Vísir - 10.09.1962, Page 5

Vísir - 10.09.1962, Page 5
1 Mánudagur 10. september 1962.---------- ____________________ VISIR ___________________________________________________________ 5 Jón Steffensen Sökk við anes Framhald at bls. 1. Ætla má að fólk hafi almennt langmestan áhuga á að frétta af þeim minjum um Vídalín; sem pró- fessor Steffensen hefir undir hönd- um, og þess vegna spurðist blaðið sérstaklega fyrir um þær. Prófessor Steffensen sagði að honum reikn- aðist svo til, út frá mælingum beinanna, að Meistari Jón Vídalín hefði verið 167 sentimetrar á hæð, að líkindum í meðallagi hár, miðað við þeirra tíma kynslóð, e. t. v. í lægra meðallagi. Steffensen álítur að höfuðstærðin hafi samsvarað iíkamsstærðinni. Allar tennur heilar. Mörgum mun verða það fyrir, er þeir virða fyrir sér höfuðkúpu Meistara Jóns, að gefa sérstakan gaum að munnbeinum þessa kröft- ugasta prédikara, sem þjóðin hefir eignazt. Tennur hans eru allar heilar enn í dag, eftir 242 ár. Hann hefir vissu- lega ekki þurft að drepa í skörðin. Ekki hefir það dregið úr hinu kröft- uga og magnaða orðbragði. Kjálkabeinin virðast einnig vera hin öflugustu og eru heilleg. Um tennurnar er það annars, frekar að segja, að þær eru allsérkennilegar, einkum framtennurnar í neðra gómi. Þær ganga nokkuð á misvíxl, sumar visa töluvert inn í munninn aðrar dálítið út. Tvær framtennur í efra gómi eru mjög mikið eyddar og telur prófessor Steffensen ekki ólíkólegt að skökku framtennurnar í neðra gómnum hafi átt þátt í að misslíta þeim. Meðallanghöfði. Prófessor Steffensen sagði til viðbótar því, sem þegar hefir verið lýst, að af samanburði höfuðkúp- unnat'Og teikningarinnar af meist- ara Jóni (sem birtist fyrst i Nýjum félags-ritum, síðar í Biskupasögum ög með Postillunni og birtist hér á fimmtu síðu blaðsins í dag, og mun hafa verið gerð af meistara Jóni í Kaupmannahöfn) sé ekki á- stæða til að ætla annað en teikn- ingin sé í aðalatriðum rétt, að slepptri ennishæð, sem virðist vera ýkt á teikningunni. Það gæti stafað af þvi að meistari Jón hefði verið sköllóttur, um það verður þó ekk- ert fullyrt þar eð hann er með hár- kollu á teikningunni að þeirra tíma hætti. Svo mikið er þó víst, að ekki fundust nein höfuðhár af Vídalín í kistu hans. Steffensen sagði ennfremur í Viðtalinu, að eftir þvi sem næst yrði komizt hefði meistari Jón verið meðallanghöfði. Gómur hans hefir verið nokkuð mjór miðað við lengd. Hökubeinið gefur til kynna að hakan hafi verið hvöss, um það verður þó ekki fullyrt þar eð hold- fylling getur hafa breytt höku- svipnum, en teikningin af meistara Jóni styður þá tilgátu, og gæti þó hakan virst hvassari á henni, en hún var í raun og veru, sökum hökutoppsins. Höfuðkúpan I heild virðist vera af meðalhæð og ennið í meðallagi hátt og breitt. Vídalín hefir verið lágur til hnésins eftir beinamælingum að dæma, sköfl- ungurinn stuttur, miðað við lær- legginn, eins og sést ef litið er á ljósmyndina af þeim beinum. Rauður hökutoppur. En prófessor Jón Steffensen hef- ir fleiri og jafnvel furðulegri minjar um Jón Vídalír undir höndum en bein hans og frúar hans. Hver skyldi trúa því að skegghár Meist- ara Jóns hefði varðveitzt í kistu hans síðan 1720. Maður verður nú samt að trúa prófessor Steffensen, og eigin augúm, þegar hann dregur hátíðlega upp tilraunaglas hálffullt með ljósrauðu, stuttu skegghári og segir: „Þama sjáið þér nú höku- topp Meistara Tóns.‘ Ja, þetta er vissulega ótrúlegt, en satt er það engu að síður. Þessi skegghár lágu á hökubeininu, eða neðri kjálkan- um, í kistunni. Það hefir aðeins verið þvegið af þeim rykið og þau eru glansandi og lífleg eins og þau hefðu sprottið síðustu vikurnar. Þar sést ekkert grátt hár, enda varð Vídalín ekki gamall maður, aðeins 54 ára er hann lézt. Höku- skegg kemur mæta vel heim við teikningu þá, sem til er af Meist- ara Jóni og áður var nefnd. „Jafnvel höfuðhár yðar eru tal- in,“ sagði meistari meistara Jóns forðum. Það sannast þegar Jón Steffensen dregur enn upp tvö til- raunaglös full af mannshári. I öðru þeirra er hár af konu meist- ara Jóns. Sigriði biskupsfrú og biskupsdóttur frá Hólum, dóttur Jóns biskups Vigfússonar, en í hinu hár af höfði Sólveigar dóttur Vídalínshjónanna, sem lézt tveggja ára. gömul og hefir verið jarðsett með foreídrum sínum. Það er sömu sögu að segja af hári biskupsfrúar- innar og hökuskeggi eiginmanns hennar, það er ófúið með öllu, já eins og það hefði verið klippt af höfði hennar í dag, þótt það lægi í gröf upp undir hálfa þriðju öld. Af þessu má glögglega sjá hversu hár fúnar ótrúlega seint. Sigríður biskupsfrú hefir haft með afbrigð- um fagurt hár áferðar og að lit, það er jarpt með rauðlitri slikju. Merkilegar minjar. Fyrir þann einstakling, sem alizt hefir upp með Vídalínspostillu og hefir tilfinningu fyrir lífi og sögu liðinna kynslóða í landinu er það engu líkara en draumi, sem maður óttast að vakna af, að standa frammi fyrir þessum áþreifanlegu minjum um sögufrægustu persónur liðinna alda, sem engan óraði fyrir að nokkurt mannlegt auga ætti eft- ir að líta. Maður gengur út í sól- skinið og trúir því naumast enn að Á Iaugardaginn sökk vél báturinn Gunnar Hámund- arson frá Reykjavík um fimm mílur út af Pontinum yzta tanga Langaness. Leki kom skyndilega að bátnum og var hann um klst að sökkva, þótt þilfarsdæla og véiardæla gengju af full um krafti. Þetta var 17 tonna bátur og orðinn gam all, byggður 1916. Vísir átti stutt samtal við skip- stjórann af hinum sokkna báti Sig- urð Adolfsson Hann sagði veðrið hefði verið sæmilegt og lítill sjór. Þeir hefðu orðið varir við lekann kl. hálf fimm síðdegis á Iaugardag. Ekki sáu þeir sjálfan lekann, en vatnið hækkaði óðum í bátnum. Virtist lekinn vera undir fiskilest. Engin mannhætta var samfara þessu vegna þess, að ísafjarðar- báturinn Kristján Hálfdáns var þar rétt hjá. Kölluðu þeir af Gunnari Hámundarsyni í hann og báðu hann þetta hafi verið veruleiki. En það er með þjóðina eins og einstaklinga hennar, hún hefir bæði alizt upp með Vídalínspostillu og hefir næma tilfinnihgu fyrir öllum sögulegum minjum. Því munu þessar fréttir láta fáa ósnortna með öllu. Prófessor Jón Steffensen sagði, að ákveðið hefði verið að veita beinum biskupanna leg að nýju í Skálholti, svo og öðrum beinum sem grafin voru upp þar og flutt burtu til varðveizlu um stundar- sakir. Bein biskupanna munu að líkindum hljóta leg undir hinni nýju Skáli jltskirkju, en þar eru all- rúmgóð húsakynni til varðveizlu minja urn forna frægð Skálholts- staðar. Ekki mun fullráðið hvern umbúnað bein biskupanna hljóta. Þau munu naumast verða þar til sýnis, en hins vegar mun það álit vera í samræmi við tilfinningu þjóðarinnar, sem prófessor Jón Steffensen lét í Ijós, að engin á- stæða væri til að byrgja þessar fornniinjar þannig að ekki væri hægt að komast að þeim, ef sér- stakar ástæður væru fyrir hendi síðar meir. um að fylgja sér að landi. Kom hann þá til þeirra. Eftir þrjá stundarfjórðunga hafði vatnið hækkað svo 1 bátnum að slokknaði á vélinni. Yfirgáfu skips- menn þá bátinn og fóru yfir í Kristján Hálfdáns. Stundarfjórðung síðar sökk Gunnar Hámundarson. Lagðist hann fyrst á bakborðssíð- una og fór niður fyrst að aftan- verðu. Kristján Hálfdáns sigldi síð- an með skipbrotsmennina til Ólafs- fjarðar, en þar er helzta bækistöð færabátanna fyrir Norðurlandi. Gunnar Hámundarson er kunnur fiskibátur í Reykjavík. Var hann Framhald af bls. 1. af Volvo-gerð, u^p var hemlapípa hennar slitin í sundur, en verið get- ur að hún hafi slitnað þegar verið var að ná bifreiðinni upp. Sjónar- vottar sem voru mjög fáir segja, að frú Iris hafi ekið bifreiðinni all greitt eftir bryggjunni og eins og ekkert lát yrði á ferðinni, en bíll- inn rynni yfir bryggjubrúnina og út af. Iris var alvön akstri, hafði keyrt þennan bíl í f jögur ár og sýnt leikni í bifreiðaakstri. Eitt hið hryggilegasta við þennan atburð var að frú Iris var að koma fram á bryggjuna til að taka á móti eiginmanni sínum, Hákoni Magnússyni, sóm ‘ er skiþstjóri á yélbátnum Húna, en skipið var að leggja að bryggju rétt f sama mund. Voru skipverjarnir á Húna Geífháls •••• Fiamhald aí 16. síðu: og þversum fyrir gamla Þingvalla veginn og hefur oft munað minnstu að þarna hlytist af slys. MIKIÐ UM ÖLVUN. Sl. föstudagskvöld brugðu frétta menn Vísis sér upp að Geithálsi og dvöldust þar nokkra stund. Þar voru fyrir utan 9 bifreiðir, 7 af þeim leigubifreiðir. Þess má geta að ferð upp eftir og í bæinn með lítilli bið kostar 170 kr. Inni í skálanum var 30 manns og þar af 10 áberandi ölvaðir, en ofangreindar tölur eru hafðar eft- ir lögreglumönnum sem komu á staðinn i sömu mund. KI. var um hálf eitt og mestur hluti gesta voru unglingar undir 18 ára aldri. Allmargir voru á vappi umhverf- ‘is skálann og sumir leituðu sér húsaskjóls í húsræflum í nágrenni við skálann, sem opnir eru. Inni í einu þeirra, sem er gamli greiða- sölustaðurinn Geitháls, er velfarið nerbergi með dívan í og svefnpoka. Flalda margir því fram að þangað leiti fólk sem njóta þarf húsaskjóls um stundarsakir. Einnig hefur bor- ið á innbrotum í sumarbústaði í nágrenninu og leikur grunur á að sumt af því fólki sem sóttu fyrr- nefndan skála eigi þar hlut að máli. , Á laugardagskvöld iokuðu hús- bændur staðarins kl. 11,30. Að sögn fulltrúa bæjarfógetans í Hafn arfirði gildir þarna lögreglusam- þykkt, sem kveður svo á að loka eigi kl. 11,30 að kvöldi og ekki opna '’yrr en kl. 6 að morgni. Þó má opna fyrir hungruðum ferða- mönnum sem berja upp að nætur- lagi. gerður út héðan í fimmtán ár af Pétri Stefánssyni, sem nú er á Jökli og var hann happafleyta. í vor keyptu fjórir menn úr Reykjavík hann og hafa verið á handfæraveið- um á honum fyrir Norðurlandi. Gekk .vei'ðin vel. Þegar hann sökk voru í honum um 3 tonn af salt- fiski. Áhöfnin var fimm manns og björguðust þeir allir. Þeir eru: Sig- urður Adolfsson skipstjóri, Karl Adolfsson vélamaður, Ólafur Bjarn- freðsson háseti, Reynir Benedikts- son háseti og Valgeir Guðjónsson matsveinn. nær því einu sjónarvottarnir að slysinu. Þetta gerðist um kl. 1.45 á laug- ardaginn. Strax eftir að bifreiðin hafði hrokkið út af hljóp unglings- piltur sem stóð í landi, Sigurður Björnsson 19 ára frá Jaðri á Skaga- strönd, fram eftir bryggjunni. Þegar hann kom að sá hann að Dóra og telpurnar dætur Irisar flutu í sjónum út af bryggjuhausn- um. Kastaði hann sér þegar til sunds og hélt telpunum tveimur uppi* Vélbáturinn Húni átti eftir 100 metra í land, þegar slysið varð, en strax hlupu menn til og fóru að undirbúa að kasta lífbátnum út- byrðis en einn skipverja Birgir Þorbjörnsson á, Klankastöðum, 18 ára kastaði sér útbyrðis og aðstoð- aði Dóru, sem annars er synd. Skömmu síðar kom lífbáturinn að og var þeim þremur bjargað upp í hann og síðan upp í Húna. Fólk sem safnaðist saman á bryggjunni fylltist skelfingu er það varð ljóst, að frú Iris væri enn niðri í bílnum. Enginn kafarabúningur er til á Skagaströnd, en dýpið þar sem bíllinn lá er nærri 10 metrar. Eiginmaður Irisar, Hákon skip- stjóri og ,Karl Berndsen gerðu til- raunir til að kafa niður, en komust ekki nema hálfa leið niður. Var nú tekið til við að reyna að ná bílnum upp með þorskaneta- dreka, en það gekk illa að festa drekanum í bílinn. Þó tókst það loksins, þegar um 2 klst. voru liðn- ar frá slysinu og var bifreiðin þá dregin upp. Báðar afturhurðir hennar voru opnar og framrúða brotin og virðast telpurnar hafa komizt út um afturdyrnar, en Dóra gerir sér ekki grein fyrir hvernig hún komst upp. Um leið og bíllinn var dreginn upp skaut Iris upp á yfirborðið og voru lífgunartilraunir hafnar á henni, en þær báru ekki árangur. Hún var með áverka á enni líkt og hún hefði rekizt í fall- inu á framrúðuna, sem var brotin. Frú Iris hafði búið á Skagaströnd með manni sínum og var vinsæl kona í plássinu. Hún var ættuð af Akranesi þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar búa í Reykjavík. Fyrirlestur Mortinusor TÍMINN, rúmið og eilifðin heit- ir fyrirlestur sem danski lífspek ingurinn Martinus heldur kvöld kl. 20,30 i biósal Austur- bæjarskóians. E. Bj. Sögulegasta mynd ársins — Framhald af bls. 1. Hversu mikið myndum við t. d. ekki vilja gefa til þess að eiga góða Ijósmynd af meistara Jóni. Sú mynd var aldrei tekin og fyrir nokkrum árum vissi eng- inn fyrir víst hvar gröf hans var. En þegar grafið var í grunn Brynjólfs- kirkju í Skálholti fannst kista með áletrun og beinum meistarans. Bein hans hafa nú verið ljósmynduð, myndirnar hafið þið, lesendur góðir, fyrir augunum. Þið eruð fyrstu mennirnir sem sjáið Ijósmynd af- höftiðbeinum meistara Jóns. Það er von að þið eigið bágt með að trúa ykkar eigin augum. Fáa hefði órað fyrir að Jón Biskup Vídalín ætti eftir að rísa upp úr gröf sinni og birtast þeim með þessum hætti. En ef þið trúið ekki ykkar eigin augum, eða viljið fá að vita meira, þá skuluð þið íesa gaumgæfilega viðtalið við prófessor Jón Steffensen hér á forsíðu blaðsins. HörmuJegt slys —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.