjaldnar kveikt í honum en áður. ;............... að í fyrstu þingkosningum eftir stríðið tapaði hann og varð að selja völdin í hendur Verka- mannaflokknum. En hann lét það ekki á sig fá, lyfti V-merkinu með fingrun- um og innan fárra ára hafði hann aftur komizt til valda, ríkti síðan í nokkur ár. En árið 1955, sagðist hann vera orðinn of gamall og fól öðrum stjórn- artaumana. Á náðuga daga. Síðan hefur hann látið sér líða vel, átt náðuga daga í ell- inni. Hann er nú orðinn 87 ára og var það mikið áfall fyrir hann, þegar hann féll á dögun- um af stóli slnum og lærbrotn- aði. Menn óttast að e.t.v. verði hann ekki lengi enn á meðal þjóðar sinnar, enda þótt hann lyfti fingrum enn í V-merkinu. Við skulum sjá hvernig þessi gamli forystumaður og kappi hafði það í ellinni, áður en ó- happið skeði. Hann var orðinn all hrumur líkamlega. Hann gekk mjög hægt og variega. Andlit hans var hrukkótt og bólgið. Ha.in grét oft, þegar hann komzt í geðshræringu, en oftast ?t gleði.. Hann hafði vindil oftasl í munnvikinu en það var aðein. sjaldan eldur í honum. Hann rétt dreypti á viskíi. Og þegar Churchill kemur í veizluna. Vinstra megin við hann er Macmilian forsætisráðherra. hann sat í djúpa hægindastóln- um sínum kom það oft fyrir að hann sofnaði, jafnvel þó ein- hverjir væru að tala við hann. Og þó lifir neistinn enn I hon- um. Þóttist sofa. Fyrir r.okkru kom mikilsvirt- ur sagnfræðingur til hans og fór að ræða við hann. En í miðju pamtalinu hnigu augna- lok Churchills og var svo að sjá sem hann sofnaði. Sagn- fræðingurinn tók þó eftir því að það rifaði aðeins I augun og Churchill var að virða hann fy ir sér og hlusta á hann, þó hann virtist sofandi. Á eftir samtalið spurði sagn- fræðingurinn Churchill hvort hann mætti hafa eftir honum einhver af ummælum hans og gamli maðurinn svaraði: — Það er mér alveg sama um, oað er sama hvað þér skrifið um mig, þætti mínum í sögunni verður ekki breytt. Þótti gaman að hitta Beaverbrook. Fyrir nokkru kom gamli mað urinn í samkvæmi í Londor, sem nokkrir frægustu menn Breta sátu. Þar var Macmillan forsætisráðherra og Beaver brook, sem nú síðan Evrópu- markaðsmálin komu á dagskrá er orðinn svæsnasti fjandmaður Macmillans. Þeir slepptu nú öll um fjandskap, en Churchil! se:( ist í sófa við hlið hins gamla vinar síns Beaverbrooks og rirj- aði upp gömlu dagana, þegar þeir stóðu saman f baráttunni gegn nazistum. Sir Winston lét af embætti forsætisráðherra sem fyrr seg- ir þann 5. apríl 1955 og heíur síðan notið lífsins í ellinni. Síð- ustu raunverulegu þingreeðu sína hafði hann flutt skömmu áður og fjallaði hún um tillögu þess efnis, að Lloyd George yrði reistur minnisvarði. Síðan hefur hann aðeins kom ið við og við í þingið. Hann hef- ur t.d. haft það fyrir sið, að koma þangað á afmælisdaginn sinn 30. nóvember og svo gerði hann á síðasta afmæli sínu. Það verður sennilega í síðasta sinn sem hann kemur þangað. Churchill fagnað í þinginu. Á afmælisdegi Churchills hafa siðvenjur og þingsköp ver ið brotin á óþingræðislegasta hátt. Við skulum rifja upp þennan síðasta afmælisdag hans. Klukkan þrjú síðdegis birtist hann í anddyrinu og gekk örhægt inn eftir gólfinu. Jafnskjótt og hann birtist stóð allur þingheimur upp, stjórnar- andstaðan jafnt og stjórnarsinn ar hylltu gamla manninn með lófataki eða veifuðu þingskjöi- um. Áhorfendur á þingpöllu.n tóku þátt í fagnaðarlátunum. Þegar Churchill hafði tekið sér sæti á stjórnarbekk stóð einn ráðherranna Sir David Eccles upp og tók til máls án þess að biðja þingforseta um ieyfi og óskaði Churchill hjart- anlega til hamingju. Þvínæst Framh. á bls. 10. IMMB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.