Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.11.1992, Blaðsíða 20
Nóvember 1992 skilja á tvíþættan hátt. Annars vegarerþað umfjöllun um lands- kerfi sem embætti ríkisskattstjóra er ekki sátt við. Hver á að skilgreina landskerfi? Einn fyrir- lesari, Stefán Ingólfsson í RUTnefnd, sagði hér áðan að það þyrfti að korna á fót sérstakri nefnd til að skilgreina landskerfi. Hugtakið er því óskilgreint af hálfu ríkisvaldsins. I ársskýrslu tölvufyrirtækisins er talað um að kerfi ríkisskattstjóra séu lands- kerfi og að öll landskerfi séu samtengd og sæki upplýsingar hvert til annarra. Hvaðan hefur fyrirtækið fengið heimiid til að skilgreina landskerfi með þessum hætti? Hefur fyrirtækið eitthvað sérstakt leyfi til þess að annast skilgreiningu þeirra? Varla. Þar að auki er það skoðun ríkis- skattstjóra að kerfi embættisins séu í heild sinni ekki nein sérstök landskerfi. Ákveðnir hlutar kerf- anna eru opinber upplýsingakerfi en aðrir hlutar ekki. Hafa þarf í huga að ríkisskattstjóra er trúað fyrir skattframtölum og það er grundvallaratriði að framteljandi sem skilar inn framtali sínu megi vita það að það eru engir aðrir en skattyfirvöld sem hafa aðgang að því. Staðhæfing um samteng- ingu og rniðlun upplýsinga er því verulega misvísandi. Ut frá þessum sjónarhóli er jafnvel ástæða til þess að hafa gögnin hjá RSK til að tryggja öryggi. Hins vegar hefur fyrirtækið farið í gang með að skilgreina ný kerfi ánvitundarviðskiptavinarinssem er óneitanlega mjög sérstakt en kemur væntanlegaekki oftarfyrir. Niöurstööur Dreifð gagnavinnsla í stað tölvu- miðstöðvar er framtíðin. Við teljum að það gefi meiri mögu- leika og hagkvæmni, skapi betri þjónustu, meira sjálfstæði og annað notendaumhverfi. Stór tölvukerfi eru í eðli sínu fráhrind- andi þegar notandi notar samtímis önnur kerfi. Ut af fyrir sig kallar það eitt á að hraða þessu máli. Menn geta dregið ákveðnar ályktanir af fyrirlestri þeim sem hér hefur verið fluttur. Ég held að það sé alveg skýrt að embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að draga verulega úr viðskiptum við Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar en það er sú tölvu- miðstöð sem embættið hefur átt hvað mest viðskipti við. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst pen- ingalegs eðlis. Við teljum skv. útreikningum ráðgjafa okkar að það sé unnt að lækka kostnaðinn verulega með breyttum aðferð- um. Við gerurn okkur hins vegar grein fyrir því að áfram verði ákveðinn kostnaður við rekstur tölvukerfa hjá miðlægum tölvu- miðstöðvum, það er óhjákvæmi- legt. Eftirmáli Greinarhöfundur hefur á undan- fömum vikum orðið var við að fyrirlestur þessi og umræða sem varð samhliða honum í fjölmiðl- um hafi skapað óróleika hjá starfsmönnum SKÝRR. Vissu- lega var sett fram gagnrýni á SKÝRR á ráðstefnu Skýrslu- tæknifélags Islands þann 24. 09. 1992. Ekkierþóósennilegtaðsá órói hefði verið minni hefðu fleiri starfsmenn SKÝRR en einn sótt ráðstefnuna og hlýtt á fyrirlesturinn í stað þess að heyra hann affluttann. Kjarni þeirrar gagnrýni sem fram var sett var að leita þyrfti nýrra leiða til að lækka kostnað. Ekki væri með nokkru móti unnt að halda áfram á sömu braut. Um þá afstöðu RSK að lækka verði kostnað vita stjórn- endur SKÝRR mæta vel. Unnið hefur verið að tiltekinni hagræð- ingu, undirbúningur samvinnslu stendur yfir og leitað er leiða til að lækka kostnað við hugbún- aðargerð. Urn þetta allt hefur samstarf og samvinna við starfs- menn SKÝRR verið með ágæt- um. RSK er það einnig ljóst að starfsmenn SKÝRR hafa á erfiðum stundum undanfarinna ára beinlínis unnið þrekvirki við að koma nýjum kerfum á fót, þegar tími hefur verið af skomum skammti. En betur má ef duga skal og þýðingannikið er að fyrirtæki eins og SKÝRR leiti stöðugt allra leiða til að kostn- aður viðskiptavina verði sem minnstur. Það er órökrétt í þessu sambandi að bera saman kostnað við erlendar tölvumiðstöðvar. Verður ekki séð að tölvukostn- aðurinn verði eitthvað rninni við það auk þess sem allsendis óvíst er að slíkur samanburður sé yfirhöfuð marktækur. Nær væri fyrir SKÝRR að lækka tilkostnað frekar en að sóa fjármunum í samanburð sem þennan sem enga þýðingu hefur og er afar ósann- færandi. Fyrirtæki eins og SKÝRR verður að leita allra leiða til að auka hagkvæmni og slíkt er SKÝRR vel mögulegt ef á því er áhugi. Þetta var inntakið í gagnrýninni á SKÝRR og urn leið áskorun urn að gera betur. SKÝRR verða eins og aðrir að kunna að taka gagnrýni og þurfa að bregðast við henni með jákvæðum hætti, einkum þegar hún kernur frá einurn stærsta viðskiptavini fyrir- tækisins, þannig verður unnt að skapa nýjar forsendur til sam- starfs. Stjómendur SKÝRR hafa sagt að verkin muni tala, við- brögð fyrirtækisins verði að laga sig að breyttri tækni og að SKÝRR sé það sem viðskipta- vinurinn segir að þær séu. Ef það verður þurfa starfsmenn SKÝRR ekki að kvíða frarn- tíðinni. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.