Vísir - 17.09.1962, Page 2

Vísir - 17.09.1962, Page 2
VISIR -Mánudagur 17. september 1962. Gísli Halldérsson var kosinn forseti íþróttasambands íslands nfeistarafigniitsi 2:1 áftS sigurinn skiiið Reykjavíkurmeistarar KR UG2. KR varð Reykjavíkur- meistari í knattspyrnu í gær. Unnu KR-ingar Fram í úrslitaleik með 2:1 og unnu þar með fyrsta mót- ið sitt í sumar (b- og c-mót undanskilin). Var sigur KR ekki ósanngjarn eftir gangi ieiksins, en framlína þeirra var meira afgerandi og öllu markgráðugri og það réði úrslitum og hefði með smáheppni getað fært stærri sigur. I Leikurinn hófst með því að dóm- afalaust var. Tók Baldur Þórðar- son, knattspyrnudómari, eftir þessu og fór þegar niður og tók að sér að dæma leikinn, enda mun það hans starfi að sjá um að dóm- arar mæti til leiks, ep sá sem átti að dæma í þetta skipti mun hafa trassað starf sitt. Kostaði þetta 11 mínútna bið áhorfenda og kepp- enda úti í hinum napra kulda. KR tók leikinn í sínar hendui fyrstu mínúturnar, en Frömurum tókst að hrista sókn þeirra af sér og sækja undan vindinum að syðra markinu. Áttu þeir nokkur smá- færi, en vantaði nauðsynlega markagræðgi til að nokkur árangur yrði af. Á 27. mínútu kom bezta tæki- færið, en það áttu KR-ingar, er Jön Sigurðsson skaut frá enda- mörkum, nokkuð lokuðu færi, á mark, en Geir hélt boltanum ekki Framn. á bls. 3. Benedikt G. Wooge fyrsti heiðursforseti iSÍ íþróttaþing ÍSÍ var haldið um helgina í húsakynn- um SVFÍ við Grandagarð. Merkustu tíðindi á þinginu voru að sjálfsögðu forsetaskiptin, en hinn góðkunni Benedikt G. Waage lét af störfum eftir langan d.ig hjá ÍSÍ, en ungur og athafnasamur maður, Gísli Hall- dórsson, arkítekt, var kosinn í þetta mikilvæga em- bætti sem æðsti maður íþróttamála á íslandi. Benedikt G. Waage var hins vegar kosinn fyrsti heiðursforseti ÍSÍ, enda enginn sem hefur átt slíkan titil betur skilið en einmitt hann. Á íþróttaþingi sátu um 50 full- trúar, sem fóru með 62 atkvæði héraðssambanda og sérsambanda. Mest /atkvæðamagn höfðu fulltrú- ar ÍBR, 18 talsins, en þar næst Héraðssambandsins Slcarphéðins 4. Ekki urðu miklar umræður á þinginu, sem mótaðist að lang- mestu leyti af þeim mikla atburði, forsetaskiptunum, en minna af heit um umræðum eða máialenging- um. Meðal samþykkta þingsins voru þessar: Frá íþróttanefnd: Aukin verði samskipti íþróttakennaraskóla íslands við íþróttasamtökin í landinu. Aukið verði íþrótta- starfið meðal barna og unglinga og lögð áherzla á leiðbeiningar- starfið. Keppt sé að þvi að öll börn og unglingar fái tækifæri til að kynnast einhverjum íþrótta greinum eða félagsstarfi íþrótt- anna. Skipuð verði nefnd, sem athugi rekstur sumarbúða og hvernig rekstur þeirra megi verða beztur og semji nefndin leiðbeiningar um sumarbúðir fyrir þá sambandsfélaga, sem hyggjast setja sumarbúðir á fót. Framkvæmdarstjórn ÍSÍ var fal- ið að styðja námskeiðastarf- semi sambandsaðila með útveg- un hæfra kunnáttumanna svo og með fjárhagsaðstoð að svo miklu leyti, sem unnt v,3ri. — Framkvæmdastjórn var og fal- ið að auka áróður fyrir al- mennri iðkun íþrótta í landinu. Samþykkt var að skora á ríkis- stjórnina að leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi tillögu um f jár framlög til að reisa heimavist- arhús við íþróttakennaraskóla íslands. Frá Fjárhagsnefnd: Samþykkt var að slysasjóður taki til starfa um næstu áramót hjá ÍSÍ. Ið- gjöld verða kr. 10.00 á ári og miðast við skattskylda félags- menn viðkomandi héraðssam- banda. Skorað var á fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að fylgja fast eftir tillögum milliþinga- nefndar ÍSÍ að koma á fót alls- herjarhappdrætti til fjáröflunar íþróttahreyfingunni, en frum- varp til Iaga um slíkt happ- drætti liggur nú fyrir hjá ríkis- stjórninni. Samþykktur var ó- breyttur skattur sambandsfé- Gísli Halldórsson, hinn nýkjörai forseti ÍSÍ þakkar Benedikt G. Waage fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og sæmir hann 1. heiðursforseta ÍSÍ. laganna til ÍSÍ árin 1963 og 1964, eða 5 krónur á hvern fé- lðgsmann 16 ára og eldri. Fjár- hagsáætlunin fyrir árin 1963 og 1964 var samþykkt. Allsherjarnefnd skoraði á alla sambandsaðila að vera vel á verði gegn neyzlu áfengis á sam komum þeim, sem þeir standa að, jafnframt þvf sem forystu- menn íþróttahreyfingarinnar ættu jafnan að sýna gott for- dæmi í þessum efnum. Laganefnd: Samþykkt var að kosinn skyldi heiðursforseti ÍSl, ef 4/5 fulltrúanna væru því sam þykkir. Hafi heiðursforseti rétt á fundarsetu, með framkvæmd arstjórn, sambandsráði og f- þróttaþingum, með málfrelsi og tillögurétti. Samþykkt var eftirfarandi tillaga á þingfundi á laugardag: „íþrótta- . þing ÍSl haldið í Rvfk 14. og 15. sept. 1962, skorar á háttvirt Al- þingi að lögfesta 17. júnf sem þjóð hátíðardag lslendinga“. Fulltrúar á þinginu sátu veizlu Menntamálaráðherra á föstudags- kvöld í Þjóðleikhússkjallaranum en á laugardagskvöld hélt borgar- stjórn Reykjavíkur boð í hinum vistlegu salarkynnum Slysavarna- félagsins á Grandagarði og voru þar fluttar margar góðar ræður, í bundnu máli og óbundnu til heið- urs hinum nýja heiðursforseta ÍSI' enda áttu flestir i fulltrúar einhverj ar góðar og hugljúfar minningar um Benedikt G. Waage úr löngu starfi hans. I stjórn voru kosnir til næstu tveggja ára: Gísli Halldórsson, forseti, Guð- jón Einarsson, Gunnlgugur J. Briem, Axel Jónsson, Sveinn Björnsson. Til vara: Þorvarður Árnason, Hannes Þ. Sigurðsson, Gunnar Vagnsson, Gunnar Hjaltason. Þingforsetar voru þeir Baldur Möller og Guðjón Ingimundarson, en þingritarar Guðlaugur Guðjóns son og Sveinn Jónsson og leystu hlutverk sín vel af hendi. meistari í kaattspyraa r Wernii „lcandidatana" nm SsSenifSs-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.