Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 13
Nóvember 1992 vísað í. Það er einnig ljóst að setja verður ákveðnar reglur um einstaka hluti búnaðarins. Þar mætti nefna eftirfarandi: Hávaði frá búnaði, lyklaborð sé eftir ákveðnum staðli, skjáir séu eftir ákveðnum gæðakröfum, séu t.d. lággeisla. Hér þurfurn við að leita til nágrannaþjóða okkar og þá sérstaklega til Norðurlanda. Hér þarf einnig að passa að setja ekki það sérstakar reglur sem erfitt sé að uppfylla og getur þar af leiðandi verkað sem sam- keppnishamlandi. Erfitt getur verið að setja þessar reglur og verðum við að treysta þeim aðilurn í ríkiskerfinu sern sjá um tölvukaup ríkisins til þess að setja þær. Meginreglan verð- ur þó að vera sú að öllum sé ljóst að hverju gengið sé, reglur séu skýrar og minnka áhættuna á því að hægt sé að hygla einhverjum og hafa í franimi ófagleg vinnu- brögð. Fagleg vinnubrögð verða að ráða. Öll umræða um ófagleg vinnubrögð ráðgjafa verður að vera byggð á rökum. Að sjálf- sögðu eru ráðgjafa ekki hafnir yfir gagnrýni. En umræða með órökstuddum fullyrðingum er einungis til skaða fyrir alla aðila. Tölvumarkaðurinn hér á landi er mjög ungur að árum og má segja að í dag sé PC markaðurinn að komast á unglingsárin. Mörg fyrirtæki hafa horfið undanfarin ár og má segja að í dag séu einungis 4 stór fyrirtæki á mark- aðnum og nokkur minni fyrirtæki. Hvort þetta er sú mynd sem við munum sjá í framtíðinni skal ósagt látið, en það er ljóst að línur á þessum markaði hafa skýrst verulega undanfarin ár. Stefnumótun ríkisins, á ríkið að hafa opinbera stefnu? Ég tel nauðsynlegt að ríkið hafi fastmótaða stefnu í sínum tölvu- málum. Þetta er bæði nauðsyn- legt gagnvart hug- og vélbúnaði. Tryggja verður þó að ekki sé hætt á einokun og aðstöðumun milli einstakra seljanda og/eða framleiðanda. Mjög mikilvægt er að halda fullri samkeppni milli bjóðenda. Fylgja þarf stöðlum og kerfum sem má kalla opin kerfi, forðast kerfi sem eru Iokuð. Dæmi um lokuð kerfi eru t.d. IBM System 36 eða Digital VAX tölvur. Þar er viðkomandi lok- aður af í einu umhverfi og getur einungis keypt búnað frá ákveðn- um aðila sem síðan getur verð- lagt búnaðinn samkvæmt eigin Mynd 1. Nettenging við háhraðanet Pósts og síma. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.