Vísir - 26.07.1962, Page 16

Vísir - 26.07.1962, Page 16
VÍSIR UndirnefncS fjallar um kröfur tógarayf irmanna Fimmtudagur 26. júlí 1962. Kógavogs- fundarins minnzt Norska þjóðgjafarnefndin á fundi í gær. Við borðið sitja talið frá vinstri: Bjarnc Börde sendi herra, Hákón Guðmúndsson hæstaréttarritari, Hákon Bjamason skógræktarstjóri. Síðan koma rit- arar nefndarinnar Haukur Ragnarsson og Einar G. E. Sæmundsen. 3áttasem‘ari hafði fund r-»cð fiilitrúum Félags íslenzkra j'jtnvörpiiskipaeigenda og yí.r- nsíina 'á togurum. Fundurinn hófst kl. 9 í gæ„-- iivöldi og stóð til kl. háifþrjú í nótt. Samkomulag náðist ekki á þessum fundi, en undirnefnd var skipuð og fjaliar hún uni málið í dag. Búasí má við, að nýr fundur verði haldinn til lausnar þessari deilu fijótlega. Eins og kunnugt er öllum lands- lýð eru liðin 300 ár, hinn 28. júlí n. k, síðan erfðahyllingin, al- ræmda, fór fram í Kópavogi, þar sem íslenzkir valdsmenn, eins og Árni lögmaður Oddsson og Byrnj- ólfur Sveinsson biskup, voru kúg- aðir, i skjóli hervalds, til þess að afsala fornum landsréttindum. 1 tilefni þessa atburðar efnir Kópavogskaupstaður til samkomu á hinum forna þinghól, þar sem Kópavogsfundurinn stóð. Hóll þessi og fornar búðarrústir eru skammt vestan og norðan við Kópavogsbrú, Lionsklúbbur Kópavogs hefur beitt sér fyrir, með leyfi þjóð- minjavarðar og ríkisstjórnarinnar, að reisa minnisvarða um atburð þennan. Ber félagið allan kostnað af þessum framkvæmdum. Er það lofsverð ræktarsemi við sögu þjóð- arinnar. Minnismerkið verður af- hjúpað á samkomunni. Dagskráin er á þá leið, að fyrst flytur bæjarstjórinn, Hjálmar Ól- afsson, ávarp, síðan er ræða, sem Einar Laxness sagnfræðingur flytur. Þá verður minnisvarðinn af- hjúpaður af Brynjúlfi Dagssyni héraðslækni f. h. Lionsklúbbsins. Lúðrasveit Kópavogs leikur á milli atriða. Samkoman hefst kl. 14.00 n. k. Iaugardag. Sænskur heigileikur Unga fólkið frá kirkjunni í Öre- bro í Sviþjóð sýnir stuttan sænsk- an helgileik í kirkju Óháða safnað- arins annað kvöld. Sýningin hefst kl_ 20.30. öllum er heimill aðgang- ur að þessari sýningu og aðgangur ókeypis. Á eftir verður sameiginleg kaffidrykkja í Kirkjubæ fyrir þá sem óska að taka þátt f henni. Sænska æskufóikið er hér á veg- um Þjóðkirkjunnar og hefir dvalizt hér á landi í hálfan mánuð! Gest- irnir tóku þátt í flutningi sænskrar messu f Laugarneskirkju á sunnu- dagsmorguninn og sýndu sænska þjóðdansa í Árbæ við mikla aðsókn og ágætar undirtektir. Einnig var sænskt kvöld í Tjarnarbæ. Togararnir fara nú allir saman í slinp Undanfarna daga hafa legið uppi í Slipp fjórir togarar. Hafa þeir verið þvegnir og málaðir og verður sá fyrsti þeirra settur aftur á flot í dag, Tveir fara aftur á flot á morgun, en í stað þeirra koma jafnharðan nýir togarar í Slippinn. „Við eigum eftir að taka í gegn eina tíu í viðbót“, sagði einn verkstjóranna í Slippnum f morgun. „Er þetta einhver meiri hátt- ar klössun?" — Nei, blessaður. Hér er aB- eins um að ræða venjulega klössun. Við skrúbbum á þeim botninn, skröpum þá og mál- um siðan yfir allt hátt og lágt. Togararnir fjórir voru Egill Skallagrímsson, Júpiter, Haf- liði og Marz. Þeir virtust hálf hjálparvana, þar sem þeir lágu þarna á þurru landi í fullri stærð. En þeir eru eflaust óð- fúsir til allra átaka, eftir langa hvíld í lygnri höfn. Við Egil Skallagrímsson voru nokkrir menn í vinnu, einn log sauð meðan aðrir stóðu og fylgdust með. Þeir voru eflaust frá einhverri smiðjunni. Við Júpiter voru örfáir stráklingar í þann mund að klifra upp skip- ið, allir sótsvartir upp fyrir haus. Þeir voru í málningunni. VANTAR MENN. Það fór ekki mikið fyrir mannskapnum og ekki var hann fjölmennur. — Hér eru núna um 25 menn í vinnu, sagði verkstjórinn okk- ur. En það þyrfti svona tutt- ugu menn í viðbót ef vei ætti að vera. — Nú, en hvað? „Það fæst enginn lengur. Menn vilja ekki vinna í svona vinnu. Það virðist a.m.k. ekki vera. Þetta er líka óþrifaleg vinna og dagurinn langur, allt- af eftirvinna til 7 eða lengur. Annars er það svo að fjöldi manna er nú í sumarfríi. — Þið gætuð þá verið mun fljótari með togarana ef fleiri menn væru til taks? — Já, auðvitað. Hins vegar mun áreiðanlega standa á ein- hverju öðru ep okkur til að korria togurunum á veiðar. Það verður öruggt. , TilraunastöB reist fyrir norsku þjóðargföfina í gær kom nefnd sú sem ráð- stafar norsku þjóðargjöfinni' sam- an til fundar í Reykjavík. Þjóðar- gjöf þessi nam einni milljón króna og var ákveðið að henni skyldi var- ið til gagns fyrir skógrækt á ís- og til þess að styrkja menn- ingartengsl milli landanna i því skyni. Nefndin ákvað á fundi sínum í gær að verja 2/3 hlutum fjárhæð- innar til að koma upp hér á landi tilraunastöð I skógrækt. En 1/3 hluti fjárins á að standa á vöxtum í Noregi og á að nota vextina til að styrkja skiptiferðir æskufólks til skógræktarstarfa í löndunum og einnig til að styrkja norska og ís- lenzka skógræktarmenn til ferða og dvalar í Noregi og íslandi. Nefndin óskaði þess að skóg- rækt ríkisins annaðist byggingu stöðvarinnar og að Hauki Ragn- arssyni tilraunastjóra yrði falin stjórn hennar. I nefndinni sem ráðstafar þjóð- argjöfinni eiga sæti Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari, Bjarne Börde sendiherra og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Togaramir fjórir í Slippnum, Egili Skallagrímsson, Júpiter, Hafliði, Marz. Ljósm. Vísis K. M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.