Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Laugardagur 29. september 1962 Otgefandi: Blaðaútgátan \flSIR. Ritstiórar Hersteinn Pálcson. Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinssoa ' Fréttastjóri: Porstemn 0 Fhorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krói.ur á mánuði. t lausasölu 3 kr eint — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. ________________________________________________________________________/ Framtíö Faxaverksmiöjunnar Faxaverksmiðjan hefir oft verið til umræðu á und- anförnum árum. Er slíkt eðlilegt, þar sem vonir manna um not af verksmiðjunni og hagnað hafa mjög brugð- izt. Um það tjáir ekki að tala, eins og komið er, en rétt er að minna á, og almenningur ætti að hafa það hugfast, að þegar ákveðið var að stofna verksmiðj- una og að Reykjavík gerðist annar eigandi hennar, ; voru allir bæjarfulltrúar því samþykkir. Það var og ] eðlilegt, því að þá var gert ráð fyrir miklum og góð- l um síldarafla á komandi tímum, og enginn bæjarfull- trúi Vildi láta það um sig spyrjast eða sinn flokk, að hann hefði ekki verið meðmæltur þessu mikla fram- faramáli. En þegar frá leið og síldaraflinn brást, svo að verksmiðjan fékk ekki verkefni, voru ýmsir bæjarfull- trúar fljótir að snúa við blaðinu. Nú var sýnt, að eng- inn hagnaður yrði af fyrirtækinu, og þá vitanlega sjálf- sagt að reyna að sverja af sér króann. Því verður þó ekki haggað, að enginn flokkur skarst úr leik forð-' um, þegar ráðizt var í byggingú verksmiðjunnar, og andstöðuflokkar meiri hlutans geta ekki losnað við neina ábyrgð með því einu að fullyrða, að þeir hafi ekkert nærri málinu komið. En nú eru viðhorfin breytt. Það er skoðun manna, að síldveiðar hér við suðvestursíröndina séu áryissar, þar sem til eru komin tæki til að leita síldarinnar og I ná henni á dýpi. Þessi skoðun kemur m. a. fram í því, að hafinn er undirbúningur á stækkun flestra ef ekki allra síldarbræðslna hér við flóann. Reykjávík er hins vegar búin að fá nóg af Faxaverksmiðjunni, vil! slíta sameignarfélaginu um hana og selja sitin hluta. Það er eðlilegt, því að hagnaðarvonir hafa brugðizt og borgin vill fá sem mest af því fé aftur, sem lagt hefir verið í fyrirtækið. Það ætti að gera sölu auðveldari og verðið hag- stæðara, að vonir tim síldarafla eru nú allgóðar. Borg- ; in tekur þá sitt á þurru með aðstöðugjaldi og slíkum j gjöldum, þegar hún hefir losað sig við sinn hluta verk- smiðjunnar. Mikilvægi síldarleitarinnar Það sannaðist í sumar fyrir norðan land og aust- an, hversu mikílvæg síldarleitin er öllum veiðiflotan- : um. Skipstjórar síldarflotans voru sammála um, að síldarleitin væri ómetanleg, og héfir því kostnaðurinn af úthaldi skipa og flugvéla komið margfaldlega aft- ur í auknum tekjum þjóðarbúsins. Það er aukin trygging fyrir góðum afla á vetrar- síldveiðum, ef leit verður sinnt af kappi hér syðra eins og fyrir norðan. I fyrstu greininni lýsir Anna íor- eldrum sinum, rósa- rækt i gardinum, knatt- spyrnulidi kvenna og fyrstu ósk sinni oð verba leikkona. í'ió - ÆSKUHEIMILI mitt í Reykjávík var stórt guít hús með þykkum múrveggjum. Við suður- gafl þess öx mösur og álmtré og þetta voru tvö stærstu trén í bænum. Hár húsveggurinn skýldi þeim fyrir norðanstorm- inum og þau stóðu há og bein sitt hvorum megin við þrepin inn í húsið. Á íslenzkan mælikvarða voru þau risatré. Fólk fór í sunnudagsgöngu * ' :-;v . ' Endurminningar Önnu Borg framhjá húsi okkar til þess að sjá þau. En við börnin stóðúm bak við stofn þeirra, horfðum á fólkið og vorum montin af því hvað trén vöktu mikla athygli. í garðinum á bak við húsið uxu líka rósir, fyrstu skraut- rósirnar sem voru ræktaðar undir berum himni á íslandi. Mamma hafði fengið græðlinga og gróðursett þær í garðinum, því að hún hafði alltaf áhuga á að reyna eitthvað nýtt. Allir urðu undrandi þegar rósirnar lifðu og blómguðust í garðin- um. Það þótti jafnvel fréttnæmt í Reykjavík á hverju sumri þegar fyrstu frönsku rósirnar sprungu út í garðinum. Við systkinin sögðum leiksystkin- um okkar frá því. TjAÐ voru fleiri rósir ræktað- ar á íslandi, en þær uxu allar í jurtapottum innan við gluggarúður. í minni æsku voru engin gróðurhús til og engar blómabúðir. Ef einhver þurfti að fá rósir í afmælisvönd eða við önnur hátíðleg tæki- færi, þá voru b'örn send út um bæ til að safna og kaupa rósir úr jurtapottum á heimilunum. Sums staðar var okkur vísað frá, en annars staðar kom hús- móðirin og seldi okkur eina eða Hús fjölskyldunnar við Laufásveg með stóra tréð við suðurgaflinn. tvær rósir með stuttum eða löngum stilk. Það hús lögðum við á minnið þegar næst þyrfti á því að halda. Nú er Reykjavík orðin stór borg með nýjum götum og ný- tízkulegum húsum. Nú hafa komið upp í henni smekklegar blómabúðir og úti í gluggunum ræktar fólk rauðar pelargóní- ur í staðinn fyrir rósir. En eitt er enn óbreytt: — æskuheimili mitt. Gula húsið úr þykku múr- veggjunum stendur nú orðið fram í götuna, því að götunni hefur verið breytt og hefur þurft að færa hús til. En þetta hús verður ekki flutt. Trén tvö við gaflinn er enn meðal hæstu trjáa í borginni og enn vaxa rósir í garðinum. Mamma elsk- aði rósir af því að hún elskaði fegurðina og kunni alltaf að fegra umhverfi sitt. Þegar ég hugsa til bernsku minnar og fyrstu unglingsáranna, þá er það fyrst og fremst mynd móð- ur minnar sem kemur fram í hugann. TVÍAMMA var lágvaxin, hún næði mér aðeins í hnakka, en samt virtisí hún einhvern veginn hærri í loftinu. Það staf- aði af persónuleika hennar sem var bæði í einu, óendarilega sterkur og óendanlega mildur. Hún var stór bæði sem kona og sem leikari. Nafn hennar Stef- ania Guðmundsdóttir var þekk' hverjum íslendingi. Allir sem kynntust henni eða sáu hana á leiksviðinu muna eftir henni os segja: „Engin var eins og móðir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.