Vísir


Vísir - 26.07.1962, Qupperneq 8

Vísir - 26.07.1962, Qupperneq 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1.'8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 Iausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hvoð játaði Vísir? Blöð stjórnarandstöðunnar hafa verið að stagast á því undanfarna daga, að Vísir hafi viðurkennt, að þjóðin tapi daglega milljónum kr. á „afskiptum ríkis- stjðrnarinnar af járnsmiðadeilunni“. Þessi málflutn- ingur er auðvitað í góðu samræmi við önnur skrif þessara blaða. Það, sem Vísir sagði, h. 19. þ. m., var m. a. þetta: „Enn einu sinni birtist landsmönnum hörmuleg afleiðing verkfalla á atvinnulíf þjóðarinnar. Fyrir Austfjörðum er nú svartur sjór af síld. Elztu sjómenn muna vart eftir öðrum eins síldartorfum“. Því næst var sagt frá því, að löndunarstöðvun væri orðin á Raufarhöfn, skipin yrðu að sigla alla leið til Siglu- fjarðar. Flutningaskip væru tekin á leigu með ærnum kostnaði, og tvær síldarverksmiðjur, sem hefðu átt að vera tilbúnar að taka á móti síld í byrjun júlí, væru ekki teknar til starfa enn. Síðan sagði orðrétt: „Orsök dráttarins er einfaldlega járnsmiðaverk- fallið í sumar, sem stóð á annan mánuð og lauk sem kunnugt er með því, að járnsmiðir gengu loksins að því tilboði, sem þeim hafði verið gert í byrjun“. Allt er þetta rétt, en hvar er í því að finna ádeilu á ríkisstjórnina? Ekki óskaði stjórnin eftir því, að járn- smiðir færu í verkfall. Hins vegar höfðu kommúnist- ar forystu þar, eins og um önnur verkföll, og Fram- sókn studdi þá eins og endranær. Það er því stjórnar- andstaðan, sem ber ábyrgðina á því tjóni, sem þjóð- arbúið hefur beðið vegna járnsmiðaverkfallsins, eins og afleiðingum annarra verkfalla, sem hún hefur haft forgöngu um. Það leynir sér ekki heldur, að Þjóðviljinn er ánægður með árangurinn og myndi áreiðanlega vilja stofna til verkfalla í fleiri framleiðslugreinum um há- bjargræðistímann, ef á því væru einhver tök. Mein- ing Tímans með þessum skrifum er auðvitað sú, að sverta ríkisstjórnina, en ólíklegt verður að telja, að þessi ásökun reynist haldgóður áróður. Lélegir spámenn Eins og flestir ættu að muna, spáðu blöð stjórn- arandstöðunnar mikið og illa um framtíðina, þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum. Allt átti að fara í kaldakol í nokkrum mánuðum; „kreppa“ og „samdráttur“ voru orð, sem oft sáust á síðum Tím- ans og Þjóðviljans þá, og reynt var að fullvissa þjóð- ina um að viðreisnartilraunin væri frá upphafi dauða- dæmd. Ríkisstjórnin lét þennan söng ekkert á sig fá og framkvæmdi sína stefnu. Og nú er svo komið, að þessi sömu blöð komast ekki hjá því að viðurlcenna það öðru hverju, þótt óvart kunni að vera, að atvinna sé næg og „afkorna sæmileg“. Allir vita líka, að fjár- hagur landsins hefur mjög verið treystur og stórfelld uppbygging fer fram bæði til sjávar og sveita. VISIR Fimmtudagur 26. júlí 1962. ' ■-■„'0 a. ■ ■■■«»!«■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ m m m m m ■ ■ ■■■■■ !_■_■_■ ■_■ _■ I Eisenhower til Evrópu Eisenhower, fyrrum forseti, er lagður af stað í skemmtiferð til Ev- rópu. Þegar hann var forseti Bandaríkjanna fékk hann sér splúnku- nýja farþegaþotu af teg- undinni Boeing 707 og varð síðan frægur fyrir hinar miklu ferðir sínar. Enginn forseti Banda- ríkjanna ferðaðist eins mikið og hann. Á hálfum mánuði ferðaðlst hann einu sinni á flugvélinni sinni um öll Miðjarðarhafs- löndin. í annað skipti fór hann í skyndiferð um öll ríki Suð- austur-Asíu, en varð þó að hætta við að heimsækja Japan vegna múgæsinga, þar sem stöfuðu af innanlandsdeilum. I þriðja skiptið ferðaðist hann eins og hvirfilbylur um öll Suð- ur-Ameríkuríkin, en ekki var alls staðar tekið vel við honum þar. STUNDAR olU|_ 1 lto ilúi9i Llliáií SVÍNARÆKT. ,oFIA íðsrr::ri í>V Nú hefur hann ekki lengur farþegaþotuna til afnota, enda er hann ekki svo önnum kafinn nú að hann þurfi að flýta sér. Hann hefur átt rólega daga, síðan hann flutti úr Hvíta hús- inu og hefur búið að sveitasetri sfnu við Gettysburg. Þar hefur hann aðallega stundað svína- rækt. Ekki hefur hann alltaf verið í góðu skapi, finnst Hf sitt tómlegt síðan hann missti öll völd og við og við hefur hann verið að hnýta ónotum í Kennedy forseta eftirmana sinn, sem er af öðrum stjórn- málaflokki en hann. TVÖ BARNABÖRN MEÐ Að þessu sinni tók Eisenhovv- er sér fari með brezka skipinu Queen Elisabeth, sem er stærs :a farþegaskip heims, búið miki- um þægindum. Með honum voru kona hans, sem kölluð er Mamie og tvö barnabörn þeirra, Dwight David, sem er 14 ára og Barbara Anne sem er 13 ára. Enn fremur voru með honum ritarar, þjónar og aðstoðarmenn — alls tólf manns. i — Þetta er £ fyrsta skipti síðan 1928, sem ég ferðast tii Evrópu sem einstaklingur, sagði Eisenhower. !■ Eisenhower og fjölskylda að sigla á brott á Queen Elisabeth. I !v.v.v,v.,.,a,.v.v.v.v.,.v.,.v.wív.,.,.v.,,.v.v.v.w.".v,,.v.,.v, Sem forseti Bandarikjanna heimsótti hann Evrópu annars síðast þegar Parisar-fundurinn var haldinn eins og alnæmt varð. Eisenhower mun fyrst fara til Stokkhólms, þar sem hann ætl- ar að halda ræðu á alþjóðlegu þingi kennara. Það er eina ræð- an sem hann hefur fyrir fram lofað að halda. Því næst ætlar hann að heimsækja Kaupmanna höfn, Bonn, Parfs, London, Dublin og þá fer hann til Cul- zean-kastala nálægt Prestvík I Skotlandi, sem brezka stjórnin hefur veitt honum rétt tii að dveljast f hvenær sem honurn sýnjst. HEILSAR UPP Á GAMLA VINI. Frá Skotlandi mun fylgdariið Eisenhowers halda heim á leið, en ekki er ólíklegt að Eisen- hower sjálfur og kona hans fari við fámenni suður á bóginn, e.t.v. suður til Spánar, þar sem Ejsenhower hefur nýlega keypt sumarhús og er búizt við, að hann vinni þar að ritun endur minninga sinna. Öll ferðin á fyrst og fremst að vera skemmtiferð. Hins veg- ar mun Eisenhower nota tæki- færið til að heilsa upp á gamla vini úr hópi evrópskra stjórn- málamanna og þá gleymir hann áreiðanlega ekki að líta inn til Adenauers forstæisráðherra Þýzkalands, en þeir urðu mjög nánir og einlægir vinir. ■- Mokafli í Vestmannaeyjum — 50 báfar á heimamiðum MOKAFLI hefur verið í Vest-, frystihúsin engan veginn undan mannaeyjum f sumar, sennilega við mótítöku aflans, enda þótt f i með því bezta sem þar hefur: þeim sé unnið fram á nætur. þekkst a ðsumri til, og hafa hrað-! Gísli Þorsteinsson, framkv.stjóri I við Fiskiðjuna hf. í Vestmannaeyj- um sagði, að sem næst 50 bátar frá Vestmannaeyjum stunduðu veiðar á heimaslóðum, þar af væru um 20 þeirra sem stunduðu humar- veiðar, en aðrir þorsk-, ýsu- og flatfiskveiðar. Færri bátar eru á síld frá Vestmannaeyjum en venja er til, eða aðeins 19, en oft hafa þeir verið um eða yfir 30 talsins á hverju sumri. Gísli sagði, að Vest- mannaeyingumlíki verr að veiða sfld fyrir Norðuriandi á sumrin, en þorsk á heimaslóðum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.