Vísir - 26.07.1962, Síða 11

Vísir - 26.07.1962, Síða 11
Fimmtudagur 26. júlí 1962. ———-------------------------------- VI S I R 210. dagur ársins. Næturlæknii ei I slysavarðstof- unni. Sími 15030 Neyðarvakt Læknafélags Reykja- vfkur og Sjúkrasamlags Reykjavtk- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags. Sími 11510. Kópavogsapótek ei opið alla virka daga daga kl. 9,15-8, laugar daga frá kl. 9,15 — 4, helgid. frá 1-4 e.h. Slmi 23100 Næturvörður vikuna 21.-28. júlí er í Reykjavíkur Apóteki. Útvarpið Fastir liðir eins og venjulega. — 18:30 Óperulög. 20.00 Tónleikar. 20:20 Vísað til vegar: Leiðir að Fjallabaksvegi (Einar Guðjohnsen). 20.35 Tónleikar. 21:00 Erindi: Er þörf á alþjóðamáli (Stefán Sigurðs son kennari) 21:20 Nútímatónlist. 21:35 Or ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson" eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, XI (Séra Sveinn Víkingur). 2230 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). 23:00 Dagskrárlok. Söfnin Árbæjarsafn; Opið á hverjum degi nema mánudaga ki. 2-6. Á sunnudögum kl. 2-7, Bæjarbókasafnið. Lokað vegna sumarleyfa til 7. ágúst. Þjóðminjasafnið er opið alla daga frá kl. 1,30 til 4 e.h. Gullkorn Jesú sagði því aftur við þá: Sann lega, sannlega segi ég yður: ég er dyr sauðanna. Allir sem komu á undan, eru þjófar og ræningjar, en sauðimir hlýddu þeim ekki. Ég er MYNDIN er tekin við komu Norðmannanna og sýnir myndin þá Guðmund Ástþórsson, sem sér um móttöku skátanna, heilsa fararstjóra Norðmannanna, Odd Hopp. En hann dvaldist eitt sinn hér á landi og var skólastjóri Gil- wersskólans. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA Látið hina vangefnu njóta stuðn- ings yðar, er þér minnizt látinna ættingja og vina. Minningarkort Sfyrkir Evrópuráðið veitir fyrir árið 1963 nokkra rannsóknarstyrki, sem hver um sig nemur 6000 kr. Tilgangurinn með styrkjum þess- um er að hvetja til vísindalegra rannsókna á eftirgreindum sviðum, að því leyti sem þau varða sam- starf Evrópuþjóða: Stjórnmál, lögfræði, hagfræði, landbúnaður, félagsfræði, kennslu- mál og æskulýðsmál, heimspeki, saga, bókmenntir og listir. Viðfangsefni, sem teljast aðal- lega eða einungis hafa gildi fyrir eina þjóð, koma ekki til greina í sambandi við styrkveitingu. Ýmislegt Nýlega hafa tveir lögfræðingar, þeir Sigurður Sigurðsson og Krist- inn Sigurjónsson fengið leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fá þeir þar með titilinn „héraðsdóms- Iögmenn“. ÍSLENZKUR IÐNAÐUR. Vísi hefur borizt janúar-aprfl- blað íslenzks iðnaðar, sem gefið er út af Félagi ísl, iðnrekenda. Þar er sagt frá Ársþingi iðnrekenda, sem jafnframt er aðalfundur Fé- lags íslenzkra iðnrekenda. Annað efni: Iðnaðurinn 1961, Störf F.I.I., ræða formanns Sveins B. Valfells, við setningu ársþings iðnrekenda 27. apríl 1962. UNGUR JAPANSKUR ÍSLANDSVINUR. I gær barst Vísi bréf frá ungum pilti austur í Japan, sem langar til að skrifast á við jafnaldra sína á Islandi. Hann kveðst hafa fengið áhuga á íslandi við lestur bóka. Frístundagaman hans er að hlusta á fagra tónlist, lesa, taka ljós- myndir og ferðast. Helzt af öllu vill hann skrifast á við íslenzka stúlku. Hann er fimmtán ára. — Nafn hans og heimilisfang er: Toyotaro Abe, 16 Shoan-Minami, Suginami-ku, Tokyo, Japan. Vön- um við að ungir lesendur komist fram úr þessu og sendi honura bréf. Umræddir styrkir verða ekki veittir stofnunum, heldur einstan- lingum. Að öðru jöfnu munu um- sækjendur innan 45 ára aldurs sitja fyrir um styrkveitingu. Sá, sem styrk hlýtur, skal semja ritgerð um rannsóknarefni sitt. Má hún vera á tungu hvaða aðildar- ríkis Evrópuráðsins sem er, 'og skal skilað í tvíriti til framkvæmda- stjórnar Evrópuráðsins innan þriggja mánaða frá því að styrk- tímabili lýkur, þ. e. fyrir 1. april 1964. STYRKIR FRÁ EFNAHAGSSAMVINNUSTOFNUN Fyrir nokkru hafa eftirtaldir að- ilar fengið mennta- og rannsókna- styrki frá Efnahagssamvinnustofn- un Evrópu: Eðlisfræðistofnun Háskólans — vegna þriggja mánaða dvalar Arn- ar Garðarssonar, verkfræðings, á rannsóknastöð U. S. Geological Survey I Washington vorið 1961 til þjálfunar 1 meðferð massa- spektrómeters. Háskóli íslands vegna Magnúsar dyrnar, ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða, og \ hann mun ganga inn og út og fá '■ fást á skrifstofu félagsins, Skóla- íóður. Jóh. 10-7-9. I vörðustíg 18. Hvað er api með svona mikU | banana sem til eru í landinu. | Ég ætla að ná í afganginn áður laust fólk. Varaðu þig einhver er peninga að gera á stað eins og ' Sjómennirnir ieggja höfuðið í en apinn hendir peningunum í vit-1 að koma. þessum? Hann gæti keypt alla bá bleyti. Copk-rigM P I B Bok 6 Copenhagen ------------- 77 fflöftTT.TT. 21 Það er ekki vegna þess, að við eyðum meiri peningum en við vinn- um okkur inn, —' við erum aðejns fljótari að eyða peningunum, en að vinna þá inn Magnússonar, prófessors, er sótti sérfræðilegt námskeið f eðlisfræði á vegum „Enrico Fermi Interna- tional School of Physics“ í Verona á Ítalíu í júnímánuði 1961. Rannsóknaráð ríkisins fyrir hönd landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans vegna ferðar dr. Hall- dórs Pálssonar, deildarstjóra, til Nýja Sjálands til að kynnast rann- sóknum og framkvæmdum á sviði búfjárrcektar þar í landi. Dr. Hall- dór fór utan í nóvembermánuði sfðastliðnum. Rannsóknastofa Fiskifélags Is- lands vegna heimsóknar dr. Lionel Farbers frá Kalifornfuháskóla f septembermánuði s.I. til viðræðna um gæðamat sjávarafurða. Fiskideild Atvinnudeildar Háskól- ans vegna farar dr. Unnsteins Stefánssonar, efnafræðings, til Kanada og Bandaríkjanna til að kynnast nýjungum á sviði haf- fræði. Kvskmyndir Háskólabfó sýnir þessi kvöld- in notalega skemmtilega gam- anmynd, sem nefnist Ævintýra leg brúðkaupsferð. Hún er ensk og heitir Double bunk. Hún fjallar um ung brúðhjón, sem kaupa sér „heimilisbát“ — gamalt skrifli og fara í eins konar brúðkaupsferð á honum. Myndin hefur ýmsa beztu kosti enskra gamanmynda, sem á síð- ari árum hafa orðið svo vin- sælar. Aðalhlutverk eru leikin af Ian Carmichael, Janette Scott, Sidney James og Liz Frazer. Fjölda margir aðrir leika í myndinni og er vandað til hlutverkavals. Kvikmynd þessi mun verða öllum til ó- svikinnar skemmtunar. Myndin er af Janette Scott.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.