Vísir - 26.07.1962, Síða 1

Vísir - 26.07.1962, Síða 1
VÍSIR 52. árg. — Fimmaudagur 26. júlí 1962. — 169. tbl. samningar vii Rússa? Heildarsöltun síldar fyrir norðan og austan nemur nú um 200 þúsund tunnum. Það er með öðrum orðum að verða búið að salta upp í gerða samninga, og síldarsöltun stöðvast í fram- kvæmd vegna aðvörunar síldar utvegsnefndar, þar eð ekki hef- Framh. á bls. 5. Síldarsöltun stöðvast! I gær barst síldarsaltendiun eftirfarandi bréf frá Síldarút- vegsnefnd: Siglufirði, 25. 7. 1962. Fyrirframsamningar um sölu Cut-síldar hafa nú verið uppfylltir. Samningar um frekari sölu standa yfir, en niðurstaða af þeim samninga- umræðum er ekki enn fyrir hendi. Síldarútvegsnefnd vill því að síldarsaltendum sé Ijóst, að síld sú, sem söltuð er hér eftir, er söltuð algerlega á á- byrgð og áhættu saltenda. Að sjálfsögðu er heimilt að halda áfram verkun á ólokn- um hluta sérverkaðrar síldar samkvæmt sérstökum tilkynn ingum Síldarútvegsnemndar. Virðingarfyllst, pr. pr. Síldarútvegsnefnd Jón Stefánsson. Fréttaritari Visis á Siglufirði sagði í morgun, að þessi aðvör- un myndi nú stöðva síldarsöli- un í framkvæmd. Hann sagðist hafa átt tal við ýmsa saltendur á Siglufirði og væru þeir á einu máli um að ekkerí myndi verða saltað á meðan þessi óvissa um síldarsöluna ríkti og eru það verstu fréttir, sem borizt geta, þegar hæst stendur síldarvertíð- in. Hefðu samningar tekizt við Rússa væri þessi stöðvun ekki yfirvofandi. — Síldarsaltendur banda á, að bankarnir muni ekki lána út á síld þótt einhverjir vildu hætta á að salta á eigin ábyrgð, þar sem svo alvarleg að- vörun hefur borizt frá Síldar- útvegsnefnd og þvi sé sjálfgert að söltun hætti. i Víslfiila I rasafærslii- kostnaðar Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júlfmánaðar Reyndist hún vera 117 stig eða einu stigi hærri en hún var í byrj- un júni s.l Axel syndir Eyjafjörð í dag! Axel Kvaran sundkappi kom til Akureyrar í gær, en hann ætlar að j synda yfir Eyjafjörð í dag. Eru 1 skilyrði til sundsins allgóð, ágætis ! veður á Akureyri, glampandi sól j og 17 stiga hiti. Hann ætlaði að leggja af stað frá Akureyri kl. 1 og síðan átti að hefja sundið ki. 2. Axel syndir inn Eyjafjarðarál, fyrir Oddeyrartanga, inn pollinn og mun hann stíga á land í bátakvíinni. Það eina sem er að veðrinu er að á Akureyri er nokkur sunnan- vindur, sem verður á móti honum. Eyjólfur Jónsson synti þessa leið fyrir tveimur árum. Hafði hann þá meðvind og var 3 klst. 18 mínútur á leiðinni, sem mælist vera ná- kvæmlega 9 km. Axel var hinn hressasti þegar hann kom til Akureyíar og von- góður um að sundið tækist vel. Búizt er við að hpkill mann- Framh. á bls. 5. I síldarhrotunni síðustu daga hefur verið saltað meira en nokkru sinni fyrr á íslandi. Þessi mynd, sem tekin var í gær norður á Raufarhöfn, sýnir, hvernig umhorfs var á söltunarstöð Hafsilfurs. Þar kepptust allar stúlkurnar við að salta. En svo kemur allt í einu tilkynningin frá Síldar- útvegsnefnd og söltun er að stöðvast. Allt fullt hjá SÖGU 6* hæðin fekisi í nofkun í prbö!d á millilandaskipum Eins og kunnugt er opnaði Hótel Saga með gistiherbergi á einni hæð, það er fimmtu hæðinni. En f gærkvöldi var sjötta hæðin einnig tekin í notkun og var sofið f hverju rúmi á báðum hæðum í nótt. Á þessum hæðúm eru sam- tals 60 herbergi með 104 rúmum. Aðsókn hefir verið ágæt að hinu nýja gistihúsi, síðan það tók til starfa, oft fullt og skortur á gisti- rúmum. Gestirnir hafa verið mjög ánægðir með dvölina þar, enda er þetta gistihús sérlega vandað, bú- ið öllum þægindum svo að segja má, að það standi ekki að baki fyrsta flokks hótelum erlendis, nema síður sé. Nú er eftir að taka í notkun sjö- ; undu og síðustu hæðina en gisti- ; herbergi verða ekki á fleiri hæðum, en fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð hússins Unnið er af kappi að því að innrétta sjöundu hæðina og er það iangt komið. Þessi hæð verður langskemmtilegust. þar eru útsýn- issvalir allt í kring. ► Umræðan um vantraust á brezku stjórnina eru liafnar. Af hálfu stjórnarsnd itæðinga er Gaitskel! aðalræðurmaður. Mac- millan flytur fyrstu ræðuna aftir breytingamar á stjóminni, og Maudling hinn nýi fjármálaráð- herra flytur lokaræðuna. Fulitrúar Vinnuveitendasam- bands íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur komu saman á fund i gær. Hefur Sjómannafélagið far- : ið fram á 9% kauphækkun fyrir j háseta og kyndara á millilanda- j skipunum (4 pius 5%) og einnig 1 vilja þeir fá stofnaðan sjúkrasjóð. Undirnefnd var skipuð til athug- unar á kröfunum. Gerðardómur sá, sem skipaður var 10. þ. m. vegna deilunnar um kaup og kjör á sumarsíldveið- unum átti að koma saman kl. 11.30 og verður skotið inn frétt um úr- siit hans verði hún fyrir hendi, áð- ur en blaðið fer í pressuna. Munnlegur málfiutningur hófst fyrir Félagsdómi síðdegis í gær út af þjónaverkfallinu. Úrskurðar hann hvort þjónar hafi boðað lög- lega til verkfallsins. Fellur úrskurð ur síðdegis í dag. Sáttásemjari hefur þegar haldið einn fund í trésmiðadeilunni og hefur boðað nýjan fund kl. 5 e. h. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins og kjöti|Snaðarmanna koma saman á fund í dag. Kjötiðn- aðarmenn hafa boðað verkfall 1. ágúst, ef ekki semst fyrir þann tíma. ► Bandarikjamönnum mistókst í morgun tilraun með kjamorku- sprengju £ háloftunum. Átti hún að springa í mikilli hæð yfir John- stone-ey á Kyrrahafi, en það varð að eyðileggja hana á jörðu. Ekkert manntjón varð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.