Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 15
VlSIR . Laugaidagur 29. september 1962. 75 Friedridi Ðurrennicsff o© til baka frá Chile og Emmen- berger fór til Sviss frá Stutt- hof, þar sem hann hafði gengið undir nafninu Nehle.“ „Eitmitt, Samúel,“ sagði lög- reglufulltrúinn og kinkaði kolli. „Við yrðum að ganga út frá því, að Emmenberger hafi drepið Nehle.“ „Við gætum alveg eins' sagt, að Nehle hafi drepið Emmen- berger. ímyndunarafli þínu er svo sannarlega alls engin tak- mörk gett.“ „Til þess að halda fram þeirri fullyrðingu, yrðum við að ganga út frá því að glæpur hafi verið framinn," sagði Hungertobel og hristi höfuðið. „Þessi ályktun er sem sagt einnig rétt,“ sagði Bárlach. „Við getum einnig gengið út frá henni, að minnsta kosti á þessu stigi málsins.11 „Það er bara tóm vitleysa," sagði gamli læknirinn ergilcgur. „Ef til vill,“ svaraði Bárlach íbygginn. Hungertobel varðist ötullega. Hann sagði, að með slíkum að- ferðum mætti auðveldlega sanna hvað sem maður yfirleitt hafði löngun til að sanna. Og þá kæmi bókstaflega allt til greina. „Leynilögreglumanni ber skylda til að draga sannleikann fram í dagsljósið,“ svaraði gamli maðurinn. „Það er nú einu sinni svo. Við höfum gert nokkrar ályktanir saman. Allar , eru mögulegar. Þetta er fyrsta skrefið. Næsta skrefið verður að greina hinar sennilegri frá öðr- um. Hið mögulega og hið senni- lega er. ekki það sama. Hið mögulega þarf heldur ekki allt- af að vera sennilegt. Þess vegna verðum við að.rannsaka senni- leik ályktana okkar. Við höfum tvo lækna. Annars vegar Nehle, sem er afbrotamaður. Hins veg- , ar Emmenberger, æskufélaga j þinn, sem er yfirmaður Sonnen- stein-hælisins í Zurich. Við höf- um aðallega gert tvær ályktan- ir, sem báðar eru mögulegar. í fljótu bragði er sennileiki þeirra ójafn. Önnur er sú, að engin sambönd séu yfirleitt milli Nehle og Emmenberger, og er : sennileg: Hin ályktunin er aft- I ur, að samband sé á milli, og er sú ósennilegri." „Einmitt," skaut Hungertobel inn í. „Það hef ég líka alltaf sagt.“ „Kæri Samúel," svaraði Bár- lach. „Því miður er ég nú einu sinni lögreglufulltrúi og skyld- ugur til að leiða í Ijós glæpi og afbrot mannanna. Fyrri niður- staðan, sú, að á milli Nehle og Emmenberger hafi ekkert sam- band verið, vekur ekki áhuga minn. Nehle er dauður og á hendur Emmenbergers eigum við enga sök. Aftur á móti þving ar staða mín mig til að rann- i saka nánar seinni ályktunina, 1 sem er þó ósennilegri. Hvað er sennilegt við þá ályktun. Hún gerir ráð fyrir, að Nel.le og Emmenberger hafi skipt um hlutverk. Hún gerir ráð fyrir, að Emmenberger hafi verið í Stutthof, undir nafni Nehles og skorið fanga án deyfingar, og að Nehle hafi farið til Chile, undir nafni Emmenbergers og sent þaðan greinar og ritgerðir til hinna ýmsu læknarita, svo að við minnumst ekki á dauða j Nehles í Hamborg og veru | Emmenbergs í Zurich núna. — Þessi niðurstaða er ævintýraleg. ; Það verðum við að viðurkenna. Hún er möguleg, ekki aðeins jvegna þess að Emmenberger og i Nehle eru báðir læknar, heldur i einnig af þvi, að þeir líkjast j hvor öðrum mjög mikið. Hér skulum við nema staðar í bili. i Þetta er fyrsta staðreyndin, sem mætir okkifr í þessum ruglingi möguleika og sennileika. Við skulum rannsaka þessa stað- reynd nánar. Að hvaða leyti líkjast þessir tveir menn. Það I er algengt að sjá menn, sem eru líkir, en heldur sjaldgæft að sjá menn líkjast mjög mikið. En ' sjaldgæfast af öllu er þó, að menn líkist eins og þessir tveir læknar hafa gert. Báðir hafa ekki aðeins sama hár og augna- lit, svipaða andlitsdrætti, líka líkamsbyggingu o. s. frv., heldur Pabbi, hefurðu sýnt hinum mönn þú gerðir á spilin áður en þeir unum litlu blýantskrossana, sem komu....? einnig sama einkennilega örið í hægri augabrúninni." „Það er einskær ulviljun,“ sagði læknirinn. ! „Eða ef til vill bragð,“ sagði | gamliyinaðurinn. „Þú skarst ein- i mitt upp augabrúnina á honum. : Hvað var annars að honum?“ „Örið stafaði af aðgerð, sem j varð að gera á honum, vegna ; þess að það gróf í ennisholun- ■ um,“ svaraði Hungértobel. „Skurðurinn var gerður í augabrúnina, til þess að örið sæ-! ist síðar. En það heppnaðist mér ekki sem bezt í þetta skiptið. Það hljóta að hafa verið ein- hver mistök, því að yfirleitt tekst mér vel við slíka upp- skurði. Örið varð greinilegra, en ég hefði kosið og auk þess kom eyða í augabrúnina á eftir,“ j sagði hann. „Eru slíkir skurðir algengir?" spurði lögreglufulltrúinn. „Onei,“ svaraði Elungertobel," j ekki beinlínis. Yfirleitt láta! menn slíka ígerð ekki komast. á það stig, að skera þurfi fyr- ir hana. „Ilugsaðu þér,“ sagði Bárlach.1 „Þetta er það furðulegasta. — j T „Mikla óhamingju bar að hönd- „því að á leiðinni heim til Spánar rok og eitt skipanna barst af Þegar sjóinn lægði, gerðu Inka um Pizzaro“ hélt Juan áfram. hreppti hinn litli floti hans ofsa- réttri leið....“ þrælarnir uppreisn, drápu alla skipshöfnina, ...nema EINN mann Barnasagan KALLB ‘3 græni mn Á meðan Kalli, Tommi, Jack Tar, Söæg og Billy Bone voru önnum kafnir við leitina að fjár- sjóðnum, nálgaðist áhöfnin á Græna Páfagauknum staðinn, sem þeirra eigin páfagaukur hafði bent þeim á. — „Til hægri" skipaði páfagaukurinn, „upp á klettinn og niður í holuna“. — „Halló stýrimaður", hrópaði einn af sjóræningjunum, „holan". Jack Tar fær slag þegar við tök- um fjársjóðinn beint fyrir framan nefið á honum. — Um leið hróp- aði annar páfagaukur: ,til vinstri" og Master og stýrimaðurinn hlýddu viljugir því sem á eflir kom: „Rjóðrið í skóginum, þrum- ur og eldingar,- Iengi lifi James Tar.“ „En hvað Kalli verður glað- ur“’ sagði stýrimaðurinn, „því að þetta mun spara honum mikil óþægindi“. ¥©oSunin Þessi skurður, sem ekki er al- geng aðgerð, var einnig gerður á Nehle, og einnig á honum kom ) eyða á augnabrúnina, á nákvæm lega sama stað, eins og stendur hér í skjalinu. Hafði Emmenberg er handarbreitt brunasár á vinstri handlegg?“ „Hvers vegna spyrðu aðþví?“ sagði Hungertober undrandi. — „Emmenberger brenndi sig ein- mitt á handleggntr t við efna- rannsóknir eitt sinn. „Slíkt ör var einnig á líkinu í Hamborg,“ sagði Bárlach ánægð ur. „Skyldi Emmenberger hafa þessi ör enn í dag? Það væri fróðlegt að vita það. Þú sást honum aðeins bregða fyrir?“ „Ég hitti hann einu sinni í fyrrasumar í Ascona. Þá hafði hann bæði örin. Því tók ég ein- j mitt eftir. Mér virtist hann að öðru leyti sjálfum sér líkur. — Hann gerði nokkrar meinyrtar • athugasemdir. — Annars virtist hann ekki þekkja mig. „Einmitt,“ sagði lögreglufull- trúinn, „svo að hann virtist ekki þekkja þig. Við verðum annað hvort að trúa, að þettas-sé Avenju leg tilviljun eða OTÖiffiSið lymskubragð. Sennilega Cr- Jík ingin milli þessara,3nanna ekki eins mikil og okkuriirtns'fenúna. Það sem stendur £ opinberum skýrslum eða vegabréftrm, get- ur ekki nægt til þess a'é hægt sé hiklaust að rugla tveinfmönn upi saman, en þegar jafn tilvili unarkenndir hlutir og slík ör eru eins á báðum, eru möguleikarnir rneiri til þess að annar geti kom ið í stað hins. Ef til vill hefur verið um að ræða málamynda- aðgerðir á öðrum hvorum eða báðum til að gera líkinguna svo sterka að á henni mætti villast. Auðvitað getum við á þessu stigi málsins aðeins talað urn ágizkanir, en við verðum þó að kannast við, að þessi nákvæma líking gerir seinni niðurstöðuna okkar líklegri en hún áður var.“ „Er þá engin mynd til af Nehle önnur en þessi í LIFE?.“ spurði Hungertobel. CsslN:feiíCiir ineð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.