Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 27.09.1962, Blaðsíða 16
I Argentínski þungavigtarboxarinn Aiejandro Lavorante sem á föstu- dagskvöld var rotaður í hnefa- leikakeppni við Bandaríkjamann- inn Johnny Riggins 1 Los Angeles liggur enn í sjúkrahúsi án með- vitundar. Síldarverksmiðja reist í Sandgerði Ný 2000 mála síldarverksmiðja tekur til starfa í Sandgerði í haust, hin fyrsta sem þar er reist, eign Guðmundar Jónssonar út- gerðarmanns á Rafnkelsstöðum. Verður að henni mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið og bátar Guð- mundar ættu ekki framvegis að þurfa að hrekjast með síld til löndunar á Akranesi og í Vest- mannaeyjum eða til Patreksfjarð- ar, eins og verið hefir og jafnvel að liggja inni dögum saman vegna þess að hvergi eru skilyrði til að taka á móti síld. En [Dannig var það t. d. í fyrra. Sandgerði liggur allra staða næst vetrarsíldarmið- unum svo að ekki er hætta á að verksmiðja þar hafi ekki nóg að starfa í framtíðinni. Guðmundi Jónssyni fórust þannig orð um byggingarfram- kvæmdirnar í viðtali við Vísi: Síldarverksmiðjan á að verða tilbúin að hefja vinnslu i nóvem- ber. Gengið hefir verið til fulls frá þróm, sem rúma 20 — 25 þúsund mál og búið er að steypa upp tvo veggi mjölgeymslu. Lokið var við að slá upp fyrir hinum tveimur, en uppslátturinn hrundi í óveðrinu um síðustu helgi. Unnið er af kappi við að reisa hann að nýju og standa jafnvel vonir til að hægt verði að steypa þessa veggi fyrir næstu helgi. Beinamjölsverksmiðja var fyrir á stáðnum og verður vél- um nýju verksmiðjunnar komið fyrir í því húsi. Skilvindurnar eru Framh. á bls. 5. Poul Reumert og frú á fjölum Þjóðleikhússins 1 nótt komu til landsins hin víðfrægu leikarahjón Poul Reum- ert og Anna Borg. Koma þau hing- að f tilefni norrænu hátíðarsam- komunnar i Þjóðleikhúsinu á laug- ardagskvöldið kemur. Munu þau þar iesa upp. Hátíð þessi er í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Hefst hún kl. 20,30 um kvöldið. Frú Anna Borg les kvæðið Svanerne frá Norden eftir Seedorff Pedersen og smásöguna Soninn eftir Gunnar Gunnarsson. Poul Reumert les kvæðið Terje Vigen eftir Ibsen og síðan fara þau bæði með kafla úr Fjalla- Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Fleiri listamenn munu koma fram og Gunnar Thoroddsen for- maður Norræna félagsins flytur ávarp. Öllum er heimill aðgangur og verða aðgöngumiðar seldir í dag. Staðið yfir hinum sigraða é ....—1 Esjo í vetrar- búningi Nú haustar að og er farið að kólna i veðri. Síðustu daga hafa Reykvíkingar séð Esjuna grána fyrir hærum, en alltaf er þetta fjall í norðurátt bæjar- búum jafn kært, hvaða litklæð- um sem það er búið, grænum hlíðum sumarsins, bláma fjar- Iægðarinnar eða hinum hvíta vetrarbúningi. — Myndina tók ljósmyndari Vísis I. M. í gær ofan úr Háaleitishverfi. í nær- sýn er jarðborinn stóri að gera enn eina tilraunina til að finna heitt vatn. Stórbruni í Hörgórdal: Eldur uppi síðan á þriðjudag ' t Mikill bruni og stórtjón hefur orðið á Auðbrekku í Hörgárdal, en þar eru að brenna heyhlaða og tvö þúsund hestar af heyi. Ikviknun varð í hlöðunni á þriðju dagskvöld um kl. 19-—20. Slökkvi- lið Akureyrar fór þegar á vettvang og fjölda manns dreif að frá Hjalt- eyri og nærliggjandi sveitabæjum til aðstoðar við slökkvistarfið. Varð hlöðuþakið fljótlega alelda og féll það niður eftir nokkurn tíma. Mjög hefur gengið erfiðlega að slökkva eldinn. Hann kviknar jafn- skjótt aftur og virzt hefir sem búið væri að ráða niðurlögum hans. Slökkviliðsmenn og nágrannar hafa unnið að því að flytja heilt hey út úr hlöðunni, en það gengur seint vegna erfiðra aðstæðna. Ekki hefur verið unnt að meta tjónið, en það nemur eflaust tug- um þúsunda króna. Auðbrekku- Framh. á bls. 5. ' •'Z ; , <m&mz. » $ */ Vísir birtir í dag fyrstu mynd ir frá hnefaleikakappleik þeirra Sonny Listons og Floyd Patterson í Chicago í fyrrinótt. Myndin hér fyrir ofan sýnir Liston þar sem hann stendur yfir hinum sigr- aða andstæðingi sínum. Fleiri myndir eru á íþróttasiðu blaðsins. Áður en keppnin hófst, sagði Floyd Patterson: — Ég er undir það búinn að keppn- in standi 15 lotur. En það fór öðruvísi en hann hugði. Rétt rúmum tveim mínútum eftir að bjallan hafði glumið, lá Patterson í gólfinu og megn- aði eigi að risa upp fyrr en dómarinn hafði talið upp að tiu. Mínnisvarði um sr. Sigfrygg í Skrúð í tilefni af 100 ára afmæli séra Sigtryggs Guðlaugssonar, hafa gamlir nemendur hans í Reykjavík og annars staðar á landinu beitt sér fyrir því, að tvennt yrði gert: gefin út bók um séra Sigtrygg, og þeim hjónum, frw Hjaltlínu og honum, reistur minnisvarði í SKRÚÐ. Því miður vannst ekki tími til að ljúka þessum verkum fyrir afmælið, en þeim er báðum svo langt komið, að þau munu verða tilbúin á árinu. Ríkarður Jónsson myndhöggvari hefir ná- lega fullgert myndina, en Bóka- útgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins gefur bókina út. Verður hún að meginmáli ævisaga séra Sigtryggs, en einnig flytur hún þætti frá gömlum nemendum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.