Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 23
Nóvember 1992 c) Öflugri notendahugbúnað -> öflugri vélbúnað -> öflugri samskipti, video o.fl. Hinar öru breytingar sem nú eiga sér stað kalla líka á breytingar í upplýsingaiðnaðinum. Hann verður að fylgja með í þróun- inni. * Menn eru í eðli sínu íhalds- samir, vita hvað þeir hafa og óttast örar breytingar. Hvað verður um mig? (Woody Allen) Við verðum að skilja hlutverk okkar og taka þátt í þessum brey t- ingum. Við þurfum stöðugt að endurskoða ýntis grundvallar- atriði og sætta okkur við ástand þar sem stöðugar breytingar eru hið eðlilega ástand. Hjá mörgum fyrirtækjum breytist hin hefðbundna pýramídaupp- bygging í öflugri framvarðasveit þjónustustarfsmannaþarsem yfir- byggingin er mjög lítil. Þessi framvarðasveit þarf að geta tekið ákvarðanir fljótt og hafa góðan aðgang að upplýsingum. Nú keppa fyrirtæki um að veita sem besta persónulega þjónustu. Upplýsingaiðnaðurinn verður að gera sér grein fyrir þessum breyttu aðstæðum og laga sig að þeim. Mörg stórtölvukerfi eru byggð upp í kringum 30 ára gamla tækni. Söluaðilar þessarar tækni hafa gert sitt ítrasta til þess að hindra það að viðskiptavinir þeirra skipti um umhverfi. Rekstur þessara kerfa er orðinn mjög flókinn ogkrefst mikils mannafla, bæði við rekstur og viðhald. Því er það eðlilegt að þeir sem greiða fyrir þjónustuna spyrji: "Er til betri leið?" Að breyta til og fara nýjar leiðir krefst ákveðins hugrekkis. Sem dæmisögu get ég sagt að í hástökki þá stukku menn u.þ.b. 2.20 þegar ungur hástökkvari, Fosbury að nafni, fór að hugsa um sinn stökkstíl. Þá spurði hann sig "er til betri leið?" og hann fann nýja leið og stökk yfir rána á bakinu. í fyrstu vakti þetta niikla furðu en nú stökkva flestir hástökkvarar með svokölluðum Fosbury-stíl og heimsmetið er komið yfir 2.40. Við finnum fyrir því að kröfur notenda eru nteiri í dag en nokkru sinni fyrr. Krafan er um: Lausnirenekkibaratækni. Fausnirnar verða að vera notendavænar. Lausnirnar verða að vera sveigjanlegar, hægt að breyta þeim auðveldlega. Lausnirnar verða að vera frumlegar, nýsköpun en ekki endurpökkun á gömlum hlutum. Smækkun eða "downsizing" er í sjálfu sér ekki nýtt hugtak en nú árið 1992 hafa opin kerfi orðið raunverulegur valkostur við stórtölvur. a) "Downsizing" hefur stundum verið réttlætt vegna þess að það sé ódýrari leið. Talað hefur verið um allt að 1/5 kostnaðar. b) Nýir tímar - nýjar kröfur. c) Lykilatriði að mínu mati er að fyrirtæki séu að ná frumkvæði í samkeppni. Tölvutæknin gef- ur nýja möguleika varðandi breytta þjónustu/betra upp- lýsingaflæði o.s.frv. í dag leggur HP um heim allan ríka áherslu á að bjóða stórtölvu- notendum nýjan valkost þar sem aðal áherslan er lögð á öryggi en boðið upp á mun ódýrari lausn og rneiri sveigjanleika tölvu- kerfisins sem byggir á nýjustu tækniþróun á tölvusviðinu. Punktar... Sumir treysta tölvunum betur Könnun sent gerð hefur verið við Beth Israel sjúkrahúsið í Boston bendir til að fólk svari frekar spurningum um víð- kvæm eigin málefni ef tölva spyr spurninganna en ef notaðar eru hefðbundnar aðferðir svo scm eyðublöð. Samvinna um margmiölunartækni Microsoft og Intel ætla að hefja samvinnu á sviðí margmiðlunar (multimedia). Hugmyndin er að samtvinna Video for Windows frá Microft og DVI gagna- þjöppunartæknina, sem Intel hefur þróað. Spámenn telja að innan örfárra áraverði tækni til margmiðlunar, þ.e. hljóð- og myndflutningur frá tölvu orðin almenningseign. NT seinkar Microsoft hefur tilkynnt að fyrsta útgáfa stýríkerfi sins NT verði ekki tilbúín fyrr en á fvrri hluta næsta árs. Við þetta vænkast hagur keppi- nautarins, OS/2. IBM segist þegar hafa afgreitt milljón eintök af OS/2. En vegna þess að Microsoft fær gjald fyrir hvert eintak sem IBM selur af OS/2 þá er málið ekki eins afleitt og mætti halda. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.