Vísir - 29.09.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 29. september 1962.
100 skipstjórar
F'ramliald af bls. 1.
vefandi, hér heima eða erlendis.
Eggert Gíslason, skipstjóri á
Víði II gat ekki verið viðstadd-
ur vegna veikinda, en sendi hóf-
inu kveðjur. Annars voru þarna
saman komnir fjölmargir af
mestu aflamönnum landsins.
Skipstjórarnir gæddu sér á
sveppasúpu, köldum humar,
reyktu grísalæri og rjómaís,
með tilheyrandi vínum. Meðan
setið var undir borðum, söng
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari, Karl Guðmundsson
leikari fór með skemmtiþátt og
leikararnir Gunnar Eyjólfsson
og Bessi Bjarnason fluttu sam-
talsþátt. Eftir það var dansað
við undirleik hljómsveitar
Svavars Gests.
í ræðu þeirri, sem Guðmund-
ur Oddsson hélt, mælti hann
nokkur viðurkenningarorð til
Jakobs Jakobssonar og komst
þá svo að orði:
„Þegar talað er um síldarleit
með þeim tækjum og við þær
Jakob Jakobsson.
Landsspítalinn
Framhald af bls. 1.
búningsherbergi fyrir starfsfólk o.
fl. Þá hefur tannlæknadeild Há-
skóla I’slands þegar fengið til bráða
birgða húsnæði fyrir starfsemi í
svonefndri tengiálmu viðbygging-
arinnar.
Formaður byggingarnefndar, sem
nú er Sigurður Sigurðsson land-
læknir, lét við s.l. áramót gera á-
ætlun um kostnað við að Ijúka
smlði svonefndrar tengiálmu og
vesturálmu auk ketilhúss, aðalinn-
gangs og aukningar á eldhúsrými,
en í þessu húsnæði verða, 135
sjúkrarúm, aukning á rými skurð-
deildar, rannsóknardeildar, kennslu
deildar o. fl.
Byggingaráætlunin, sem hljóð
aði á framkvæmdir fyrir um kr.
28 milljónir og var miðuð við
árið 1962 og 1963, var samþykkt
af ríkisstjórninni. Er nú unnið
af krafti að þessum stóra
áfanga, og þess vænzt, að tengi-
álman verði fullsmíðuð um lok
þessa árs: og vesturálman við
önnur áramót hér frá. Þá er
áformað að hefja á næsta sumri
smíði húss fyrir eldhússtarfsemi
spítalans ásamt hæfilegri borð-
stofu fyrir starfsfólk, en núver-
andi aðstaða í þessu efni er fyr-
' ir löngu orðin óviðunandi vegna
þrengsla.
aðstœður sem nú eru, verður að
líta í ýmsar áttir. Mikil hugsun
og margar hendur koma hér til
greina, en hlutur’ skipstjóranna
verður hér ætíð stór, því segja
má að þeir séu leitandi frá því
að þeir sleppa bryggju eða eru
komnir fyrir fjarðarmynnið.
Samdómaálit veiðimannanna
er þó það, að hið þróttmikla
starf og hin vökulu augu Jak-
obs Jakobssonar fiskifræðings
við • síldarleitina, beri að meta
að verðleikum, sem svo jafn-
framt gæti orðið honum léttir
í framhaldandi starfi hans fyrir
Iand og þjóð“.
Rabbað við
Reumerthjön-
in um ieikiist
e.fl.
Það er dásamlegt að
koma enn hingað til ís-
lands, sagði Poul Reu-
mert, þegar fréttamenn
áttu tal við hann og
konu hans í gær.
— Ég hef oft komið til Is-
lands til gestaleiks, í íyrsta
IÞessi mynd var tekin af Reumerts-hjónunum í gærdag.
Þegar senunni var stolii / fyrsta
skipti frá POUL REUMERT
skipti fyrir 33 árum. Nú ætlum
við að lesa upp úr Fjalla-Ey-
vindi á afmælishátíð Norræna
félagsins. En í þetta skipti er
það enn fleira en áður sem
bindur, því að sonur okkar
Stefán hefur flutzt tii íslands
og býr nú í Hafnarfirði. Og þar
eigum við litla sonardóttur, Ás-
laugu.
— Hvað er hún gömai?
— Hún er tveggja ára, segir
Poul Reumert, og bregður síðan
skjótt við. — Mér finnst ann-
ars skemmtilegra að segja, að
hún sé að verða þriggja ára.
Ég tók mína fallegu konu frá
íslandi og þá er ekki nema eðli-
legt að Jsland jafni reikning-
ana með því að taka soninn frá
mér.
Stal senunni.
— Þykir yður vænt um son-
ardótturina?
— Hún er yndisleg og meira
en það. Hún stal frá mér sen-
unni í fyrra, þegar ég átti 60
ára leikáfmæli. Menn segja að
það hafi enginn gert fyrr að
stela senunni frá mér. Og hún
stal henni algerlega frá mér,
en annars er oftast hægt að
bjarga sér á sviðinu. Þetta' var
í hátíðlegri veizlu og einhver
hátíðlegur ambassador var að
tala, öllu var sjónvarpað. Þá
kom hú allt í einu inn rétt ný
órðin tveggja ára og kippti •
buxnaskálm mína. Sjónvarþs-
mennirnir sáu hana og beindu
ðtlum vélum að henni. Þá hljóp
hún áður en við var ráðið al-
veg að sjónvarpstækjunum og
ýtti ölluín hinum virðulegu gest
um út af sjónvarpssviðinu.
Og nú tekur frú Anna orðið
af manni sfnum: — Áslaug litla
kom þegar hún var í heimsókn
í Kaupmannahöfn í tleikhúsið
þar sem verið var að æfa Rigo-
letto. Hún smaug inn á sviðið
og fékk að vera þar nokkra
stund Þegar hún hafði verið
leidd út, sagði hún: — Ég vil
fara aftur inn I lætin.
— Haldið þér að hún verði
leikkona, þegar hún stækkar?
— Það er ekki gott að segja,
svarar Poul, og svo bætir hann
við hlæjandi: — Okkar vegna
má hún verða það.
Á sviðinu í
gömlu Iðnó.
Það er auðheyrt að þeim
hjónunum liggiir ofarlega hugs-
unin um þessa litlu sonardóttur
sína, en nú víkjurti við talinu
að öðru. !
— Þegar ég kom hingað fyrst
til gestaleiks árið 1929, segir
Poul Reumert, þá lék ég hér í
fleiri leikritum, m. a. Galge-
mandon á möti Önnu.;Þá lékum
yið í Iðnó. Það yar skemmti-
legt leikhús, sviðið var að vísu
miklu minna en á Konunglega
leikhúsinu, en þaðan á ég marg-
. ar mínar fegurstu endurminn-
ingar um sértaklega góðan
leikanda, þó það kæmi að vísu
fyrir, að statistarnir tilkynntu,
að því miður gætu þeir ekki
mætt til „generalprufu", þar
sem þeir ættu að leika knatt-
spyrnu sama kvöldið. Þeir
slaufuðu þó knattspyrnunni það
kvöldið. Ég var ekki á því að
beygja mig fyrir knattspyrn-
unni, því að sjálfur hef ég aldrei
sparkað bolta.
Fjalla-Eyvindur
á íslenzku.
— Nú þegar þér ætlið að lesa
hér upp úr Fjalla-Eyvindi, lang-
ar okkur að vita, hvort þér haf-
ið leikið í því leikriti.
- Já, það he ég oft gert.
Annars er gallinn sá, áð ég held
að það sé ekki hægt að leika
Fjalla-Eyvind vel nema á ís-
lenzku. Það er þessi sérstaka
tilfinning, sérstaki bher ein-
manaleika, sem vlð getum ekki
náð, af því þið hafið aðra og
hreinni menningu en við.
Ég á líka mínár minningar úr
Fjalla-Eyvindi, segir frú Anna
Ég var smábarn, þegar ég var
Tóta í leikritinu. Þá lék Guðrún
Indriðadóttir Höllu og ég man
enn hverja hreyfingu hennar.
þegar hún var að1 vagga mér
Ég man það t. d. að hún sagði
við mig: — Þú átt að Iáta eins
og þú sofir, en passaðu þig
samt að sofna ekki.
Ekki alveg hættur. >
— Þér eruð ekki hættur að
leika enn, þrátt fyrir háan ald-
ur? spyrjum við Poul Reumert.
— Nei, nú innan skamms á
ég að leika kardínálann í
Thomas Beckett eftir Anouhil.
Hann er hið mesta illmenni og
í samtali hans við páfann koma
fram ýrhis ummæli, sem eru
ekki sérlega hagstæð fyrir ka-
þólsku kirkjuna. Síðan leik ég í
Lokaður múr, sem fjallar um
Gyðingavandamálið. Þið hér á
íslandi þekkið ekkert til þess
vandamáls. Og þá leik ég álfa-
kónginn í Elverhöj. Það er leik-
rit dönsku þjóðarinnar. Er und-
arlegt, að það var samið eftir
pöntun til að leika það aðeins
eitt hátíðarkvöld. En ekkert
leikrit hefur verið sýnt oftar í
Danmörku. Það er fyrsta leik-
ritið, sem öll dönsk börn sjá.
Nú eins og oft áður á að leika
það í haustfríi skólabarna. Skól
arnir byrja miklu fyrr f Dán-
mörku en á íslandi og í staðinn
er börnunum gefið .vikufri í okt
óber Þá reynum við í leikhús-
unum að gera eitthvað til að
skemmta börnunum, og sýning-
in í Elverhöj er liður í þeirri
viðleitni.
Kjarvalsmálverkið.
— Annars er ég að verða átt-
ræður og ég geri mér ljóst, að
þá er kominn tími til að hætta.
Allt í. óinu bendir Poul á mál-
verk á veggnum eftir Kjarval.
— Þessir geta haldið áfram,
Framhald á bls 10.
i