Vísir - 26.07.1962, Side 4

Vísir - 26.07.1962, Side 4
VISIR Fimmtudagur 26. júlí 1962. Togarar eru búinu Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður íslands í Grimsby og umboðsmað ur Félags íslenzkra botn vörpuskipa ,kom hingað Iaust fyrir s.l. helgi, en þessi þjóðkunni ágætis- maður bregður sér heim á sumri hverju, til við- ræðna — og vegna órofa tryggðar sinnar við land og þjóð, ættingja og fjölda vina. Nú fer að styttast til þess tíma, er íslenzkir togarar — ef að venju léti — færu að afia fyrir brezkan markað, og barst talið, er ég ræddi við hann í gær á Hótel Borg, að framboði á togarafiski í Grimsby og svar- aði hann fyrirspurn í því efni á þessa leið: — Það hefur verið mikið framboð á fiski veiddum við Is- land, á Hvítahafi, við Bjarnarey og Svalbarða, og þar af Ieiðandi enginn skortur á fiski á mark- aðnum. Ef að vanda lætur býst ég við, þegar þessi mánuður er liðinn, að fari að draga úr fram- boði á fiski frá þessum veiði- svæðum, einkanlega þó á fiski veiddum á Hvítahafi, við Bjarn- arey og Svalbarða. Fáir brezkir togarar hafa ver- ið að veiðum við Grænland í sumar. Nægur fiskur hefur afl- ast á þeim miðum, sem ég nefndi, en við Grænland er smærri fiskur og þangað lengra að sækja. AFLINN HÉR VIÐ LAND Um afla brezkra togara hér við land að undanförnu sagði Þórarinn: — Þeir hafa aflað talsvert af ýsu á miðum út af Austur- og Norðurlandi, fengið þetta frá 400 og upp í 1200 kitt af ýsu í veiðiferð yfirleitt ekki mikið af kola. VERÐLAG Verðið hefur verið nokkuð mis jafnt. Fram að þessu hefur fram boð verið meira en eftirspurn og hefur það sín áhrif á verð- lagið o. fl., — þannig hefur það að sjálfsögðu áhrif ef mikið berst að I einu og svo hverrar tegundar fiskurinn er og gæði hans. Og meðan heitast er í veðri dregur úr neyzlu á fiski, og borða menn þá meira af græn meti og öðru, en þegar kemur fram I september fer fiskneyzl- an aftur að aukast og hefur á- hrif til verðhækkunar. AFLAMAGNIÐ Fyrirspurn um hve mikið brezkir togarar hefðu aflað í veiðiferðum á íslandsmið að undanfömu svaraði Þórarinn svo: Þórarinn Olgeirsson. Þeir hafa komið með þetta frá 1000 kittum upp í 1800 — 1900, og þar af mikið af ýsu eins og ég sagði áður, en lítið af flatfiski, og sölur verið þetta frá 5 — 6000 sterlingspund upp í 10 — 11 þúsund. VÖRUVÖNDUN Talið barst að nauðsyn vöru- vöndunar. — Mikið veltur á að vandað sé til meðferðar á fiskinum, sagði Þ.O. — og I því efni eru gerðar slvaxandi kröfur. í Grms by skoða 2—3 læknar allan fisk sem kemur á land, og uppfylli hann ekki allar þær kröfur, sem gerðar eru, fæst ekki leyfí til þess að setja hann á markað fyrir neyziufisk. Til þess að fisk urinn sé góð vara, er hann kem- ■ ur á markaðjnn mega veiðiferð- irnar ekki taka of langan tíma, og meðferðin á fiskinum á skips fjöl verður að vera fyrsta flokks, þvo hann vel og ísa, og helzt stjórar, sumir á togurum og sumir stofnað þar heimili, og þar væri sem sagt þó nokkuð um fþlk af íslenzku bergi brotið. Ekki hefði þetta fólk með 'sér fastan félagsskap, en þeir sem við gætu komið sæktu hátiðar- fundi íslendingafélagsins í Lon- don, t.d. á þjóðhátíðardaginn. Rætt við Þórarin Olgeirsson Danskir og norskir sjó- menn hefðu tíðum verið allmarg ir í Grimsby, einkum danskir, og margir á minni fiskiskipum, og verið eftirsóttir, enda dug- andi fiskimenn. Og um vinsæld- ir íslenzkra sjómanna í Grims- by þyrfti ekki að efast — og ekki sízt hefði kaupsýslustéttin saknað þeirra þegar íslenzkir togarar sáust ekki í Grimsby vegna fiskveiðideilunnar. FRAMTÍÐ TOGARAÚTGERÐARINNAR Þórarinn kvaðst mundu verða hérna til 7. ágúst og stæði nú fyrir dyrum, að hann ræddi við forráðamenn Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda. Ég bað hann að segja álit sitt varðandi tog- araútgerðina og framtíðina og kvað hann svo að orði: Það er að mínu áliti mjög mikilvægt, að togaraútgerð verði haldið áfram á Islandi. Togaraútgerð á ekki — og má ekki — leggjast hér nið- ur. Er leið á skútuöldina sáu framsýnir menn, að breyta þurfti til og gera út togara. Þeirra fyrstur var Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstj. í Háteig, sem réðst í það fyrstur íslendinga að láta smíða nýjan togara. Tog- araútgerðin reyndist lyfti- stöng þjóðarbúskapnum. Ég held, að síðan hafi ekkert gerst, sem ekki sýni að togaraútgerðin er enn mik ilvæg þjóðarbúinu, en aldrei kom mikilvægi hennar skýr- ara i Ijós en á tímum tveggja heimsstyrjalda. Raunar hefur hún allt frá upphafi verið þjóðarbúinu nauðsyn — og jafnvel bein lífsnauðsyn, og því ber að sjá um, að hér verði unt að gera út togara í. framtíðinni. Þetta segi ég ári þess að draga á nokkurn hátt úr mikilvægi bátaútvegs ins fyrir þjóðarbúið, en það þarfnast bæði báta- og tog- araútgerðar og aldrei frekar en ijú. A. Th. leggja hann í einfaldar raðir í hillur. 6-10 TOGARAR LANDAÁDAG Þórarinn kvað 6-10 togara á dag hafa Iandað fiski á undan- gengnum tíma, þ. e. fisk frá fjar lægum miðum. Væru flestir frá Grimsby, en Hull-togarar, sem gerðir væru út á fjarlæg mið, lönduðu þar stundum, ef mikið bærist að í Hull. NÆRRI HÁLFA ÖLD í GRIMSBY Þórarinn hefur verið búsett- ur í Grimsby frá því 1914 og fer því að styttastj að hálfrar aldar búsetu þar. Talið barst nú að íslendingum í Grimsby. Kvað Þórarinn lengstum þann tíma, sem hann hefur átt heima í Grimsby, nokkra íslendinga hafa átt þar heima, íslenzkir sjó menn verið stýrimenn og skip- Æfleir mi máBa - Framh. af 6. síðu. ari öld og hafa verið lærifeður margra yngri málara Noregs og einnig nokkurra íslenzkra mái- ara, sumir. Per Krogh var ti! skamms tíma prófessor við Listaháskólann í Osló. Veggmál verk hans prýða veggi ráðhúss- ins í Osló, og hann var líka fenginn til að skreyta veggina í höll Sameinuðu þjóðanna i New York. Hann er sonur meistarans Christian Krogh, en það er langt í frá, að hann hafi stælt list föður síns. Hann dvald ist í París áratugum saman og er all-alþjóðiegur í list sinni. Hafnarfjörður „malerískur" bær. — Ætlið þér að mála á með- an þér standið við hér á landi? — Það geri ég áreiðanlega. Það er líka stutt að fara fyrir mig. Mér hafði áður verið sagt að Hafnarfjörður væri náma fyr ir málara, vegna þess, hve „malerískur" hann væri, einnig Grindavík. Og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef hugs- að mér að festa þessa fallegu bæi á léreft áður en ég fer og hafa heim með jmér. ioeiiKf Idlewilde-flugvöllinn hjá New York. Boeing 707 flugvél var komin á loft þegar hún hrapaði skyndilega niður í fen v!.ð ströndina. Allir sem í henni voru, 95 manns fórust. 21. marz fórust 45 manns i Boeing 707, sem hrapaði við Center Ville í Iowa fylki ' Bandaríkjunum og í júní-mán- uði uröu tvö hinna mestu slysa í sögu flugsins þegar tvær Bo- eing 707 í eigu franska flug- félagsins Air France fórust, sú fyrri við Orly-flugvöll hjá París þann 3. júní þegar 131 maður lét lífið og sú seinni á leiðinni til Suður Ameríku við frönsku eyjuna Guadeloupe en þar fót- ust allir sem með flugvélinni voru 113 manns. Um 500 hafa farizt. Á skömmum tíma hafa farizt í Boeing 707 flugslysum um 500 manns. Þessi slys vekja eðlilega feikiathygli, vegna þess að far- þegafjöldinn er svo mikill og þegar óhappið gerist verður því oft úr því stórkostlegt mann- tjón. Það er því engin furða þótt stjórnendur Boeing-verksmiðj- anna séu áhyggjufullir yfir þessu. En þeir halda því þó fram að öryggi í flugferðum sé tiltölulega mikið og benda á hin ar geysi tiðu flugferðir og mikla fjölda fólks sem ferðast daglega með vélunum án þess að lenda í nokkru óhappi. Þeir biðja fólk því að vera ró- legt, hættan sé hverfandi lítil og á meðan framkvæma þeir víðtæka rannsókn á orsökum þessara slysa. ■> Benfica, liðið sem tvö und- anfarin ár hefur unnið Evrópu- bikarinn hefur ráðið til sín nýj- an þjálfara. Er það þjálfarinn Fernando Riera, sem Ieiddi Chile upp á verðlaunapallinn í HM í knattspyrnu. Það er hinn heimsfrægi Bela Guttman, sem fer frá Benfica, en hann segir, að hann nái ekki lengra með liðið og segir þess vegna lausu starfi sínu, en ráði sig til Pen arol í Uruguay.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.