Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. september 1962 þín“. Slík ummæli um hana heyri ég hvað eftir annað og í hvert skipti finn ég til hlýju og gleði. Við vorum sex börnin og í augum okkar var mamma næst- um guðdómleg. Þó hún ætti annríkt allan daginn hafði hún alltaf tíma til að sinna okkur. Ég man aldrei til að mamma hafi vísað mér frá vegna þess að hún væri upptekin. Pabbi unni henni líka hugástum og saknaði hennar hverja stund þegar hún var í burtu. Og samt varð hann fyrstur til að styðja hana í áformi hennar að ferð- ast til útlanda til að læra. Mömmu langaði alit líf sitt til að læra. Og ef það var eitthvað sem kom henni að gagni, þá hugsaði pabbi ekki um sig og sinn eigin missi, pABBI var bæjargjaldkeri í Reykjavík og hét Borgþór Jósefsson. Þess vegna hét ég eftir íslenzkum sið Anna Borg- þórsdóttir. En þegar elzti bróðir minn Óskar Borgþórs- son fór til náms í Kaupmanna- höfn, fengum við systkinin leyfi fyrir 10 krónur til að stytta nafn okkar í Borg. Það var auðveldara og þægilegra þegar við færum út í heiminn. Pabbi var jafn karlmannleg- ur eins og mamma var kvenleg. Hann var alvarlegri og strang- ari við okkur börnin. Einu sinni var ég að aka barnavagni með yngsta bróður mínum Geir, en þá valt vagninn rétt fyrir neð- an glugga föður míns og Geir _ VISIR Fjölskyldan í húsinu við Laufásveg við skírn yngsta bamsins Geirs. Hjónin Borgþór Jósefsson og Stefanía Guðmundsdóttir. Aftast er elzti bróðirinn Óskar og Anna. Fyrir framan þau er Áslaug. Pabbinn heldur utan um Þóru, í miðjunni er Emilía og móðirin heldur á skímarbarninu. a mum valt úr honum og niður í rennusteininn. Vagninn var stór og þungur f vöfum og' ég svo lítil að ég hafði ekki einu sinni séð fram fyrir hann. Pabbi varð mjög reiður og húðskammaði mig. „Ósköp er pabbi strang- ur“, hugsaði ég, en þá skildi ég ekki að strangleiki hans staf- aði af ótta við að Geir hefði slasazt. Mamma var mjög tilfinninga- næm kona og var opin fyrir öll- um nýjungum. Það var varla nokkur hlutur sem hún hafði ekki áhuga á og allt sem hún hafði áhuga á framkvæmdi hún. Hún innrætti okkur það sama, við skyldum Ijúka við allt sem við byrjuðum á, hversu erfitt og óyfirstíganlegt sem það virtist. 'f FYRSTA sinn sem ég átti að „bródera" langaði mig mest til að kasta handavinn- unni út í hofn. Það var kragi með Feneyjasaum. Saumurinn varð ójafn og kraginn svartur af óhreinindum. Mikið hataði ég þennan kraga. „Þú verður að ijúka við hann,“ sagði mamma við mig milt en ákveðið. Og ég lauk við hann. Hann varð ekki fallegur og aldrei prýddi hann neinn kjól. En þegar ég fékk næsta útsaum í hendurnar, þá gekk þetta strax miklu .betur. Byrjunarerfiðleikarnir voru yf- irunnir og áhuginn vakinn. Nú þykir mér mjög gaman að sauma útsaum, það er dásam- leg hvíld eftir annadag. 1YTAMMA brýndi fyrir okkur góða siði allt frá því við vorum smáangar. Hún vildi ala dætur sínar upp svo að þær É&: . ia wMívMssiMM .... tív-ipr , .í”'1 .íí'íi - l. 1™' Anna og móðir hennar Stefanía Guðmundsdóttir. yrðu dömur. „Maður á ekki að snyrta sig eða klæða sig í föt úti á götu,“ sagði hún og enn koma þessi orð hennar mér í hug, ef ég hef verið að flýta mér og hleyp út úr dyrunum með hanzkana í hendinni. Ég og systur mínar vorum alltaf vel klæddar og það áttum við einnig að þakka góðum smekk móður okkar. En það hafði það í för með sér að allt af var verið að lána öðrum kjól- ana okkar, rauða, gula og bláa, en okkur stóð á sama um það. Þeir voru eins kjólarnir okkar fyrir það. Mamma sem elskaði fegurð og þokka fann alltaf þörf á að glæða umhverfi sitt fegurð. ís- lenzk börn þurftu að læra að hreyfa sig fallega, að dansa, hneigja sig og yfirleitt að venja sig á þokkafulla framkofnu. Þess vegna eyddi mamma heilu brennandi heitu sumri í Kaup- mannahöfn við að læra plastik 'hjá Emilie Walbom konung- legri ballettdansmær og auk þess gekk hún á námskeiö í nýjum dönsum. Þegar hún kom heim stofnaði hún fyrsta dans- skóla íslands. Þannig var hún brautryðjandi á mörgum svið- um. J3Ó vakti það ekki sérstaka hrifningu mömmu þegar ég ætlaði tólf ára gömul að gerast brautryðjandi íslenzkra kvenna á sviði íþróttanna. Ég og vinkonur mínar fengum þá flugu í höfuðið að stofna fót- boltafélag og í blaði stóð þessi frétt: „Fyrsta fótboltafélag ís- lenzkra kvenna“ og það vakti talsverða athygli. Við héldum hvern fundinn á fætur öðrum 1 nýstofnaða félaginu og þýð- ingarmesta umræðuefnið á þeim öllum var í hvernig föt- um við ættum að vera við keppni. Loksins urðum við sammála um búninginn, það skyldu vera rauðar matrósa- blússur með biáum kraga lögð- um hvítum kanti. Svo skyldum við vera í bláum leikfimibUxum og síðan gátu æfingar hafizt og ég var framvörður. PN svo fór áhuginn fyrir ^ knattspyrnunni að dvína hjá fyrsta kven-knattspyrnufé- lagi íslands. Hann dvínaði sennilega mest af þvi að við heyrðum það utan að okkur að maður fengi stóra fætur af því að leika knattspyrnu. Og enga okkar langaði til að fá stóra fætur. Og knattspyrnukonurn- ar heltust úr lestinni hver á eftir annarri, þar til svo kom um síðir, að mark-konan ein var eftir. Liðið leystist upp og knattspyrnuferli mínum var lokið. Ég veit það ekki fyrir víst, en það kæmi mér ekki á óvart, að orðrómurlnn um stóru fæt- urna, hafi verið runninn undan rifjum mömmu. Aldrei mælti hún eitt vanþóknunarorð um íslenzka knattspyrnu eða þátt íslenzkra kvenna í henni. Hún sá hins vegar um það að ég vanrækti ekki danstímana og þegar allt kom til alls féll mér lfka mikiu betur að dansa en að sparka bolta. / Ég er þriðja í röðinni í systk- inahópnum, t en við vorum fjórar systur og tveir bræður. Elztur var Óskar en hann er átta árum eldri en ég og var góður og umhyggjusamur upp- alandi okkar hinna yngri systk- inanna. Hann hefur haft mikil áhrif á mig, Síðar á ævinni hafa orð hans oft sprottið upp í minningunni og ég ,segi oft við sjálfa mig: „Þetta hefurðu lært af Óskari“. jjEGAR Öskar liafði lokið 1 stúdentsprófi sigldi hann Frh. á 10. bls. Ég læt sem ég sofi, sagði Anna litla og lagðist ísófann en Eniilía, íék mömmu, sem var að svæfa barnið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.