Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. september 1962. 5 Sigluf jörður... Framhald af bls. 1. varpinu, sem aldrei hefur átt sér stað fyrr, er það vegna þess, hversu atvinnan hefur vaxið óskaplega, en ekki af völdum fólksflótta frá staðn um. Hér eru gerðir út fjórir fiskibátar og einn togari, Hafliði. Hann varð að Ieggja upp í Hafnarfirði vegna fólkseklu hér. Vegna hinnar geysi- legu síldar er svo að húsmæðurn- j ar vinna við síldarplönin og fá! borgað karlmannskaup. Nú þarf að hreinsa vélarnar í verksmiðjuhús- j unum og nóg verðVr að gera í j hraðfrystihúsunum og tunnuverk- j smiðjan getur varla starfað vegna fólksfæðar. Niðursuðuverksmiðjan kemst líklega ekki í gang af sömu ástæðum og svo mætti lengi telja. Það eru óvíða meiri möguleikar en á Siglufirði, og þegar fólk talar um samgönguerfiðleika, „þá er það ekkert annað en móðursýki". „En að fólk flýi héðan“, sagði Ragnar fréttaritari, „það er mesta fjarstæða. Öðru nær, hér fæðast 50 börn, á móti hverjum einum sem deyr“. Sandgerði - Frarnh. af 16. síðu: komnar til landsins, svo og önnur pressan, og hin verður tilbúin til útskipunar í erlendri höfn eftir nokkra daga. Annað til verksmiðj- unnar verður smíðað í Vélsmiðj- unni Héðni, svo sem ketillinn og 350 lesta lýsisgeymsla. Guðmundur á Rafnkelsstöðum er einn af mörgum sem telja að síld hafi alltaf verið á vetrum við suðvesturland, aðeins hafi skort þekkingu og tækni til að ná henni ef hún óð ekki. En með nútíma veiði- og leitartækni sé Suður- landssíldin _ orðin árviss atvinnu- vegun___________ Sfórbruni — Framh af 16 síðu menn urðu einnig fyrir miklu bruna tjóni á sl. ári þegar bifreiðaverk- stæði þeirra brann til kaldra kola. Auðbrekka er félagsbú bræðranna Stefáns og Þóris Valgeirssona. Samkvæmt siðustu fregnum er ekki búið að slökkva eldinn sem síðast kom upp. Vaktmenn frá Slökkviliði Akureyrar hafa staðið vakt alian sólarhringinn og munu gera það áfram þangað til útilokað er um fleiri íkviknanir. Vöruskipti — Framhald af bls. 1. Til samanburðar má geta þess, að í ágústmánuði á s.l. ári flutt- um við út afurðir fyrir 173 mill- jónir króna og keyptum frá út- löndum fyrir 136,7 milljónir króna, og var jöfnuðurinn þá hagstæður um 36,3 milljónir króna, en hins vegar var jöfnuður fyrstu átta mánaða ársins óhagstæður um 237,8 millj. króna. Hafði þá verið flutt út til ágústloka fyrir 1,747,6 millj. kr., en verðmæti innflutn- ingsins nam þá 1,986,4 milljónum króna, skip þar af fyrir 90,7 millj. króna. Málmhylki— Framhald at bls. 1. þar eystra fyrir birtingu morg- un einn fyrir all löngu. Hann sá lýsandi hnö. minni tilsýnd- ar en tunglið, svífa Iágt yfir fjörðinn, frá norðri til suðurs, og getur enga grein gert sér fyrir því um hvað var að ræða. Þá sýn bar mjög hratt yfir. VISIR // Og jafnvel Stein- þóri brá.. Það fer ekki mikið fyrir því, að gallharðir kommúnistar fáist til að viðurk'enna eymdarkjör íbúa sæluríkjanna austan járn- tjalds og það er enn sjaldgæf- ara, að Þjóðviljinn Ijósti því upp, að ekki sé þar allt í góðu lagi. Þó kom það fyrir í morg- un, að tjððviijinn birti bréf, sem sýndi, að Steinþóri Guð- mundssyni kennara hefur verið nóg boðið, þegar honum gafst tækifæri til að kynnast sælunni í A-Þýzkalandi. Hann skrifar Iangt Berlinarbréf, sem endar þannig: „En þó all vel Iíti út á ýms- um sviðum, þá getur varla hjá því farið, að við ýmsa erfið- Ieika er að etja. Áberandi virð- ist, einkum í Berlín, að minna sé á boðstólum af vörum, en stundum áður. Verðlag á öðru en brýnustu nauðsynjavörum er nokkuð hátt. Vafalaust eiga ýmsir um sárt að binda vegna múrsins, sem vini og venzla- /4 menn eiga hinum megin við hann. Sömuleiðis má gera ráð fyrir, að ýmsum austurbúum, sem komnir voru upp á lagið ineð að mata krókinn á ólögleg- um viðskiptum milli borgarhlut- anna, hafi þótt súrt f brotið, að vera sviptir þeirri gróðalind. En fullyrt er, að yfirleitt hafi al- menningur í DDR orðið því feg- inn, að freistingin var frá þeim tekin, og andi léttar eftir en áður. Að sinni er ekki fært að rekja þessi mál nánar. En von- andi gefst færi til þess seinna.“ Það er alveg áreiðanlegt, að Steinþóri hefur hnykkt við, úr því að hann tekur svo til orða — hann getur ekki einu sinni orða bundizt yfir því, hvernig allt gengur á afturfótum, þar sem hann átti á allt öðru von. Það er greinilegt, að hann verð- ur að taka samvizku sinni og sannfæringu tak — ef til vill dugar ekkert annað en stein- bítstak! Bréf: IJm Handíðaskólann Mishermi um ruf- orkuverð í Eyjum Það var ekki rétt, sem sagt var í Vísi í gær f frétt um lagningu háspennustrengs til Vestmanna- eyja, að vonir Eyjaskeggja um lækkað verð á rafmagni hafi brugð- izt. Hið rétta í þessu máli er, að enn hefir engin ákvörðun verið tekin um taforkuverð í Eyjum, og eru bæjarstjóri og rafmagnsstjóri Vestmannaeyja aðeins byrjaðir við- ræður við raforkumálastjórnina um þetta mál. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu mishermi. Telex-tækin upppöntuð Öll Telex-tæki Landssímans eru nú upppöntuð, og meira en helm- ingur þeirra þegar kominnínotkun. Hefur þessi þjónusta orðið eftir- sóttari en við var búizt. Gunn- laugur Briem póst- og símamála- stjóri sagði Vísi að skeytasend- ingar til útlanda hefðu minnkað að sama skapi og Telex-notkunin hefur aukizt. Upphaflega voru pöntuð 30 Telex-tæki, en eftirspurnin hefur orðið svo mikil eftir að fá þau leigð að nú stendur til að panta viðbót. Þessi mikla eftirspurn kom á óvart því að reynslan erlendis var sú að fyrirtæki voru sein U1 að notfæra sér þessa þjónustu. Hér varð reyndin önnur, Samt eru tækin nokkuð dýr í leigu og rekstri. Mý prentsmiðjo á Akureyri Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Um næstu helgi tekur til starfa ný prentsmiðja á Akureyri, sú þriðja í röðinni. Hún ber nafnið Valprent og verð ur til húsa að Gránufélagsgötu 4. Keyptar hafa verið nýtízku vélar frá V-Þýzkalandi, þar á meðal hraðpressa, sem á að annast mynda prentun og kassaprentun, en það verða aðalverkefni hennar fyrst um sinn. Auk þess tekur prentsmiðj- an að sér alls konar smáprent. Aðaleigendur eru tveir prentar- ar á Akureyri, Valgarður Sig- urðsson, sem verður prentsmiðju- stjóri og Kári B. Jónsson, sem einnig mun starfa við prentsmiðj- una. Tvær prentsmiðjur voru fyrir á Akureyri, Prentsmiðja Björns Jóns- sonar, stofnuð 1852 og Prentverk Odds Björnssonar, frá 1901. Áskriftarsíminn er Hreindýraveiðum lauk þann 20. þessa mánaðar og liggja ekki fyrir tölur um veidd dýr enn þá. En eins og kunnugt er bar nokkuð á krankleika i hreindýrum. Veikin lýsti sér þannig, að dýrin horuðust og vesluðust app og var það flestra álit að um ormaveiki væri að ræða, en á henni hefur borið stöku sinnum í hreindýr- um. Voru tekin sýnishorn aí hreindýrum á Kringilsártanga og send að Keldum til rann- sóknar og einnig sýnishorn af 13 dýrum af öðrum svæðum. Háttvirti herra ritstjóri. Mér til sárra leiðinda veitti ég því athygli, að bagalegur misskiln- ingur hefur slæðzt inn í grein um breytingar á kennslutilhögun í Handíða- og myndlistaskólanum, er birtíst í heiðruðu blaði yðar, dags. 21. þ. m. Umræðuefnið á fundi mínum með blaðamönnum, er fulltrúi blaðs yðar sat, var m. a. afstaða margra byrjenda til listnáms. Orðið „fálm- kennt', sem greinarhöfundur á ein- um stað notaði, átti því hér við hinar algengu og síendurteknu röngu hugmyndir um tilhögun list- náms, sem svo mjög verður vart hjá mörgum byrjendum, en sem skólinn vill kveða niður og bæta um. En pað eru einmitt þessar röngu hugmyndir, sem skapa svo mörg vandamál í kennslu með byrjendum í öllum myndlistaskól- um. Og einmitt á þetta vildi ég leggja áherzlu. Hér vil ég sérstaklega taka það fram, að öll þessi vandamál, og Ieið ir til lausnar á þeim, hafa verið n.argrædd og krufin í vinsamlegum viðræðum mínum við Lúðvíg Guð- mundsson, fyrirrennara minn. Hin umrædda nýbreytni á tilhögun myndlistakennslunnar styð því jafnt við langa reynslu hans sem Hafði Vísir í morgun samband við Halldór Vigfússon að Keld- um og spurðist fyrir um hvað rannsóknirnar hefðu leitt í ijós. Sagði Halldór að enn þá sem komið væri, væri ekki upplýst hvort hér væri um að ræða ormaveiki eða einhverja aðra veiki. Sagði hann að vitað væri að til væru ormar i hreindýr- um, en rannsóknir hefðu aðeins staðið þennan mánuð, og ekki væri upplýst enn þá um hvaða veiki væri að ræða. Halldór kvað eitt væri hægt að fullyrða að óvenju mikið hefði borið á veikindum í hreindýrum í ár. i mína eigin reynslu. Öll önnur túlk- ! un á ummælum mínum á blaða- mannafundinum er því á algerum misskilningi byggð og fer í bága við einlæga virðingu mína fyrir ! hinu merka brautryðjendastarfi L. G. nú um áratugi, en án hans, framsýni og þrotlausrar bar- áttii væri Handíða- og myndlista- skólinn ekki til. Væri ég yður mjög þakklátur ef þér vilduð vinsamlega birta bréf þetta í heiðruðu blaði yðar. Kurt Zier. VP-16 kemur Fyrir nokkru hefur verið skipt um þær flugvélar varnarliðsins, sem hafðar eru að jafnaði í eftir- litsflugi umhverfis landið. Eins og ýmsum er kunnugt, hafa hér verið lengi tveggja hreyfla flugvélar af svokallaðri Neptune- gerð eða P2V, eins og þær munu nefnast á tæknimáli, og eru flug- vélar þessar búnar alls konar tækjum til athugunar á ferðum skipa og flugvéla í næsta nágrenni við sig. Hafa flugvélar þessar verið í flugsveit, sem nefnd hefur verið VP-16, og hefur hún verið hér við land undanfarið ár eða lengur. Nú er að því komið, að flug- i sveit þessi hverfi á brott héðan, og í byrjun þessa mánaðar kom hingað fyrsta flugvél annarrar flug sveitar, sem á að taka við störf- um af VP-16. Þessi nýja sveit, sem í eru fimm Neptune-flugvélar af fullkomnari gerð, sem nefndar eru P2V-5F á tæknimáli, mun verða hér að minnsta kosti ár, og verða skyldustörf hennar hin sömu og hinnar fyrri, sem er á förum — öryggiseftirlit umhverfis landið, ís- könnun, leit að týndum skipum og flugvélum og aðstoð við þá, sem hennar þurfa. Þá er einnig verið að skipta um /orustuþotur þær, sem hér verða staðsettar á næstunni, eins og skýrt hefur verið frá í Vísi. Koma j hraðflevgari flugvélar en þær, sem hér hafa verið staðsettar, svo hrað- fleygar, að þr geta flogið hraðar en hljóðið, ef þess gerist þörf. I 16 60 Óvíst um ormaveikina Myndsjá — Framhald af bls. 3. Lögreglustjóri og þýzku flugstjóramir fóru út í flugvél- arnar skömmu fyrir miðnætti og var próf. Þorbjöm Sigur- geirsson í fylgd með þeim með geiger-mæli, en ekki varð hann var við neitt grunsamlegt. • Um miðnætti fluttu burðar- menn loksins farangurinn nið- ur úr flugvélinni og lögreglu- menn og tollverðir urðu önnum kafnir við að leita fyrst f þeim töskum sem voru opnar. Síðan varð enn töf meðan farþegar afhentu lykla að Iæstum tösk- um og leitin hélt áfram. Aðeins einu sinni fannst grunsamlegur hlutur. Það var sívalningur úr málmi innan um fötin í einni töskunni. En lögreglumaðurinn sem leitaði lyfti hólknum var- lega upp og Itom þá í Ijós, að þetta var koparvasi. • Að lokinni leit vom allir far- þegarnir og farangur þeirra sameinað í annarri flugvélinni og hún hélt ferðinni áfram und- ir stjóm Röwerts flugstjóra. Hin vélin sneri aftur tóm til Þýzkalands. Aðeins smávægi- Ieg niistök urðu undir lokin, farangur áhafnarinnar af þeirri vél var í misgripum sfendur með öllum hinum farangrinum til New York. Fólkið steig þreytulegt upp í vél sína kl. 3 og þrýstilofts- hreyflarnir knúðu vélina út á flugvöllinn. Eftir fjórar klst. myndu þeir verða í New York. Víðir II.- Fran.hald af bls. 1. hann í Svíþjóð. Fulltrúi skipa- smíðastöðvarinnar þar kom hingað á sínum tíma, ræddi margt við Eggert skipstjóra og kynnti sér alla tilhögun hjá honum um borð í Víði II. Nýja skipið verður smíðað nákvæm- lega eftir fyrirsögn Eggerts, sem hefði þó kosið að hafa það stærra. En stærðin, 200 lestir, takmarkast af hafnarskilyrðum í Sandgerði. Ekki er nokkur vafi á því að mörgum mun leika forvitni á að sjá hið nýja skip, sem byggt er í einu og öllu á reynslu hins mikla afla- kóngs. Guðmundur á Rafnkels- stöðum sagði að það yrði eins fullkomið og frekast væri hægt að hugsa sér. Ýmislegt verður þar alveg sérstaklega útbúið eftir fyrirsögn Eggerts, svo sem stærri kraftblakkir og stærri spil en tíðkast á þessari stærð báta. Víðir II, sem varð aflahæsta skipið á síldarvertíðinni í sum- ar, er 153 lestir að stærð. Hann fékk samtals 32.399 mál og tunnur á vertíðinni og hnekkti 20 ára gömlu aflameti Eldbórg- ar frá Borgarnesi. Verðmæti síldarafla Víðis II. er talið vera um 5]/2 milljón kr., sagði Guð- mundur á Rafnkelsstöðum. — 32.399 mál og tunnur er mesta síldarmagn, sem borizt hefur á land af einu skipi á einni ver- tíð. Ref ir... Framhald af bls. 1. Að síðustu svaraði veiðistjóri þvi aðspurður, hvernig gengi með land fyrir hundabú, sem sótt var um fyrir nokkru. Sagði veiðistjóri, að mál þetta hefði nú fengið afgreiðslu og landið fengizt. Væri það vestan undir Ólafsfelli við Leirtjörn. Yrði nú stefnt að því að koma hunda- búinu upp í haust og reynt yrði sem fyrst að leggja niður hunda búið við Rauðavatn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.