Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1996, Side 7

Tölvumál - 01.12.1996, Side 7
■» TOLVUMAL markmiði, en þegar svo verður fæst jafnframt það verkfæri sem sölu- og markaðsstarfsemin þarf á að halda. Reikningagerð er álitin annað mikilvægt verkfæri í keppninni um viðskiptavinina. Mikil aukn- ing sérþjónustu hefur leitt til kröfu um betri læsileika reikninga og í skráningunum, sem liggja að baki reikningum, felast mikilvægar markaðsupplýsingar. Með því að skoða notkunarmynstrið í reikn- ingunum má setja saman þjón- ustutilboð, sem hentar viðkom- andi notanda. Reikningakerfi, sem er af vanefnum búið, getur hins vegar komið í veg fyrir að hægt sé að auka þjónustuframboð og mæta þörfum viðskiptavina. Samtímis því sem athyglin beinist að upplýsingakerfum og reikningagerð er í gangi vinna við gæðamál þar sem fram fer skoðun á hinum ýmsu afgreiðsluferlum innan Pósts og síma. Þessi vinna ætti annars vegar að leiða til auðveldari aðgangs notenda að símaþjónustu og markvissari afgreiðslu og hins vegar gerir hún mögulegt að endurskoða við- skiptastarfsemina á mörgum sviðum með það í huga að beita í auknum mæli upplýsingatækni til þess að ná settum mark- miðum. Þannig má segja að upplýsingar og tæknin til að meðhöndla þær komi til með að mynda samfelldan þráð í starf- seminni frá aðferðum við skráningu notanda upp í æðstu ákvarðanatöku um þjónustu- markmið og stefnu fyrirtækisins. Það er ætlun manna að sú vinna, sem nú fer fram og hór hefur verið lýst, geri Pósti og síma kleift að velja réttu leiðina í uppbyggingu upplýsingakerfa, svo að þær vonir sem íslenskir notend- ur binda við frekari framfarir í símamálum rætist og að hægt verði að veita þeim jafn fjölbreytta og góða þjónustu og best þekkist erlendis. Gústav Arnar er yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma DESEMBER 1996 - 7

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.