Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. september 1962. V'lSIR 3 : I ellefu tíma í gær stóðu tvær farþcgaþotur frá þýzka flugfélaginu Lufthansa úti á flugbrautum Keflavíkurflug- vallar. Þær voru látnar standa einar sér úti á auðu svæði, önnur nyrzt á vellinum, hin vestast á honum. Stórt svæði umhverfis þær var lýst bannsvæði og flokkar íslenzkra og bandariskra lög- reglumanna stóðu umhverfis þær í varðstöðu i nokkurri fjarlægð. Ef til vill var þetta allt ein- tómt gabb. Um kl. 3 í gærdag hafði ókunnug kona hringt til skrifstofu Lufthansa í New York og sagt í simann: — Á næstu klukkustund verður sprenging i einni flugvél Luft- hansa. Stjórn hins þýzka félags brá skjótt við og skipaði þessum tveimur flugvélum sínura, sem voru á leið yfir Atlantshaf að lenda hið skjótasta í Keflavík. Enginn veit ncitt um það, hver þessi kona var. En þar sem engin sprenging hefur orð- ið og engin sprengja fundizt bendir allt til að hér hafi verið um spaug að ræða. MYNDSJ : Það var sannarlega dýrt spaug. Því fengu íslenzkir blaða menn að kynnast, er þeir gengu um meðal farþeganna í bið- salnum i nótt. 118 farþegar, sem sátu þar í nótt syfjaðir og úrvinda af þreytu, skelkaðir við þá ægllegu tilhugsun, að vítisvél I.ynni að vera í flugvél þeirra. Meðal farþeganna var 75 ára gömul þýzk kona, sem skildi ekkert i öllum þessum látum og sjötugur maður af tékknesk- um ættum með konu sinni, sem sagðist vera lasburða og varla þola þessa þreytandi bið. En þar voru líka mæður með ung böm. Þegar rökkvaði voru hinir hvítu straumlínulöguðu flug- vélaskrokkar upplýstir i nátt- myrkrinu og farþegarnir, sem höfðu verið með flugvélunum hingað störðu úr gluggum flug- afgrelðslubyggingarinnar út að þeim með þá spurningu efst í huga, hvort það gæti verið rétt að vítisvél væri um borð í flug- vél 'þeirra. Þorbjörn nieð Ieitartækið. Á meðan fólkið beið þarna ræddu flugstjórar og íslenzk yfirvöld um það hvernig skoð- un ætti að fara fram. Fyrst neitaði lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli að fara út að flugvélinni nema mennirnir væru líftryggðlr. Eftir langa bið kom skeyti frá utanríkisráðu- neytinu um að 21 lögreglumað- ur og tollvörður væru líf- tryggðir hver fyrir 600 þús. kr. Ekki var þrautin þó leyst með því, nú neituðu burðarmenn að fara út að vélinni nema þeir væru líftryggðir. Enn var bið þar til Lufthansa sendi skeyti utan frá Þýzkalandi að það á- byrgðist og tryggði burðar- mennina. Frh. á 5. síðu Leitinni í öllum farangrinum er lokið og farþegarnir ganga út í vélina. — Þetta var meira gabbið, sögðu þeir en allir voru sammála um, að gæta yrði hins fyllsta öryggis og stöðva flugvél, ef minnsti grunur væri um að í henni væri sprengja. Flugstjórinn á annarri vélinni dr. Kiinnl biður Gunnar Helga- son framkvæmdastjóra Loftleiða á Keflavikurflugvelli að hraða skoðun á farangri. Gunnar svarar: — Burðarmenn okkar snerta ekki á farangrinum fyrr en Lufthansa hefur tryggt þá. Og svo var símað hraðsamtal út til Þýzkalands. Farþegar biðu syfjaðir og úrvinda af þreytu í biðsal flugafgreiðslunnar. Margir höfðu Iagt af stað frá Munchen kl. 5 um morguninn meðal þeirra þessi kona með börn sín. Þau gátu ekki lengur haldið sér vakandi. Lufthansa hefur tryggt hina íslenzku afgreiðslumenn. Þeir byrja að taka farangurinn úr vélinni. — Ef sprengja hefði nú verið í einhverri töskunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.