Vísir - 10.09.1962, Qupperneq 7
.
ÉpMllgl É|gl| 1
.V''. . .;,.:,' ;:.v
Mánudagur 10. september 1962.-
VI'SIR
Fögnuður fólksins var ekki
svo lítill eins og þessi mynd
úr stúkunni sýnir.
Þórólfur skaut góðu skoti að
marki íranna, en á Ieiðinni
fór boltinn í einn varnarmann
íra og inn fyrir vömina, en
Garðar, sem var Icominn
nokkuð framarlega, notfærði
sér upplagt tækifæri og skaut
þrumuskoti framhjá mark-
verði íra. „Þvílík heppni,“
var það eina, sem Garðar gat
sagt eftir markið.
Einn stærsti íþróttavið-
burður sumarsins, —
jafnteflið við frana á
Laugardalsvellinum s. I.
sunnudag gat ekki orðið
fréttaefni hjá dagblöðun
um vegna verkfalls
prentara, sem nú hefur
verið til lykta leitt.
Myndsjá Vísis í dag
sýnir okkur þó sögu
jafnteflismarks Garðars
Árnasonar í síðari hálf-
leiknum og gleði 11 þús-
unda áhorfenda og 11
leikmanna íslands.
►
Norski dómarinn benti á miðj
una eftir skot Garðars í net-
ið og liðsmenn fagna ákaf-
Iega. Irskur bakvörður stend-
ur heldur fýldur álengdar.