Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 16
Nóvember 1992 Framkvæmd upplýsingastefnu Skúli Eggert Pórðarson, vararíkisskattstjóri Byggt á erincli sem haldið var á ráðstefnu SI um ríkið og tölvumálin, sem haldin var 24. september s.l. Inngangur Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Islands sem haldin var þann 24. september 1992 á Hótel Sögu flutti greinarhöfundur erindi sem nefnt varframkvæmd upplýsinga- stefnu. Grein sú sem hér fer á eftir er byggð áþví erindi en framsetning efnis er aðlöguð því að skýr- ingum á glærum er eigi unnt að koma við. Ríkisstofnanirog upplýsingastefna þeirra Verkefni ríkisstofnana Ráðstefna Skýrslutæknifélags Islands nefnist ríkið og tölvu- málin. Því mætti velta fyrir sér hvort eðlilegra hefði verið að kalla ráðstefnuna ríkisstofnanir og upplýsingastefna þeirra. Aðrir fyrirlesarar hafa vel t þessu hugtaki jafnframt fyrir sér. Spurningar hafa komið fram - hvað er ríkið, hvemig ber að skilgreina það? Hér er farin sú leið að tala um ríkisstofnanir. Ákaflega óvarlegt er að tala um ríkið sem eina heild íþessu samhengi. Ríkisstofnanir eru geysilega margar, verkefni þeirra og hlutverk eru skilgreind í lögum en eðli máls samkvæml eru þau mjög mismunandi. Ákaflega misjafnt er hvaða verk- efnum ríkisstofnunum er ætlað að sinna. Miklar efasemdir eru um að unnt sé að setja eina stefnu fyrir allt ríkið, tiltekinn ramma sem allar ríkisstofnanir þurfa að passa inn í. Spyrja má hvort það sé hægt, í öðru lagi hvort það sé yfirhöfuð skynsamlegt og loks hver sé þörfin? Þarfir og markmiöasetning Nauðsynlegt er þegar rætt er um upplýsingastefnu ríkisstofnana að skilgreint sé hverjar séu þarfir stofnananna. Aðalatriði er að þeiin séu ljósar lagaskyldur sínar en jafnframt þurfa ríkisstofnanir að setja sér markmið og fram- kvæma þau. Áreiðanlega má halda því fram með góðum rök- um að mjög misjafnt sé hversu markmiðasetning ríkisstofnanaer nákvæm. Þá er það miður að ýmsar stofnanir hafa ekki sett sér markmið. Utilokað er að ríkis- stofnanir geti mótað sér upp- lýsingastefnu nema að markmið stofnunarinnar og lagaskylda hennar sé ljós. Það fer síðan eftir eðli viðkomandi stofnunar með hvaða hætti upplýsingastefna er mótuð. Árangur og hagkvæmni Erindi það sem hér er flutt er nefnt framkvæmd upplýsinga- stefnu. Ástæða er til að skoða hvaða möguleika ríkisstofnanir hafa á árangri í framkvæmd upp- lýsingastefnu. Áður hefur verið rætt um lagafyrinnæli og mark- miðasetningu. Jafnframt er nauðsynlegt að stofnanir gæti ýtrustu hagkvæmni í sínum rekstri og þar með að lilraunastarfsemi sé haldið innan skynsamlegra marka. Of mikið er um að "snjallar" hugmyndir komi upp, hvorl sem þær eru frá utanað- komandi aðilum eða ekki og jafnframt að þá skelli menn sér til sunds oft að óathuguðu máli. Grundvallaratriði í þessu er að farið sé mjög varlega í alla slíka tilraunastarfsemi og breytingar sem þarf að gera verði vel ígrundaðar. Rfkisstofnanir þurfa í því sambandi að leita sér upp- lýsinga og ráðgjafar. Stofnanir geta haft mikið gagn af ráðgjöf fagmanna í þessu sambandi. Vegna athugasemda í garð ráð- gjafa sem á ráðstefnu þessari hafa fallið er rétt að taka fram að embætti ríkisskattstjóra hefur mikla og góða reynslu af störfum ráðgjafa. Yfirleitt hafa stofnanir ríkisins ekki innan sinna veggja þekkingu og þá reynslu sem ráðgjafar hafa til og því nauð- synlegt að út fyrir stofnunina sé farið til að sækja í þann brunn. Það er einnig í samræmi við almenn sjónarmið að slík þjón- usta sé aðkeypt. Svo aftur sé vikið að framkvæmd upplýsinga- stefnu er ljóst að þjónusta þarf að vera góð í framkvæmd upp- lýsingastefnu og það sé einnig gætt óhlutdrægni. Upplýsingastefna ríkisskattstjóra - stefnumótun, einkenni Lagaskyldur ríkisskattstjóra Meðfylgjandi grein þessari er upplýsingastefna ríkisskattstjóra eins og hún hefur verið mótuð af 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.